Vikan


Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 32
Sendiför til Ungverjalands. Framhald af bls. 17. í síSustu flokkunúm þremur voru Gyðinf>ar, er nutu sérréttinda, anh- aðlivort sem hetjur úr fyrri heims- styrjöld eða sérlega vel mctnir borgarar, svo og Gyðingar af erlend- um ættum. ( DAG nokkurn álti ég tal við Wall- enherg í húsinu við Tígrisgötu. — Mér er ánægja að því að fá tækifæri til að þakka yður fyrir starf það, er þér hafið leyst af hendi með herra Alapy, mælti hann. — Er yður sjálfri ljóst hve mörgum mönn- um ykkur hefir tekizt að snúa aftur til Búdapest? — Ekki fyrir víst, svaraði ég. — Líklega nokkur þúsund manns. Við höfum ekkert samhand við þá, eftir að húið er að ná þeim út úr fanga- lestunum. — Alveg rétt. Þér hafið aldrei haft tíma til að heilsa upp á skjólstæð- inga yðar. Ég er að fara í lieimsókn til eins hússins. Viljið þér koma með mér? Götur Búdapestborgar höfðu breytt mjög um svip síðasta hálfan mánuð. Sprengjur höfðu myndað stórar eyður í húsaraðirnar, og alls- staðar höfðu verið grafnar skot- grafir og byggð götuvígi. Borgar- búar voru að búa sig undir umsát Rússa. Við námum staðar fyrir framan stóra, gráa byggingu, með mörg- um en litlum veggsvölum. Þetta var í Fönixgötu, en jivi nafni var síðar breytt í Wallenberggötu. — Þetta gengur allt betur en við höfðum þorað að vona, sagði Wall- enberg. — Sendiráð hlutláusu land- anna höfðu gert ráð fyrir að koma seytján þúsund manna fyrir í þessu „alþjóðahverfi,“ en við höfum þegar tvöfaidað þá töiu. Við gengum nú inn um hliðið, en á því blakti sænski fáninn. Þar var og spjald, sem á var ritað á tveim tungumálum, að íbúar liússins nytu verndar Svíþjóðar. LiqiiHl > næringarvökvinn, sem gefur húð yðar silkimjúka áferð á einni nóttu! Inniheltíur 10 sinnum meira Lanolin en nokkurt annað sambærilegt næringarkrem. Yngir yður upp meðan þér sofið. Iíaupið yður glas strax í dag. Gamall maður kom út úr dyra- skýtinu, lil að taka á móti okkur. Hann var formaður íbúðafélags hússins. Heilsaði hann Wallenberg með svo innilegri einlægni, að hinn sænski stjórnarerindreki varð vand- ræðalegur. Fólkið lá á dýnu á gólfinu eða sat umhverfis lítið borð og spilaði á spiI ellegar tel'ldi skák. Allt var það þreytulegt, en svipur þess bar þó ekki vitni um það vonleysi, er hvíldi yfir ölium i fangalestum þeim, sem voru á leið til landa- mæranna. Utan úr einu horninu heyrðum við háværa barnsrödd: — Og svo þegar slríðið er búið, jiá ætla ég að borða voðalega mikið af mat, en aldrei súpu! — Hvaða vitleysa er þetta. Það er lil súpa með heilmiklu af baunum i og pylsur með og allt mögulegt. . . — Nei, svaraði litli súpuhatarinn þrákelknislega. — Ég ætla að fá mér rjómais, fullar skjólur, alveg þang- að til mér verður illt í maganum. — Þau eru alltaf að tala um mat, sagði móðir barnsins til skýringar. Hún hafði tekið eftir því að ég hlust- aði á samtalið. Það skildi ég svo mætavel, og kenndi í brjósti um vesalingana litlu, þau lifðu spnnarlega ekki við alls- nægtir. Þau fengu daglega ögn af brauði og smjörlíki og eina skál af þunnri súpu með grænmeti, ein- stöliu sinnum epli. Þó var það að minnsta kosti betra viðurværi en um var að ræða í Gyðingahverfunum. — Ef ástandið breytist ekki til batnaðar, eigum við hreinustu hung- ursneyð yfir höfðum okkar, mælti Wallenberg. í þessu húsi er um Ö00 manna i tuttugu íhúðum. Á frið- artímum búa hér í mesta lagi átta- tíu. Við gengum niður kjallarann, sem áður hafði verið þvottahús. Ilafði því nú verið breytt í eldhús. Þar kraumaði súpa í stóreflis kötl- um. Einn Gyðinganna sýndi okkur leynihólf, þar sem gcymd var dós, full af gulli og gimsteinum. — Þetta er dýrgripageymslan okkar, mælti hann. — Allir, sem hingað koma, verða að láta af hendi skartgripi sína. Stundum koma örva- krossmenn hingað óvænt á nætur- þeli, til þess að ræna einhverjum okkar. En venjulega fallast þeir á að taka eitthvað af þessu í staðinn fyrir menn. Þeir höfðu útbúið sér kirkjugarð á grasflötinni fyrir utan húsið. — Gamall maður lézt af ofþjökun hér um daginn, og annar fékk hjartaslag. Einn dó líka í morgun, það var ung kona. . . Við greftrum fólkið að nóttu til, svo að börnin sjái það ekki. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Það eru hér tvö nýfædd börn. Það er þokkalegur heimur, sem þau fæðast inn í, bæði tvö. . . . Wallenberg lagði hönd sina á herðar mannsins. Þvi var hann ó- vanur. ■t- Þegar þessi börn gerast full- orðin, verður heimurinn orðinn breyttur, sagði 'hann vingjarnlega. — Við þurfum aðeins að þrauka enn um skeið. — Ilaldið þér virkilega, að við vöknum nokkurn líina upp af þessari martröð, herra Wallenberg? Verður hún um garð gengin fyrir páska? Ef svo skyldi fara, viljið þér þá koma og halda reglulega Gyðingapáska lijá okkur? — Það vildi ég mjög gjarna, svar- aði Wallenberg og brosti. — Ef allt gengur að ósltum, megið þér gera ráð fyrir mér. TIL allrar hamingju hafði Wallen- berg tekizt að afla sér leyfis til þess, að við mættum hafa GD merkið (civil diplomat, sendi- ráðsstarfsmaður) á bifreið okkar. Það jók öryggi okkar, en vitaskuld ekki vald okkar gagnvart nazistum. Eftir að óheppnin hafði elt okkur dögum saman, tók hamingjan þó loks að brosa við okkur á ný. Það byrjaði einn dag, er við höfð- um verið að kaupa inni í miðri borg- inní- Þá heilsaði Gabor upp á kouu mn fertugt, sem kom brosandi á móti okkur. — Góðan daginn, Babsi, sagði hann. ___iirt þú orðinn ambassador? spurði hún og benti á töluspjald bif- reiðarinnar. Konan var ekki ýkja t'rið sýnum, en vel klædd og bauð af sér góðan þokka og var hin greindarfegasta. — Uss, nei, svaraði Gabor. — Eg er bara osköp venjuiegur Ungverji, . en stunda ai sjaifsdáöum samstari vió stjornmáfaheimmn til að styðja hagsmum lanus vors. — iivernig? spurði hún. — Er það írekja aö spyrja? Með hverjum stariar þú? — Sviumt anzaði Gabor, og það var eins og neisti kveiknaöi i aug- um konunnar. — bviurn! endurtók hún hugsandi. — Begið mer, iangar ykkur ekki tii að koma keim með mér og þiggja einn boiia ai kafii, sem er reglu- iegur maunamatui'. Eg þari að leggja lyrir þig uppástungu, sem þú kynmr að haia áhuga á. Nokki'um minúlum siðar vorum við komin inn i ibúö Babsi. Þar bjó hún með ijórum yngri systkinum og íöður sinum, sem var uppgjaia- ioringi úr hernum. — Haiið þið nokkurt samband við þá deiid sænska sendiráðsins, er gel'ur út verndarvottorð? spurði hún umbúðalaust. — Við þekkjum nokkra menn þar, svaraði Gabor gætilega. — Hvers vegna spyrjið þér um það? spurði ég. Hún leit ekki þannig út, að hún gæti verið af gyðinga- ættum. — Eigið þér vini, sem þurfa á verndarvottorði að lialda? — Já, svaraði hún. — Og verið getur að ég þurfi sjálf á þvi að halda. Þó er hvorki ég né vinir minir Gyðingar. — Hvers vegna segirðu okkur ekki allt af létta um, hvað fyrir þér vakir? sagði Gabor. — Gott og vel, mælti konan. — Við höfum nú þekkst i mörg ár, og vafalaust hefir þú getið þér þess til fyrir löngu, að ég vinn fyrir Þjóðverja. Ég hefi stundað gagnnjósnir fyrir þá. Það er ekki ólíklegt, að ég verði að hverfa brott frá Búdapest. Hinsvegar er senni- legt, að ég geti verið hér eitthvað enn um sinn, en undir öllum kring- umstæðum verð ég að fara varlega, þvi fjölskylda min verður hér að minnsta kosti eftir. Þeim er nauðugt að hverfa úr íbúðinni og fylgjast með Þjóðverjum á undanhaldinu. Það myndi bjarga þeim, ef hægt væri að fá spjald á luisið sem sýndi,.að það nyti vernd- ar Svíþjóðar. Ég geri ráð fyrir, að Rússar myndu virða það jafn mik- ils og Þjóðverjar hafa gert. — Þess konar spjöld eru nú ekki látin af hendi í hugsunarleysi, anz- aði Gabor gætilega. — Ég bjóst ekki heldur við, að það yrði auðvelt mál, mælti hún. — En ég er undir það búin að vinna mikið til þess að eiga slíkt verndarvottorð skilið! Bíðið and- artak. Hún gekk úl úr herberginu, og Gabor hristi höfuðið. —- Þetta er furðulegt, sagði hann. — Fara nú ekki samverkamenn Þjóðverja lika að biðja um verndar- votlorð! Andartaki síðar kom Babsí aftur og í fylgd með henni gráhærður maður, sem bersýnilega var hátt- settur þýzkur embættismaður. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.