Vikan


Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 19
Colorado Springs er borg á stærð við Reykjavík leiðin til gullnámubæjarins Cripple Creek, sem fr hér yfir fjöllin. eigin bíl þangað sem hann fýsir að dveljast í sumarleyfinu. Allir geta fundið hótel, sem hæfir pyngjunni og það var ekki vandséð, að mótelin svonefndu, mundu vin- sælust í þessum kunna ferðamanna- bæ. Þau eru þar hundruðum sam- an og skrautleg skiltin á framhlið-^ um þeirra gera sitt til þess, að Colorado Springs er einmuna lit- ríkur bær. Ástæðan fyrir vinsæld- um mótelanna er meðal annars sú, að menn fá þar pláss fyrir bilinn, ódýra gistingu og jafnvel aðstöðu til matseldunar. Það er ósjálfráð árátta að bera útlit og skipulag Reykjavíkur sam- an við útlendar borgir af svipaðri stærð. Þegar Colorado Springs er annars vegar, verður sá saman- burður óhagstæður fyrir okkar á- gætu höfuðborg, einkum þó þar sem að skipulagningu lýtur. Svo er að sjá, að landþrengsli séu ekki meginvandamál hjá þeim eins ogt virðist vera hjá okkur. íbúðarhús voru þar trauðla til hærri en ein hæð og mun rýmra milli þeirra en nýju sambygginganna i Reykjavik. Við hljótum að hafa miklu for- sjárra bæjarstjórnaríhald hérna megin, sem lætur ekki borgina sleppa úr höndum sér út um nær- liggjandi sveitir. HJÁ GÓÐU FÓLKI Ég átti þess kost að koma á tvö heimili i þessari borg. Annað þeirra var hjá forstjóra hinnar kunnu keðjuverzlunar Sears & Robuck, þar í borginni. Það var einstaklega víðsýnn og vel mennt- aður maður eins og flestir menn i háum stöðum, sem við hittum í þessari ferð. Hann bjó i fremur gömlu húsi og við mundum kalla, að hann byggi fátæklega af manni í hárri stöðu að vera. Húsgögnin voru gömul en vel með farin og heimilið sérstaklega hreinlegt. Ekki sá ég þar eitt einasta málverk, en nokkrar útlendar eftirprentanir prýddu þar veggi ásamt fjölskyldu- myndum, aðallega af syninum, sem var sagður góður stríðsniaður og stundaði nám i skóla flughersins þarna i borginni. Hitt heimilið, sem við komum á, var hjá þekktum höfundi, sem skrifar „Science fiction,“visinda- legar skáldsögur, sem flestar ger- ast síðar meir, þegar menn hafa náð miklu meira valdi á tækninni en nú er. Ein slík saga birtist ný- lega í Vikunni og fjallaði um mann, sem átti farkost svo hraðskreiðan, að hann komst á honum hraðar en timinn. Gerði hann sér ferð aftur í fortiðina til þess að hitta afa sinn og láta hann vita um góð tækifæri — sem mundu væntanlega koma erfingjum hans til góða. Þau mis- tök urðu hinsvegar, að maðurinn myrti afa sinn og útrýmdi þar með sjálfum sér. Það eru einmitt sögur af þvi tagi, sem þessi höf- undur hefur spreytt sig á og hlotið það sem mörgum finnst eftirsóknar- verðast jarðneskra hluta: Frægð og gnægðir gulls. Hús lians bar volt um traustan efnahag. Það var eins og „klippt“ lit úr amcríski: blaði um arkitekt- úr: Fágaðar viðarinnréttingar og grófir bitar á víxl, grjóthleðslur og lieilir útveggir úr gleri. Þau hjón reyndust vera aðlaðandi og skemmtileg, höfðu bæði ferðast all- mikið og lagt á það kapp að læra útlend tungumál. Frúin var til dæmis nýlega búin að læra rúss- nesku. Rithöfundurinn reyndi ekki að vera „intelligent" og lét allar skáldlegar athugasemdir lönd og leið en veitti af gjöfulli rausn. Þar voru saman komin lijón úr ná- grenninu, og skyldist okkur að allir þekktust persónulega í næsta ná- grenni. Rithöfundurinn talaði um ung lijón, sem voru nýkomin í hverfið, aðflutt úr annari borg. Hann sagðist eklci hafa kynnst þeim ennþá, en bætti þvi við, að það mætti nú ekki dragast öllu lengur. ÞANNIG ERU ÞEIR SUMIR í borginni Colorado Springs bjuggum við íslenzku blaðamenn- irnir á Broadmoor-hóteli, lauslega útlagt Breiðumýrarliótel. Það er frægt fyrir lúxus um öll Banda- rikin og gista þar vart aðrir en þeir, sem hafa slatta i buddunni. Ég get ekki stillt mig um að segja frá eigandanum, herra Penrose, vegna jaess að hann féll nokkurn veginn inn í jiað mynstur, sem búið liefur verið til fyrir ríka Amer- ikumenn í Evrópu. Það vildi svo til, að leiðsögumaður okkar var skólabróðir hans frá gamalli tið og varð það til þess, að við náðum tali af honum og hann sýndi okkur skrifstofu sína og ýmislegt annað, sem fróðlegt var að sjá. Það var að sjálfsögðu keppikefli hans að gera liótelið sem bezt úr garði og honum fannst að það yrði bezt gert með því að kaupa afgamla muni frá Evrópu og helzt frá Frakklandi. Allt franskt var í lians augum fínt. Hann fór með okkur niður í kjallara og sýndi okkur bunka af gömlum málverkum, sem hann hafði keypt i Frakklandi. Hann kannaðist þó ekkert við höf- undana og lét sér það í léttu rúmi liggja. Hann sýndi okkur lika for- Ijóta Ijósakrónu, sem hann hafði lceypt í Paris og Napóleon hafði átt — eða svo höfðu franskir prangarar sagt honum. Allt þetta dót ætlaði hann að setja upp i nýrri álmu og dollarafólkið mundi þyrp- ast víðsvegar að og dáðst að því, hve hótelið væri franskt og fínt. Sjálfur minnti herra Penrose meira á leigubíistjóra en forstjóra stór- fyrirtækis, en duglegur var hann tví- mælalaust; kominn á fætur og byrjaður að vinna kl. 7 að morgni. ÞAR SEM GULLIÐ GLÓÐI Dag einn var okkur islenzku Framhald á bls. 26. VIKAM 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.