Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 21
Hvað er að vinurV
I>ú erl svo
sorgmæddur.
svelti herra. AIH sem
ég á, eru nokkur
hundruð dagsláttur lands
get ekki selt það.
er ekki svo? Það má gera heilmikið á Þeim tíma.
Ég skal fara og spjalla aftur við Forsæt á morg-
un.
— Hvaða maður er nú þessi Forsæt? spurði
Mikki. Kitty setti upp undrunarsvip.
—■ Það er rauðhærði ungi maðurinn rösklegi á
ferðaskrifstofunni. Ég gaf honum gott ráð við
kuldabólgunni i höndunum, svo að ég er viss um,
að hann gerir það, sem hann getur, til að hjálpa
okkur. Kitty fannst alveg sjáJfsagt, að greiða
skyldi með greiða launa.
— Ekki á hann hægt með að útvega fjórar
kojur til Ríó, ef allt er upppantað, nöldraði Mikki.
En móðir hans lét ekki slá sig út af laginu.
— Ég ætla að fara niður eftir i fyrramálið og
spyrja hann að minnsta kosti, hvernig honum
liði af kuldabólgunni. ^
Og það gerði hún. . . .Þegar hún kom aftur,
hafði hún Þær fréttir að færa, að einhver hefði
sagt upp klefa með þremur kojum á Suðurstjörn-
unni þá um daginn. — Og auðvitað lét Denis mig
fá hann.
— Denis? endurtóku Þrjár raddir i einum kór.
— Hann Denis Forsæt, sagði Kitty án þess að
láta neitt á sig fá. — Eg vissi, að hann mundi
hjálpa mér, ef ég segði honum, hvernig í öllu lægi.
Hann var líka svo hjálplegur og svo þakklátur
fyrir ráðið við kuldabólgunni. Hann sagði, að allt
s’itt fólk ætti vanda til að fá kuldabólgu . . . Of-
mikið kalk . . . eða of lítið. Ég man ekki, hvort
heldur er. Það var dálítið erfitt að útvega koju
handa Mikka líka, en það tókst þó að lokum.
Systkinin störðu á hana efablandin.
—■ Koju handa Mikka lika? mælti Lisa annars
hugar, þegar móðir hennar lagði á borðið fjóra
farmiða með Suðurstjörnunni.
— Já. Þetta var, sko, bara klefi með þremur
kojum. En svo útskýrði ég það fyrir honum, að
okkur kæmi ekki að neinu haldi að fá þrjár kojur
og þess vegna yrði hann að hafa einhver ráð með
að bjarga Mikka. Já, ég á bara við það, hélt Kitty
áfram í uppfræðslutón, að það er deginum ljósara,
að einhvers staðar varð að finna stað, þar sem
hægt væri að koma fyrir ferðabedda I fáeinar
nætur, og Það sagði ég honum.
Hann var dálítið á báðum áttum í byrjun, en
þegar ég sagðist ætla að fara og tala við skip-
stjórann sjálfan, fór hann i simann og talaði þar
við einhvern.
Orð hennar vöktu skellihlátur hjá hinum.
— Ég furða mig ekki á því, sagði Lisa og
þrýsti mömmu sinni að sér. — Þú getur fundið
upp á ótrúlegustu hlutum. Og hvað gerði hann
svo?
— Hvernig ætti ég að vita það? svaraði Kitty
hin rólegasta. — Hið eina, sem ég veit, er, að ég
fékk farseðla handa okkur öllum . . . og að við
leggjum upp eftir hálfan mánuð.
KOMAN TIL RlÓ.
ETTA voru ekki rólegir dagar. Þegar hugur
Lísu hvarflaði til þessa tíma síðar meir,
fannst henni sem allt hefði verið eitt einasta
uppnám og fjas. Þau keyptu það, sem þau þörfn-
uðust, komu öllu í lag viðkomandi gengi, vega-
bréfsáritunum og ferðaföggum, kvöddu kunn-
ingja og komu öllu fyrir. Og alltaf fannst þeim
vofa yfir sér að verða of sein. Og jafnvel þótt
þau næðu skipinu fyrir eitthvert kraftaverk,
hlaut að minnsta kosti helmingur af farangri
þeirra að verða eftir heima á Kirkjustígnum.
Það kom í ljós, að ótti hennar var ástæðulaus.
Reyndar var með naumindum, að þau næðu lest-
inni niður að skipinu, en þau náðu henni þó. Og
það var ekki fyrr en lestin rann út af stöðinni,
sem hún gerði sér fyllilega ljóst, að þau voru á
leið til framandi lands.
Nú gafst henni fyrst tóm til að l'eiða hugann
að því fólki, sem þau voru að yfirgefa. Bella fylgdi
þeim á stöðina, og Mikki hékk út úr glugganum
og veifaði lengi til hennar. Adda hafði hún hitt
á götu fyrir tveimur dögum. Hann hafði óskað
honni góðrar ferðar. Svo bætti hann við: — Ef
Marínu skyldi snúast hugur, þá hefur hún heim-
ilisfang mitt. . . Svo var Pétur. Hún hafði ekki
séð hann, síðan hún sagði upp hjá fyrirtækinu..
Það var nærri mánuður síðan. . . Þó hafði hún
hálfvegis vonað það. Og nú, eftir fjórar vikur
fullar af erfiði, var hún svo uppgefin, að hennt
fannst hún stjörf og dofin.
Nú sat hún og horfði á regnið renna í taumurn
niður rykuga klefagluggana og fann hvorki til
saknaðar að hverfa frá Lundúnum né tilhlökkun-
ar til þess, sem I vændum var. Gleðin og heim-
þráin, — hvort tveggja mundi gera vart við sig
síðar meir. Hið eina, sem var einhvers virði á
þessari stundu, var það, aÖ þau höfðu náö lest--
inni til Tilbury, þar sem Suðurstjarnan lá og beiö
þeirra.
Tveimur stundum síðar stóðu þau á þilfari
Suðurstjörnunnar og sáu strönd Englands hverfa
í fjarska.
— Einhvern tíma komum við nú aftur, mælti
Lísa. Hún fann til einkennilegra andþrengsla aft-
ur í hálsinum.
Mikki lagði handlegginn um herðar henni og
sagði: — Auðvitað gerum við það. — En fyrst er
þó að heilsa upp á Rió.
— Ég fæ mig varla til að trúa Því, að við sé-
um komin af stað, sagði Marín, um leið og hún
sveipaði þykkri tveedkápunni þéttar að sér. — Það
er furðulegt, að eftir hálfan mánuð skuli maður
fara að ganga í sumarkjólum og stynja af hita
í sólskininu.
— En fyrst og fremst getum við hlakkað til sjó-
ferðarinnar, anzaði Kitty undurglöð. — Þetta er
bara talsvert mikið skip og þjónarnir svo liprir og
viðfelldnir. Þetta er alveg eins og að búa á úr-
valshóteli. Annars segir þernan, að við þurfum
ekki að skipta um föt til miðdegisverðar; fyrr en
við erum komin fram hjá Teneriffa. Það var
snefill af vonbrigðahreim i rödd hennar, um leið
og hún lauk við setninguna.
— Hvers vegna ekki? spurði Marín.
—- Hvernig á ég að vita Það? Ég segi bara eins
og þernan sagði. Annars er hún indælasta stúlka.
Hún á heima í Streatham, þegar hún er ekki á
sjónum, og hún hefur farið fimmtíu og sex sinn-
um yfir Atlantshafið, . . . eða var það annars
sextíu og fimm sinnum? Hún var að segja mér
frá frænku, sem hún á. . .
En hvað það var líkt móður þeirra að vera
u tdireins búin að láta þernuna segja sér ævi-
sógu sína, hugsaði Lísa og brosti við. Hún gat
aldrei setið sig úr færi að spjalla við fólk.
Og ekki voru þau komin suður á móts við
Portúgal, þegar annar hver farþegi kunni alla
söguna um heppni Terens frænda í hótelrekstr-
inum, hörmulegan og bráðan bana hans og hvernig
systir hans og börn hennar hefðu erft allar eigur
hans.
Þegar Mikki reyndi að þagga niður i henni,
svaraði hún bara: — Þetta er svo ágæt auglýsing,
Mikki. Því fleiri sem frétta um Monte Paraiso,
Framhald á næstu blaðsiðu.
vikan: 21