Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 35
Flótti í hlekkjum.
Framhald af bls. 13.
pilturinn byssunni og skaut. Jackson greip um
öxlina, og hönd hans varð blóðug. En hann hljóp
út í mýrina — sömu leið og svertinginn hafði far-
ið.
Einni stundu síðar kom Muller lögreglustjóri
að þessum afskekkta bóndabæ. Hann horfði tor-
trygginn á ljóshærðu konuna. Blóðhundarnir kiór-
uðu í hliðið. „Jæja,“ sagði hann, „mennirnir hafa
þá ekki tekið neitt með sér.“ Konan horfði fram
hjá honum. Það var eins og hún horfði á eitthvað
i fjarlægð. „Ekkert, sem varðar fangelsi,“ sagði
hún.
,,C-u-l-l-e-n“ kallaði Jackson og dróst eftir mýr-
inni.
Ekkert svar.
Þegar Jackson leit upp, stóð negrinn allt í einu
við hlið hans.
Hann var að reykja sígarettu og horfði kulda-
lega á hann. „Jæja, hvað er nú, Joker?“
„Ef þú ferð þessa leið, Cullen, nærð þú aldrei
lestinni. Þessi skepna sendi þig út í mýrina.“
Cullen horfði vantrúaður á Jackson.
Jackson benti örmagna í áttina, sem Cullen
átti að fara, en hné síðan stynjandi niður. . .
Svertinginn beygði sig niður að honum.
„Gerðu eina tilraun enn, drengur. Sárið er
varla svona slæmt. Við náum í lestina og komumst
norður.“
„Farðu einn,“ veinaði Jackson. Kvalirnar náðu
tökum á honum.
„Nei, Jackson, ég fer aldrei framar án þín,“
sagði negrinn. Jackson brosti. Nú tengdu þá engir
skröltandi hlekkir. En allt i einu bundu þá önn-
ur bönd. . .
Cullen studdi Jackson eftir getu. Þeir voru næst-
um komnir að brautargarðinum, þegar þeir
heyrðu i hundunum í fyrsta sinn. Þeir gátu ekki
verið lengra en nokkur hundruð metra i burtu.
Þá glumdi lestarflautan yfir mýrina.
Með síðustu kröftum herti Jackson sig upp.
Þeir hlupu báðir síðustu metrana að brúnni, sem
lestin fór yfir. Þeir klifruðu upp brekkuna og
hlupu meðfram vögnunum. Culien stökk fyrstur.
Hann fleygði sér flötum á vagninn á fleygiferð.
Jackson hljóp stynjandi samsiðis. Hann var að
missa allan mátt, það fann hann. „Áfram," kall-
aði svertinginn, „hér er hönd mín.“ Hann teygði
sig niður og rétti Jackson höndina. Jackson hljóp
alltaf hægar og hægar. Brátt fór lestin hraðar en
hann gat hlaupið. Enn þá snerti Jackson fingur-
góma Cullens. Angistarsviti rann niður andlit
hans. „Hertu þig, drengur," öskraði Cullen. „Taktu
i mig, drengur."
En Jackson hafði ekki mátt til þess. Þá greip
Cullen báðum höndum um Jaokson og dró hann
áfram. En hann féll niður eins og hann væri
skotinn. 1 fallinu dró hann Cullen niður af þjót-
andi lestinni, — eins og hlekkir tengdu þá . . . .
1 faðmlögum runnu þeir niður brekkuna. Þarna
lágu þeir á rykugum akrinum. Negrinn lagði höf-
uð Jackson í hné sér. Hann kveikti í sígarettu
og stakk henni upp í Jackson. Hundgáin var rétt
hjá þeim. Þessir hundar. . . .
Út úr runnunum kom Muller lögreglustjóri.
Byssan við mjöðmina benti eins og skítugur
fingur á hjarta svertingjans. 1 fjarska glumdi
lestarflautan. Hægt nálgaðist lögreglustjórinn. . .
Þá byrjaði Cullen að syngja.
Hann söng blues, — sama dapurlega sönginn
og hann söng í bílnum, þar sem allt byrjaði, —
þar sem Jackson hafði setið við hlið negranum,
— bundinn við Cullen og sorglegan söng hans
með hlekkjum. . .
Endir.
Saga þessi liefur veriö kvikmynduö, og í aöal-
lilutverkum eru: Sidney Poitier leikur Cullen,
Tony Curtis Jackson, Theodore Bickel Muller
lögreglustjóra, og Cara Williams leikur bónda-
konuna.
Skin og skúrir.
Framhald af bls. 29.
egar þau konni til King’s Langley, stóS
bíll Wegghjónanna þegar fyrir utan veit-
ingahúsið, sem þau höfðu ákveðið að
liittast i. Þau fengu sér öll eitthvað að
drekka og óku svo áfram til Chilterns.
Bíll Wegghjónanna nam staðar við rjóður
í skóginum, þar sem skjól var fyrir vindinum.
Jim og Tessa fóru út og lituðust um i ná-
grenninu, þangað til Gerda hrópaði, að þau
ættu að koma og hjálpa til við matinn.
Þau borðuðu, en sátu svo lengi og töluðu
saman á eftir og hlustuðu á hljómplötur.
Á eftir fengu þau sér langa gönguferð í skóg-
inum. Tessa naut þcssa alls eins og barn.
Gerda var að búa íil te, þegar þau komu
aftur. Gerald rétti Tessu bolla og sagði: Viljið
þið tvö koma með heim i kvöidmat, eða ætiið
])ið frekar að fara út að skemmta ykluir?
Jim leit á Tcssu. Eg var að vona, að þér
vilduð borða kvöldverð einhvers staðar með
mér.
— Það væri indælt, sagði hún, en hætti svo
við. Nú ætla ég að dansa fyrir ykkur í þakk-
lætisskyni fyrir góðan dag. Hún setti Chopin-
plötu á grammófóninn, sparkaði af sér skónum
og byrjaði að dansa.
Þ.egar þessum yndislega dansi var lokið,
hvarf hún hlæjandi inn milli bláklukknanna.
Cimsm^rið 6etur
GEGM HITA
OG KULDA
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyTÍr yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota-
legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lœkjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975.
vikan. 35