Vikan


Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 18.05.1961, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Willy Breinholst PÁF A- GAUKURINN Þegar Jean Dupont hafði þurrltað varalitinn af barni vínglassins, kastað öllum rósrauðu sigarettustubbunum inn í ofninn og látið grun- samlega ilmvatnsangandi silkivasaklút fara sömu leiðina, þóttist liann ]>ess fullviss, að nú vœri ekkert eftir. Honum varð litið á klukkuna á arinhillunni. Jacquelina var væntanleg heim eftir tíu mínútur. Hann hló lágt. Þetta var allt í lagi, allt eins og það átti að vera. Þetta var hinn alfullkomni glæpur — eða réttara sagt hið alfullkomna ástarævintýri. Cleo hét hún, og hann elskaði hana. Hann kipptist við, leit um öxl. Hvaðan barst hessi rödd? Það var eins og hann kannaðist við hana. Hver gerðist til þess að ijósta upp um leyndarmál hans? Páfagaukurinn? Jú, auðvitað hlaut það að vera páfagaukurinn. Jean varð funheilt, síðan nístingskalt og loks funheitt aftur. •—- Ég elska þig, Cleo! — Que Diable, bölvaði Jean á sinni frönsku og stcytti hnefann að páfagauknum.— Ef þú held- ur ekki kjafti, kvikindið þitt. skal ég snúa þig úr hálsliðnum! Prenez garde! Eitt andartak stóð hann þarna frammi fyrir páfagaukskvikindinu og hugsaði sitt ráð. Og skyndilega datt honum víst eittlivað gotl í hug, þvi að hann brá sér fram í eldhúsið. Þaðyn kom liann með handfylli sína af sykurmolum, sem liann kastaði inn í búrið til páfagauksins. — Og nú heldurðu þér saman, skilurðu það! — Oui, monsieur! svaraði páfagaukurinn á sinni frönsku og tók að stegla i sig sykurinn. Dyrabjöllunni var hringt. Jean varð skrýtinn til augnanna, en það er einkenni á frönskum eiginmönnum, þegar þeir hafa slæma samvizku. Hann tók þó í sig kjark og gekk til dyra. Og þar var Jacquelina hans komin. — Hefur þér ekki leiðzt, vinurinn? — Nei-ei. Nei, ég hef setið heima á kvöldin og lesið dagblöðin. Hann gaf páfagaukskvikindinu hornauga. Hann hafði hámað í sig allan molasykurinn. — Ég elsk. . . byrjaði hann. Jean var ekki seinn á sér að kasta nokkrum sykurmolum til viðbótar inn í búrið til hans. Og páfagaukurinn þagnaði. — Þú skammast þín svo sem ekkert fyrir að notfæra þér það, að ég hef ekki sem þægileg- asta aðstöðu, kvikindið ])itt! þrumaði Jean yfir hausamótunum á páfagauknum, þegar Jacque- Framhatd á bts. 29. ENGLAND. Það er víða en á íslandi að skáklist er stunduð. Árlega er haldið skák- mót unglinga á Englandi. Og þar koma fram væntanlegir meistarar landsins. Þessi skákstarfsemi er liður i tómstundaiðju þeirri, sem nú hefur fengið svo miklan byr á Vesturlönd- um. TYRKLAND. Það er ekki alls staðar jafn auðvelt að skella sér í hjóna- bandið og á Islandi. Á Tyrklandi tekur þetta þrjá daga áður on bau eru eitt, eins og þar stendur. Hér er brúðguminn þriðja daginn og er þá verið að klippa kauða. Stúlkan á myndinni er systir hans og er hún að festa pening í skyrtu hans og eiga allir veizlugestirað gera slíkt. Þannig er verið að safna upp i væntanlega hattareikninga konunnar. GRIKKLAND. Þarna plataði ég ykluir má lesa úr svip Mariu Callas. Fyrst héldu þið að ég ætlaði að giftast Onassis, svo héldu þið ég mundi ekki giftast hon- um og hvað haldið þið nú? NURNRERG. A safni í Niirnberg í Þýzkalandi c*r jiessi sér- kennilega kona tíl húsa. f sannleika Sagt þá er hún lnisgagn i'ðrum koniim frennir og er i ðaleinkenni þessa húsgagns skúffur. Má ])ví f’okka konu bess'i und- ir kommóður. Skúffurnar eru alla leið neðan úr pils- fa'di upp að barmi frúar- innar cða ungfrúnnar, hvort heldur er. í einni sluiffunni er komið fyrir sp'ladós og er það sjálfsagt gert lil yndisauka. KALIFORNÍA. I Californíu fékk munkur nokkur sér hressingargöiigu og átti leið þar sem tveir visundar, sem klaustrið átti, héldu til. Eitthvað hefur öðrum vísundum liðið illa til lands og sálar, því allt i einu gcrði hann árás á munk- inn og mátti sá forða sér á stökki yfir gaddavírsgirðingu. Það er víst eins gott að vera réttu megin girðingar hverju sinni. LOS ANGELES. Áttu hundrað milljónir undir rúm- inu þínu? Er ekki svo? Það var hérna vestra að sjónvarpsviðgerðarmaður fann undir rúmi sínu nokkra lérefts- búta, sem að sérfræðingur sagði vera ítölsk listaverk margra milljóna virði. í íslenzkum peningum kannski hundr- uð milljóna. Allt um það, þá hafa kaup- endur ekki látið sjá sig enn. Kannski eiga þeir ekki fyrir þeim, safnararnir. Þá verður maðurinn að lækka verðið, svo hann deyi ekki fátækur, að þvi að enginn hafði efni á að kaupa af honum listaverkin.' 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.