Vikan


Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 20.07.1961, Blaðsíða 26
Hmlugl...... og smckklcgt: Hvítir sloppar fyrir verzl- unarfólk og starfslið sjúkrahúsa. Bómullarskyrtur fyrir íþrótta- og ferðafólk, mansjettskyrtur. Vasaklútar kvenna og karla úr maco- og bóm- ullarefnum, auk þess tyrknesk handklæði. Mislit kjólaefni. Framboð vefnaðarvara frá verksmiðjum þýzka Al- þýðulýðveldisins er furðu fjölskrúðugt. Þér ættuð að sjá með eigin augum hve úrval okkar er mikið. Útfiytjendur: DEUTSCHEH INNEN — UND AUSSENHANDEL TEXTIL BERLIN W 8 - BEHRENSTRASSE 46 jf OBUTS.CHE DEMOCRATjl.SICHE REPU|BUK ýf 5 Vestan yið sléttuna. Framhald af bls. 19. blaðamönnunum boöiö í fcröalag vestur í Klettafjöllin til gullnámu- bæjarins Qrippíe Creek og það var frekar merkilegur kapítuli í þess- ari ferö. Leiðin lá í fyrstu upp brattar brekkur og farartækið var liarla algengur rúlubill. Þar uppi í fjöllunum var land mjög skógi vaxið og vegurinn hlykkjaðist eft- ir giljum og utan i bröttum hlíð- um. Snjómugga var i loftinu og eftir þvi sem ofar dró gerðist hún áleilnari; jörð var a|hvít utan skógarins, Þessi gullnámuliær á sér merki- lega sögu. Á öldinni sem leið fannst þar allmikið gull og ævintýramenn jjyrptust vestur í fjöllin i von um skjóttekinn auð. Þá voru aðferðir við gullvinnslu heldur frumstæðar, en það bætti úr, að auðvelt var 26 UMH að vinna gullið móti því sem nú er. íbúatala bæjarins komst upp í 50 þúsund á þessum grózkuárum og þá var lif í tuskunum, sagði rauðskeggjaði leiðsögumaðurinn, sem fylgdi okkur þangað og brá fyrir glampa í augu hans. Nú er Cripple Creek draugabær, skuggi af sjálfum sér, sagði hann. eftir þvi sem við komumst næst mundu 5 þúsund manns hafast þar við enn, en þeim fer fækkandi með hverju ári; gullnámurnar eru þrotn- ar eða sandurinn svo blandinn að mikinn vélakost þarf til að sigta gullið úr. Upp um fjallshliðarnar er öllu umrótað og greiiiilegt, að leitað liefur verið á stóru svæði, næstum holu við lioiu. Við komum i eina geysistóra gullnámu skammt frá draugabænum og þótti mönnum það heldur óskemmtilegt. Það virt- ist vera mjög venjulegur sandur, sem settar var í geysistór ker og skolaður í rauðan dauðann, þar til gullduftið sat eftir. Þetta var raunar fremur verksmiðja en náma, byggð utan í brattri hlíð og ger- samlega laus við gullgrafararóman- tík. HLUTDEILD f FYRIR- HEITNA LANDINU. Lengra vestur í fjöllunum er Utharíki, þar sem Mormónar sett- ust að á seinni helmingi aldar- innar sem leið. Þar fundu þeir fyrirheitna landið og settust að eftir ferðalag austan yfir landið, sem okkur í dag finnst gersamlega óskiljanlegt. Þá voru allar ár ó- brúaðar, herskáir indíánaflokkar réðust að þeim og siðasti áfanginn var yfir þessi hrikalegu fjöll. Fyrir hina fyrstu var þetta ferðalag ná- lega út í bláinn; þeir töldu sig að vísu hafa guðlegt fyrirheit um dýrðlegan samastað einhversstaðar langt í vestri Þegar fyrsti hópur- inn stóð á brún Saltsjávardals eft- ir óralanga hörmungaferð austan úr landi, sagði leiðtogi þeirra, Bringham Young: „Hér er staður- inn.“ Þar með var málið afgreitt á einfaldan og afgerandi máta. Mormónar settust að í dalnum með allar konurnar sínar, ræktuðu jörð- ina, byggðu Saltsjávarborg og reyndust hinir nýtustu menn. Nokkrir íslendingar lögðu leið sína í fótspor þessara frumherja til að öðlast hlutdeild í fyrirheitna landinu og blanda geði við trú- bræður. Nú lifir aðeins minningin um þessa gengnu landa og mest er það fyrir verk Eiríks frá Brúnum. Mér- kemur í hug, að þeim hefði þótt gott að fara malbikaðan veg- inn sem við þræðum ofan úr bröttum fjöllunum á leiðinni til Colorado Springs. Svo er þessi fallegi blettur vestan við sléttuna að baki. Þegar vélin klifrar í austurátt verður borgin eins og örsmár ljós blettur undir vegg fjallanna. Framundan er slétt- an með þráðbeinum vegum, sem leysast sundur og hverfa í musk- una. Þá um leið er allt óraunveru- legt nema augnablikið sjálft, vélin sem ber okkur áfram, ganghljóð- ið í hreiflunum og sólskinið, sem flæðir inn um gluggana. Ferða- mannabærinn, bjarti og hreini, við rætur fjallanna er ekki lengur á- þreifanleg staðreynd, heldur ein- ungis mynd i huganura, sem til- he^yrir liðinni tíð. GS. Dulrænn lækningamáttur. Framhald af bls. 11. þær ekki. Ég fór nefnilega til R. — ég vona, að þér séuð ekki á móti slíku, — og hún gaf mér góðar von- ir og lofaði að reyna að fá sinn lækni til þess að koma til drengsins, lækninn sko, sem hún hefur sam- band við.“ LÆKNINGAMIÐSTÖÐ TVEGGJA HEIMA. Töfralæknir nútímans á i vök að verjast fyrir rannsærri þekkingu og vaxandi gagnrýni. Hann ber lifandi vott um það misgengi menningar- þróunarinnar, að háþróuð vísindi og frumstæð kynjatrú vaxa i sama þjóðfélagi, svo að sjúklingur leitar töfralæknis samtímis þvi sem sjúk- dómur hans er greindur með rönt- genmyndum og hjartalinuritum. Á hinn bóginn hefur töfralæknirinn þægilega aðstöðu. Hann situr á mörkum tveggja heima. Sjúkling- arnir eru sýnilegar jarðarverur, en læknarnir, sem leggja undramátt- inn til, eiga að koma frá ósýnileg- um dularheimi. Kannski eru það huldulæknar úr nálægum hólum og klettum, kannski eru það andar af öðrum tilverustigum. Þeir eru yfir- náttúrulegir í öllu atferli sinu: hafn- ir yfir rúm og tima, ganga um læst- ar dyr og heila veggi sem opið væri, vitja hinna sjúku oftast i skjóli næt- urinnar og framkvæma lækningarn- ar viðstöðulaust i einum svip með snertingu eða handaálagningu. Sjúklingurinn fær sjaldnast greint, hvort fyrirbærið var raunverulegt, draumur eða skynvilla. Bein viðskipti við dulheimslæknir- inn eiga sér ekki stað. Allt gengur yfir lækningamiðstöðina, þar sem töfralæknirinn situr og gefur sam- band. Einstöku sinnum geislar hinn læknandi máttur þó beint i gegnum hann sjálfan. Á sama hátt ráðfærir hann sig við dulheimsverur sínar, ef ættingjar ákærðs manns biðja hann að skera úr um sök og sak- leysi. Ég veit dæmi þess, að sak- leysið hefur legið opið fyrir öndun- uta, þó að það væri hulið manna sjónum. ,a Þessi lykilaðstaða töfralæknisins styrkir mjög þá hjátrú, sem honum er nauðsynleg, svo að starf hans beri ávöxt. Sjálfur er hann aðeins áð hálfu leyti jarðneskur. Helftin af eðli hans telst til hins dulræna héims, sem hann er lykill að. Þess vegna beinir hann að sér hinni frúmstæðu töfratrú, sem er sam- þætt vitrænni menningu allra tíma. Það er eins og maðurinn þreytist á hínni köldu, greinandi og reiknandi skynsemi og finni fróun í því að treysta á dulræna töfra og lækning- armátt ókunnra afla. Lubitil Sputnik 770.00 Kr. Búðarverð Heildsölubirgðir Eiríhor Ketilsson Garðarstræti 2. i /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.