Vikan


Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 28
Arfur frá Brasilíu. 2 f> B * H ■* i » r - ' 1 «>*«?''"' >* • i'i Framhald af bls. 22. — Þetta hýöir ekkert mamma, anzaöi Lísa. Hún var orðin eldrauö í kinnum og utan við sig af vorkunnarbrosi viðstaddra. Samræður á óskilj- anlegu máli suðuðu umhverfis hana. Ókunnar, en veiviljaðar hendur gripu í arm hennar og bentu á fatadyngju þá, er Marín var að reyna að troða niður i töskurnar með grátstaf í kverkum. — Við skulum reyna að koma okkur héðan, tautaði Mikki. En Kitty endurtók í sífellu: — Ef hann Terens hefði bara verið hér . . . Irska blóðið sauð í henni enn þá. Lísa litaðist um með örvæntingarsvip í þess- um hópi framandi manna. — Er enginn hér, sem talar ensku? hóf hún máls, í því er hávaxinn mað- ur tróð sér fram til þeirra. Hún sá bregða fyrir dökkum, fjörlegum augum í sólbrúnu andliti. Og síðan vafði aðkomumaður hana örmum, athugasemdalaust, og kyssti hana beint á munninni. — Geturðu fyrirgefið mér, ástin mín? mælti hann upphátt með greinilegum amerískum hreim. — Þessi flón þarna á ferðaskrifstofunni sögðu, að skipið kæmi ekki fyrr en klukkan tíu. Hann hélt handleggjunum hennar föstum, en beygði sig áfram og smellti snöggum kossi á kinn móður hennar. Svo greip hann i hönd Mikka, sem var tregur til að heilsa honum. — Látið eins og ekkert sé, hvíslaði hann að Lfsu án Þess að breyta um svip. — Þá skal ég hjálpa ykkur úr vandræðunum. Þú ert unnusta min, er ekki svo? Maðurinn þagnaði snögglega, þegar Marín sneri sér forviða að honum. Andartak horfðu tvö brún augu beint og ákaft inn í bláu augun hennar. Svo hélt Bandarikjamaðurinn ungi áfram hlutverki því, er hann hafði tekizt á hendur. Hann dró Lísu jafnvel enn fastar að sér og tók nú að ræða við tollvörðinn á reiprennandi portúgölsku. Hvað hann sagði, hafði Lísa vitanlega ekki hug- mynd um. Þarna stóð hún eins og í draumi með arma hans um sig og undursamlegan koss hans á vörum sér i fersku minni. Svipur toilþjónsins, sem áður hafði borið vott um illan grun, breyttist í skyndi og lýsti nú rik- um skilningi. — Nei, — ég skildi ekki . . . en vegna la noiva, . . . hvað er það kallað, . . . brúðarinnar, . . . er það leyfilegt. Hann' var nú allur á hjólum, brosti út undir eyru, kallaði á aðstoðarmann sinn og skipaði hon- um að hjálpa til að raða farangrinum aftur ofan i töskurnar. Þegar því var lokið, skrifði hann ein- hverjar óskiljanlegar rúnir á hverja tösku. -—■ Og nú skulum við fara að koma okkur héð- an, ástin mín, sagði ókunni maðurinn hárri röddu. Fylgdust þau nú með honum út á hafnarbakkann og voru fegin að losna úr svækjunni, sem inni var I troðfullum skúrnum. Þegar þangað kom, sleppti hann Lísu og kallaði á leigubíl. Þetta hafði allt saman gengið svo fljótt, að Lisa hafði fylgzt með því eins og ósjálfrátt, ■— líkt og í draumi. En þegar ókunni maðurinn sleppti af henni hendinni, áttaði hún sig og stamaði. — Hjartans þakkir fyrir þessa hjálp. — Já, ég þakka yður kærlega fyrir, endurtók Mikki brosandi. — Ég hef ekki hugmynd um, hvað þér sögðuð við manninn. En þér komuð þessu kraftaverki af stað, og að minnsta kosti leystuð þér með því vandkvæði okkar. Bandarikjamaðurinn brosti á móti. — Brasilíu- menn eru kunnir að því að vera rómantískir og viðkvæmir. Svo þegar honum skildist það loks að unnusta min væri komin aila leið frá Englandi ásamt fjölskyldu sinni og hefði meðferðis brúðar- klæðnað sinn . . . Hann lauk við setninguna með því að yppa öxlum. — Það var bara gaman að geta gert svolítinn greiða, bætti liann við. Og áður en Þau vissu af, var hann horfinn í fjöldann. Skin og skúrir. Framhald af bls. 9. Ég held ekki, að hamingjan komi allt i einu____ Maður verður að ná í hana, þegar hún flýgur fram hjá, ná i hana og halda lienni fast. — Það er þetta, að halda henni fast, sem er svo erfitt, sagði hún hægt. Og hún leit aftur áhyggjufull til dyranna. Hún bíður eftir einhverjum, hugsaði hann með sér, einhverjum, sem hún er ástfangin af. En hvað húð hennar er ljós og falleg — eins og perlnrnar, sem hún er með nm háls- inn. — Iívernig finnst yður Leontine, spurði hún með annarlegum róm. — Hún var góð, held ég, sagði hann lágri röddu, — en ég sá aðeins yður. — Hún leit brosandi á hann, tilbúin að taka á móti venjulegu hrósi og smjaðri, en greip andann á lofti af undrun. Hann var grafalvarlegur og eldrauðnr í framan. Henni varð Ijóst, að hann skammaðist sin fyrir að hafa sagt þetta. — Ég var alveg töfraður, sagði hann. Fegurð dansins, — nei, fegurð yðar. Já, þér verðið að afsaka, en það er satt. Ég hef aldrei fyrr talað svona við nokkra mannveru. Þar sem ég á heima, lætur fólk ekki i Ijós tilfinningar sinar. __ Þar sem ég er, gerir fólk ekki annað, sagði hún hægt. Þetta er þægileg breyting. — Hana langaði skyndiiega til að gráta. Hana hafði dreyrnt um slika hreinskilni og skiln- ' ing, en frá öðrum manni. — Hefur yður alltaf langað til að verða dansmær? spurði hann. ___ Mig hefur alltaf iangað til að dansa, en ekki endilega til að vera dansmær. En þegar maður fær eins góða danskennslu og völ er á, fær maður hallettinn i blóðið. Allir aðrir eru áhugasamir og taka dansinn alvarlega. Maður kemst ekki hjá þvi að verða eins og hinir. Og þegar foreldrar minir dóu og ég þurfti að sjá um mig sjálf, var þetta það, sem ég gat. Þess vegna fór ég út i það. Oíi allt i einu byrjaði bún að segja bonum frá föður sinum, sem hafði _ verið_ i utanrikisþjónustunni, og frá sinni list- rænu móður og frium sinum i Austur- löndum. Hann skildi, hve hún var einmana, að eina heimiii hennar var ballettHokkurinn. Honum datt Granthorpe i hug og sá fyrir sér rólega heimilið sitt. Og nú skildi hann, við 2 5 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.