Vikan


Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 22
Arfur frá Brasilíu. Framhald af bls. 21. ' ví betra fyrir okkur. Og því gat hann ekki neit- að. A8 fimm dögum liðnum fór að hlýna í veðri. Illýindin jukust með hverjum degi. Það var ljóst, að veturinn var nú að baki. E’inn góðan veðurdag 'dœddust skipstjóri og yfirmer.n hvítum einkenn- 'sbúningum í stað blárra, og sumarleyfisblærinn breiddist yfir skip og farþega til mikilla muna. Allt í einu var England orðið svo óendanlega íjarlægt, en Brasilia lá fyrir stafni eins og lokk- rrndi ævintýr. En það, sem mestu varðaði í bili, var lífið um borð. Á hverju kvöldi festi gjaldkeri skipsins á hurð sína áminningu til farþeganna um að seinka klukkum sinum, stundum um hálfa klukkustund, stundum heila. Og alltaf nálgaðist meginland Ameríku. — Það verður leiðinlegt að kveðja sk'pið, sagði ’fitty síðasta kvöldið, og snöggvast dró skýhnoðra upp á h!nn ho!8a framtíðarhimin hennar. — Ég er búin að læra svo mikið í bridge; og ég vonast til þess, að einhverjir verði á gistihúsinu, sem spila það. — Þú þarft víst ekki að kvíða því, anzaði Lísa. — Nú, annars auglýsum við að bridgedýrk- endur fái vist á hótelinu með niðursettu verði, og þá koma áreiðanlega svo margir sem þú vilt. — Og danskvöld, bætti Marín við. — Við verð- um að hafa föst danskvöld á gistihúsinu. Augu hennar titruðu við tilhugsunina um öll danskvöld- in á skipinu. Þar var dansað uppi á þilfari við undirleik ágætrar hljómsveitar, og allmargir yfir- mannanna höfðu farið með hana upp á stjórn- pall til að sýna henni Suðurkrossinn. Hafi Marin saknað Adda, var það að minnsta kosti ekki á henni að sjá. Lísa hafði aldrei séð hana í jafngóðu skapi — eða svo ljómandi fallega sem nú. — Já, víst hefur verið skemmtilegt, sagði Mikki og varp öndinni. — Ef Bella hefði aðeins verið með, væri ekki um neitt að kvarta. —- Hún kemur bráðum á eftir okkur, anzaði Lísa hlýlega. — Þrír eða fjórir mánuðir eru ekki lengi að líða. — Það mun mér finnast, mælti hann dapurlega. En svo hristi hann af sér drungann og hélt áfram í hressilegum tón: — En það verður nóg að gera þangað til! Ég hlakka sannarlega til að hefja störf í Monte Para- iso. Ég skal sýna Jóni Conway og hinum, að Ter- ens frændi hafi ekki verið eini atorkumaðurinn í ætt sinni. I fyrramálið um þetta leyti verðum við sennilega komin á leiðarenda, sagði Marín í sjö- unda himni. Ég hlakka svo mikið til, að ég ætla að verða veik. ÓVÆNT HJÁLP. RLA morguns daginn eftir lagðist Suður- stjarnan að hafnarbakkanum. Skipið hafði siglt með hálfum hraða gegnum þokubeltið, sem huldi hina fögru höfn borgarinnar. Tremein- fjölskyldan var snemma á fótum, og stóðu þau nú • öll á þiljum uppi. Þau héldu niðri í sér andanum af aðdáun, þegar iðgræn fjöllin risu úr sæ, eftir því sem þokuslæðan eyddist fyrir geislum risandi sólar. Furðulegustu töfratindar komu í ljós til beggja hliða. en milli þeirra Seig Suðurstjarnan hægt og hátíðlega með stefnu á tignarlegan fjallgarð fram undan. Reis þar hver fjallsgnípan af annarri að baki hvítra skýjakljúfa, er greina mátti æ því ljósar sem nær landi kom. — Þessu hefði ég ekki trúað! hrópaði Mikki. En Lísa hallaði sér út að borðstokknum og starði sem bergnumin á hina mikilfenglegu sýn, er birtist hverjum þeim vini og vegfaranda, sem Ríó býður velkominn til hafnar sinnar. — Mournefjöliin heima á Irlandi væru eins og sykurtoppar við hliðina á þessum, mælti Kitty eins og í leiðslu. En svo sneri hún baki við þessari hrífandi útsýn, þó erfitt væri, og að vandamálum líðandi stundar. — Ég skrifaði Conway, að ef hann væri ekki á hafnarbakkanum, færum við beint til Copacabana- gistihússins. Það var hótelið, sem viðfelldni mað- urinn á ferðaskrifstofunni mælti með. . . . — Conway er þar áreiðanlega til að taka á móti okkur, anzaði Mikki kotroskinn. — AuðvitaÖ er hann þar. Eins og við séum ekki hinir nýju húsbændur hans! En hann var þar ekki. Það vottaði ekki fyrir neinum frá Monte Paraiso, þegar Suðurstjarnan lagðist að uppfyllingunni. Og út af því lentu þau í erfiðleikum með að koma hinum fyrirferðarmikla faxangri sínum gegnum tollinn, þar sem þau hipfðu engan, er kunni málið til aðstoðar. Sjálf kunnu þau ekki nema tiu eða tólf orð í portú- gölsku, sem þau höfðu lært á skipinu. En Kitty var vongóð. ■— Tollþjónarnir kunna á- reiðanlega ensku, sagði hún og fylgdist með leið- sögumanni i upplituðum einkennisbúningi 'niður landganginn og inn í tollbúðina ásamt hinum. En þegar þau sáu tollþjóninn, gráhærðan mann og fölgulan, var bert, að henni hafði skjátlazt. Hann rótaði í öllum ferðatöskum þeirra, niður á botn, af himinhrópandi nákvæmni, og þau máttu horfa upp á það í þögulli örvilnan, að hann dreifði öllum þeirra dýrmætu eigum út um rykug rann- sóknarborðin. — Þessi fatnaður, — tudo novo, — allt saman nýtt, hrópaði tollþjónninn í ásökunarrómi. Kitty skeytti því engu, þótt Lísa tæki þéttingsfast I handlegg henni, en gekk fram fyrir skjöldu með öllum sínum írska skaphita. —■ Já, auðvitað er það nýtt, eða hvers vegna skyldi það ekki vera, ef ég má spyrja? Menn ganga i skinnkápum og regnfrökkum í Englandi á þessum tíma árs, — og hvað hefðum við með slíka hluti að gera hér, þar sem sólin varpar brennandi geislum sínum beint niður í kollinn á manni, svo að nærri liggur, að augnabrúnirnar sviðni? Og — hvað eruö þér að gera við náttkjól- inn minn? Rödd Kittyjar kvað nú svo hátt við, að fólk var farið að líta forvitnislega til hennar. —- En, mamrna, góða, mælti Lísa I ásökunar- rómi, hún var orðin eldrauð í framan. Kitty hlustaði ekki á hana. — Þessi náttkjóll kostaði nærri hundrað krónur, og ég er ekki far- in að koma í hann enn þá. Nei/Lísa, ég ætla mér ekki að þegja. Og Þér þarna, — hvað þér heitiö, — þér snertið hann ekki. — Novo! Novissimo! Alveg splunkunýtt! hróp- aði tollþjónninn sigri hrósandi og sópaði öllu, skóm, kjólum og nælonundirfatnaði, saman I eina hrúgu. — Absolutamente novos! Þér borga háan toll — eða hvað? — Nei, svaraði Kitty ákveðin, og lét sig engu skipta, þótt forvitnir áhorfendur væru teknir að hópast um þau. — Mikki, — Lísa, — komið þess- um bjána 1 skilning um, hvað ég á við. Getið þi8 þa8 ekki? Framhald á bls. 28. Sjáöu. Er betta - fljúpandi < \ strútur. s* Horföu ekki Hvona á ---: mití. Mér bykir ejnr í j l vond. GóÖa ferö MoRasketorur. \9o r? 22 MKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.