Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 5
háborg grimmdarinnar
höföúm. Samstíga hrynjandi, einföld
og ströng, er í byggingunni, og er
hún talandi tákn alls þess, sem róm-
verskt er.
Áhorfendasvæðin voru klædd
marmara, og hefur talizt svo til, að
þau mundu rúma 50.000 manna.
Voru á þeim áttatíu útgöngudyr og
fyrirkomulag allt svo snilldarlegt,
að unnt var að fylla þau og tæma
af fólki á örskömmum tima um
ganga og stiga.
Stúka keisarans reis nokkra metra
yfir leikvöllinn, þar sem nú stendur
járnkross mikill. Við hlið stúkunnar
voru sæti hinna sex nunna Róma-
borgar, Vestumeyjanna, Sæti ann-
arra áliorfenda fóru eftir stétt og
stöðu, en efst uppi voru sérvernd-
aðar súlnasvalir, þar sem giftar
konur, matrónurnar, áttu sér aðset-
ur.
Fimm þúsund dýrum fórnað.
Heimsborgin hafði þrenns konar
skemmtanir uppá að bjóða: Leik-
sýningar, sem að mestu voru væmn-
ir skripaleikir og látbragðsleikir,
eftir að Neró misheppnaðist að gera
gríska sjónleiki vinsæla meðal al-
mennings. Kappakstur á skeiðbraut-
um var lika algengur. Loks voru
dýraöt og skylmingaeinvígi. Líkindi
eru til, að hinar síðast nefndu sýn-
ingar hafi flutzt til Rómar um
Kampaníu frá Etrúríu, þótt örugg
vissa sé ekki fyrir því.
En þar höfðu þær komið i stað
hinna fornu trúaratliafna, að fórna
mönnum við greftranir höfðingja,
og fólu í sér þegar frá upphafi cins
konar framfarir i mannkærleika.
Þarna börðust sem sé tveir keppi-
nautar, og hafði þá að minnsta kosti
annar von um að lifa viðureignina
af.
Með Rómverjum hvarf smám sam-
an hinn þjóðlegi bakgrunnur, og
undir lok þjóðveldistímabilsins
höfðu skylmingarnar runnið saman
við leiksýningarnar.
Ágústus keisari gaf Rómverjum 66
hátíðisdaga, en við lok keisaratíma-
bilsins voru þeir orðnir ekki færri
en 175 eða að heita mátti annar
hver dagur ársins. En þetta átti ekk-
ert skylt við trúarbrögð. Það varð
fyrst og fremst að skemmta lýðnum,
til þess að hann tæki ekki upp á
því að fara að hugsa. Sízt af öllu
mátti hann fara að hugsa um póli-
tík.
Keisarinn eða senatorarnir kost-
uðu sýningarnar. Mátti segja, að þvi
er liina siðastnefndu varðaði, að
hér væri um einskonar aukaskatt að
ræða. Auðmennirnir borguðu
skemmtunina fyrir hina fálæku, en
höfðu vitanlega nóg sjálfir fyrir sig
að leggja. í leikhúsinu hittust háir
og lágir. Það var bandið, sem tengdi
þjóðfélagið saman.
Leikarnir stóðu yfir allan dag-
inn. Oftast fóru dýraötin fram fyrir
hádegi. Þegar Títus keisari vigði
Colosseum árið 890, voru fimm þús-
und villidýr lögð af velli við það
tækifæri. Þó er sú tala ekki talin
neitt met í þessu efni. Haft er eftir
vísindamanni einum, að þessar si-
endurteknu sýningar hafi næstum
orðið til þess að valda gereyðingu
dýrastofnsins í Norður-Afríku. Því-
líkt var afrekið, sem átti að vera
„menningunni til framdráttar“. Nú
löngu eftir á, liggur manni við að
óska að heldur minna hefði verið
lagt í að hressa upp á menninguna.
Hver veit nema hún hefði staðið
á öldungis jafnháu stigi nú á dögum,
þótt fáeinir einstaklingar af fegurstu
og merkilegustu ljónategundum í
allri Suðurálfu, sem þá voru með
öllu upprættar, hefðu fengið að lifa
af skemmtanafýsn Rómvei’ja.
í miðdegishléinu fengu áhorfend-
ur oft málsverð ókeypis, og var þeim
þá jafnframt gert eitt og annað til
skemmtunar. Til dæmis gátu menn
gert sér til gamans að horfa á af-
tökur dauðadæmdra manna, er
framkvæmdar voru með ýmsum
hætti. Talið er, að naumast hafi sú
pyntingaraðferð nokkru sinni verið
fundin upp, að ekki hafi verið not-
uð við þessar aftökur.
Eins og Henryk Sienkiewicz
Framhald á bls. 33.
augna þeirra. Þannig hugsa menn sér, að umhorfs
sé á einum slíkum „leikvangi“ í Róm, þar sem
þrælar voru látnir berjast áhorfendunum til á'- Þegar annar gladíatorinn var fallinn, gátu áhorfendur haft það á valdi sínu, hvort sigurveg-
nægju. Myndin er úr kvikmynd. arinn drap hann eða ekki. Þumalfingurinn niður, — og hann skyldi drepinn.