Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 15
Tækni
Bandarískt flugfélag hefur upplýst
að það hafi hug á því að frumsýna
kvikmyndir fyrir farþega sína á
flugleiðum milli heimsálfa. Þetta er
auðvitað gert í því skyni að afla sér
fleiri viðskiptavina. Það á að sýna
kvikmyndirnar Imeð sérstakri sýn-
ingarvél, sem verður innbyggð í loft
farþegaklefans og tjaldið mun hanga
milli fyrsta rýmis og svokallað túr-
istarýmis. Hljóðið fer 'beint til far-
þega gegnum sér heyrnartól. Verðið á
slíku kerfi, fer eftir því, hversu marg-
ar kvikmyndir ætlað verður að sýna.
— O —
Það hrífur alltaf hugann, þegar
maður les um farartæki, sem væri
fengur í að eiga hér á landi. Þessum
munar ekkert um að koma brunandi
til Þingvalla eftir þjóðveginum og
fara svo allt i einu útaf veginum,
hossast út um alla móa, út í Þing-
vallavatn og yfir að Valhöll. Þar sem
drif er á öllum hjólum fer hann
bratta brekku eins og slíkir bílar eiga
að gera. En mesta gamanið og gagnið
er auðvitað inná öræfum, þar sem lít-
ið tillit þarf að taka til landslagsins.
En það er ekki ókeypis að aka þessu,
þar sem vélin er kraftmikil og eyðir
miklu. En maður þarf þá ekki að
dragnast með bát Þó maður vilji
skreppa út á smá vatn að leita silungs.
—O—
Sjálfvirknin er líka komin í fata-
geymslur fyrir veitinga og kvik-
myndahús. Það er um að ræða fata-
króka, sem hanga á einhvers konar
spili. Það kemst aðeins einn að í einu
og fer það fram gegnum sérstaka af-
hendingarlúgu. Þegar gestur hefur
hengt frakka sinn á krók, tekur hann
við málmplötu, sem er með sérstökum
götum fyrir gatteljara. Síðan, þegar
hann er á förum, stingur hann plöt-
unni í rifu og að vörmu spori kemur
frakkinn hans í lúguna. Til þess að
koma í veg fyrir þjófnaði, hringir
bjalla, ef einhver ætlar að fjarlægja
föt af öðru heingi, en platan hljóðar
uppá. Svona er nú það.
—O—
Sjálvirk orðabók er nú í smíðum
við Californiuháskóla. Það er kannski
réttara að kalla rafmagnsheilann
sjálfvirkan þýðanda, þar sem hlut-
verkið verður að þýða úr rússnesku á
ensku. Orðaforði rafmagnsheilans á
að vera um 600.000 orð. Venjulegar
orðabækur eru yfirleitt þannig úr
garði gerðar að orðunum er raðað í
stafrófsröð og fylgir hverju orði skýr-
ing. 1 þessari vél, sem er nefnd RUS-
DIC, skammtöfun á russian og diction-
ary, er skilgreining hvers orðs aðskil-
in frá orðinu. IBM 704 rafmagnsheili
tekur við orðinu, ber það saman við
tölu, sem segir svo til um hvar upp-
lýsingar eru að finna um orðið. Þær
eru að finna á þrem mismunandi stöð-
um og er vitaskuld lykill fyrir hverja
upplýsingadeild. Ein segir til um
merkingu orðsins og málfræðilega
stöðu, önnur um reglur fyrir notkun
orðsins í setningum og loksins ýmiss
orð ensk, sem eiga við rússneska orð-
ið í ýmsum samböndum.
lcvilcmyndir
Það er ekki enn komið að því, að
hingað hafa borist kvikmyndir með
franska leikaranum, hvers nafn er á
allra vörum i Evrópu. Hann hefur
löngum verið kenndur við vissa teg-
und eða manngerð. Og sú manngerð
sem hann var látinn leika í kvikmynd-
um, var að því tagi, sem íslendingar
kalla auðnuleysingja og letiblóð og
þaðan af verra. Þannig var það, að
talið var víst að þessi maður, sem
Jean-Paul Belmondo nefnist, væri í
raun og veru, sá sem aflaði sér ekki
lífsviðurværis með öðru móti, en að
komast óheiðarlega yfir peninga,
nennti ekki að vinna og sífellt með
sigarettu milli varana. Nú er það svo,
að leikarinn Jean-Paul Belmondo er
all frábrugðin því, sem hann leikur í
kvikmyndum. Hann er kvæntur og á
tvö börn og getur það varla talist til
lasts. Foreldrar hans eru bæði lista-
fólk, faðirinn þekktur myndhöggvari
og móðirin listmálari. Þess vegna hef-i,
ur hann ekki átt langt að sækja í’
nokkuð langt á milli þeirra hjóna,
þegar annað er að leika í Japan, en
hitt á Frakklandi. Frægðar sinnar á
vesturlöndum á hún eingöngu „Te-
húsi ágústmánans" að Þakka, þó hún
sé stjarna i heimalandi sínu. Því mið-
ur er allt of lítið af því, að japanskar
kvikmyndir sjáist hér, en þær eru að
mörgu leyti mjög skemmtilegar og
fróðlegar um lifnaðarháttu Japana. í
Japan eru langvinsælastar þær kvik-
myndir, sem fjalla um efni, sem látin
eru gerast fyrr á tímum. Ástarsögur
miðaldana eru þeim ljúft efni. Þar er
um sama fyrirbrigði að ræða og dá-
læti það sem vesturlandabúar hafa á
hertoga, prinsa og kóngasögum lið-
inna tíma. Og efnið er sama skapi ein-
jhliða. Alltaf einhver ástavandræði,
sem þó fara vel um það er lýkur.
heim listarinnar, þó varla verði
nokkrar kvikmyndir hans talin lista-
verk. En seinni myndir hans hafa á
sér allt annan blæ, en þær fyrri og
er hann víst orðinn leiður á að leika
slæpingja. Þannig varð öllum það
undrunarefni, þegar maður sem álitin
var orðinn fastur i slæpingjahlut-
verkinu, kom allt i einu fram í mynd,
þar sem hann lék prest og það á þann
veg, að gagnrýnendur gátu ekki nóg-
samlega lofað hann. Það væri Því
skemmtilegt ef islenzkir áhorfendur
ættu þess kost, að fá að sjá hann í
nokkrum kvikmyndum. Á myndinni
er hann með leikkonunni frönsku Pas-
cale Petit.
— O —
Það er ekki oft, sem leikarar af
austrænu kyni sjást á vesturhveli
jarðar. Og þaðan af síður í vestræn-
um myndum. En i „Tehúsi ágústmán-
ans“ eftir samnefndu leikriti, léku
nokkrir japanir og Þar á meðal ung
stúlka Yoko Tani að nafi. Hún er gift
frönskum leikara og vill oft verða
Um langt skeið hefur Edward G.
Robinson verið með meiriháttar leik-
urum í Bandarikjunum. Hann hefur
leikið í kvikmyndum undanfarin 30
ár og má það teljast allsæmilegt.
Hann hefur verið látinn leika alls
konar glæpamenn, vegna sérstæðs út-
lit síns og hafa margir sjálfsagt séð
hann í slíkum hlutverkum. En hann
er nú ekki bundinn við þá tegund
leikmennsku, því hann hefur sýnt frá-
bæran leik í mörgum kvikmyndum,
en það er nú svo, að ekki nægir að
myndin sé góð, það eru frekar spenn-
andi myndir, sem hæna að kvik-
myndahúsgesti og þess vegna eru
margir honum aðeins kunnugir i
glæpahlutverkunum. Hann fæddist
fyrir aldamót i Búkarest í Rúmeníu,
en fór til Bandaríkjana þegar hann
var tíu ára gamall. Hann gekk
menntaveginn og nam tungumál við
Columbíuháskóla, en jafnframt stund-
aði hann leiklistarnám, þvi hugur
hans stóð til þeirra hluta. Og Það vildi
svo til að tungumálakunnátta hans
varð sá hornsteinn sem hann grund-
vallaði framaferil sinn á. Hann hafði
eingöngu leikið í umferðaleikhúsi
um skamman tíma, þegar Bandarikja-
menn hófu þátttöku sína í fyrri
heimsstyrjöldinni. Og Þar með datt
umferðaleikhúsið upp fyrir, þar sem
EcLward, G. Robinson.
svo margir af leikurunum voru kall-
aðir í herinn. Og þá varð löng bið
á því að hann fengi aftur hlutverk og
hann sneri sér að tungumálakennslu.
En dag nokkurn frétti hann af því, að
leikhús á Broadway vantaði leikara
sem kynni fleiri en eitt evrópumál.
Hann fór á fund leikstjórans og var
ráðinn til að leika fjögur hlutverk í
einu og sama leikriti. Og honum var
svo vel tekið, að úr því þurfti hann
ekki að kvarta um hlutverkaskort.
veiztu aö...
hjá strútnum er það karlfuglinn, sem
ungar út eggjunum og getur það
tekið hálfan annan mánuð.
fíllinn getur drukkið 150 potta af
vatni á dag.
í Pompei hinni fornu, sem hafði um
25 000 ibúa, voru sjö stór opinber
böð og sundlaugar.
finnskan hefur fimmtán föll, en eins
og kunnugt er hefur islenzkan fjög-
ur, eins þýzkan.
—O—
venjuleg húsfluga blakar vængjunum
19.000 sinnum á mín.
skíðaíþróttin er frekar ný íþrótt í
Sviss. Hún var fyrst stunduð þar
fyrir fimmtíu árum.
Ormurinn langi hans Ólafs Tryggva-
sonar kvað hafa verið 46 metra á
lengd við kjöl.
í borginni Para í Brasilíu er dag
hvern regnskúr á svo ákveðnum
tíma að fóik fer inn I hús rétt áður
en það á von á gusunni.
200 árum fyrir Krist lét Ptolemæus
Philopator konungur í Egyptalandi
smíða skip sem var fimm hæða og
höfðust þar við 4000 ra^ðarar.
skrítlur
Farþegi: —• Hvoru megin á að
fara úr vagninum?
Vagnstjórinn: —■ Alveg sama. Báð-
ir endar stoppa samtímis.
—O—
Jón: — Þú ert alltaf að tala um
fábjána. Ég vona bara að þú eigir
ekki við mig.
Bjarni: —- Góði vertu ekki svona
montinn. Eins og það séu ekki aðrir
bjánar en þú.
vikaH 15