Vikan


Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 5
usóttar setning Það verður að bera sig karlmannlega, sérstaklega, þegar það er nú kvenmaður sem heldur á nálinni. eru fá, enda er bólusetningin örugg í 85 til 90 tilfellum af hundrað. Flest þeirra tilfella, sem vart hefur orðið siðan 1955 eru á fölki, sem ekki hefur látið bólusetja sig. Urn miðjan april lauk fjórðu hóp- bólusetningunni i Heilsuverndarstöð- inni liér i Reykjavík, en hver einstalcl- ingur þarf að láta bólusetja sig f jórum sinnum. Er þar með lokið bólusetn- ingarherferðinni í meginatriðum, en henni er að sjálfsögðu haldið áfram i skólum, svo að i framtíðinni á að vera tryggt að allir séu bólusettir. Nokkuð skorti á það, meðan stóð á hópbólusetningunni, að allir þeir sem komnir voru af skólaaldri, létu bólu- setja sig. Þeir geta, vilji þeir ekkert eiga á hættu, látið bólusetja sig i Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum (í barna- deildinni), eins og þeir, sem létu bólu- setja sig í fyrsta sinn meðan stóð á fjórðu umferð hinnar almennu bólu- setningar, sem var treglega sótt. Sýnir t það einkennilegt, en því mðiur alvar- legt andvaraleysi, að ekki skyldi meiri aðsókn að þessari lokabólusetningu en -• raiín ber vitni um. Það eru þvi margir óbólusettir enn bér i Reykjavík, og þeir eru með þvi að stofna sér í óbeina hættu. Rlaðamenn frá Vikunni litu inn í Heilsuverndarstöðina einn siðasta dag- inn sem bólusetning stóð yfir. Það var ekki mjög margt um manninn þá, en þejr, sem komu fengu skjóta og góða afgreiðslu. Nýir voru settir á spjaldskrá og þeir, sem komu nú í þriðja eða síð- asta sinn gengu lafarlítið að borðinu þar sem sprauturnar lágu i röðum, brettu upp erminni á vinstri liandlegg, fengu sína sprautu og sögðu bless. Einn var gaiuansamur og spurði hvort ekki mætti reka nálina i gegnum yfirhöfn og allt, til þess að liann þyrfti ekki að vera að bjástra við að bretta upp erminni. Þannig geta menn verið gam- ansamir, þegar sprautuskrekkurinn er hlaupinn í þá. Við ræddum lítillega við Sigrúnu Magnúsdóttur yfirhjúkrunarkonu, sem stjórnar bólusetningunni. Hún sagði að það hefði verið gengið í skólana í fyrra og bólusett, en sú bólusetning sem þarna færi fram væri fyrst og fremst fyrir alla frá skólaskyldualdri. Sigrún bjóst við að rúmlega tuttugu þúsund manns liefðu verið bólusett þegar þess- ari fjórðu umferð lyki og er það lang- mestur bluti þeirra sem þarfnast varn- arlyfsins mest. Hún sagði að lokum, að alltaf kæmu fyrir einstök tilfelli, enda væru engar svona bólusetningar öruggar, en það væru aðeins um fá prósent að ræða. Ekki er reiknað með fleiri hópbólusetningum. Það höfðu nokkrir komið og farið meðan við vorum að tala við Sigrúnu og láta bólusetja okkur i fyrsta skipti. Og þegar við vorum að fara kom þarna kona, með alþjóðaskírteini upp á vas- ann þess efnis, að hún hefði verið bólusett í tvö eða þrjú skipti erlendis. Það skortir þvi ekkert á skipulagið í þessum efnum. Útlendingar koma hér og láta bólusetja sig og fá alþjóða- kort upp á það og öfugt. Þannig er baráttan gegn lömunarveikinni í al- gleymingi og sú barátta þekkir engin landamæri frekar en sá vágestur, sem hún stríðir gegn. Því er haldið fram, að kvenfólk þoli bet- ur sársauka, en það gæti nú verið af því að það hefði ekki eins næma tilfinn- ingu. Við karlmenn höldum því til streitu þar til ann- að sannast. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.