Vikan


Vikan - 01.02.1962, Qupperneq 15

Vikan - 01.02.1962, Qupperneq 15
hann sig um stund, og alltaf í sama stól, sem hann hafði sérstakt dálæti á. Raunar voru heir fjórir, þessir dálætisstólar hans, hver á sin- um staö -— einn bólstraður stóll i setustofunni, bólstraði leðurdregni stóllinn hans í skrifstofunni uppi á loftinu, hálfbólstraður hægindastóll i bókasafnsherberginu og loks bambus- stóllinn hans úti á svölunum. Og loks var það einskonar helgiathöfn, sem Clark lét aldrei undir höfuð leggjast, og sem við höfðum bæði gaman af, og var i því fólgin að hann kveikti í tveim sígarettum og stakk annarri þeirra milli vara mér. Börnin voru alltaf látin borða áður en við settumst að kvöldverði; aftur á móti sátum við oft hjá þeim á með- an þau neyttu matar síns. Þau borð- uðu venjulega við lítil skólaborð, sem við Clark rákumst á í fornmunaverzl- un. Sjálf settumst við að kvöldverði stundvislega klukkan sjö, venjulega í horni stóru borðstofunnar, sem bú- ið hafði verið húsgögnum þannig, að sem bezt færi um okkur þegar við sátum tvö ein til borðs. Annars borðuðum við líka oft í bókasafninu, af lausum bökkum, eða við sátum með þá við arininn í setustofunni, jafnvel úti á veröndinni. Semsagt — okkur var ekki markaður kvöldverðarbás, heldur fór þetta eftir veðrinu og því, hvað okkur hentaði bezt í það og það skiptið. Kvöldmatur okkar var venjulega mjög fábrotinn, en ég gætti þess allt- af vandlega að hann væri skemmti- lega framreiddur. Venjulega snædd- um við eitthvert kjötmeti, ásamt grænu salati, og svo ávexti í eftirmat, beint af okkar eigin trjám, ef svo mætti að orði komast. Clark var sannarlega ekki mat- vandur maður. Það eina, sem hann krafðist, var að maturinn væri hrein- lega tilreiddur og snyrtilega fram borinn — og að hann væri sem ein- faldastur og fábrotnastur; sósur, krydd og annað þessháttar, vildi hann ekki sjá. Te var dálætisdrykkur hans. En það var eitt í sambandi við mat- inn, sem hann gerði strangar kröfur til — að hann væri framreiddur á nákvæmlega fastsettum tíma — há- degisverðurinn á mínútunni klukkan tólf, en ekki stundarfjórðungi eða hálftíma síðar. Og kvöldverðurinn var alltaf framreiddur klukkan sjö. Bezti matur hans var mjúk og safa- rík steik og geri ég ráð fyrir að það sé flestum karlmönnum sameigin- legt. Kartöflumauk þótti honum allt- af ákaflega freistandi. Að sjálfsögðu kunnum við líka bæði vel að meta reglulegan hátíðarmat endrum og eins. En þó held ég að honum hafi þótt einn matur betri en nokkur annar, enda þótt hann, vegna hæ- versku sinnar og tillitssemi, neytti hans ekki nema þegar við vorum úti við, í veiðiferðum til dæmis. Það voru sneiðar af heimabökuðu brauði með þykkum hvítlaukssneiðum á milli, og ég mundi alltaf eftir að láta þær í nestistöskuna. Ég er viss um að frægustu matsöluhús í heimi hefðu ekki getað framreitt þann mat, sem honum þótti betri. Á stundum kölluðum við börnin upp í bókasafnið eftir kvöldverð og bökuðum þar poppkorn handa þeim og okkur — og ekki síður handa okk- ur en þeim, það verð ég að viður- kenna. Clark hafði líka dálæti á ýmsu gamaldags sælgæti, og sá um að það væri ævinlega við höndina. Ég lét það í glerbrúsa, svipaða þeim, sem notaðir eru í lyfjabúðum, og kom þeim fyrir á ýmsum stöðum í híbýl- unum, þar sem hann gat gengið að þeim. Og inni í sjálfu svefnherberg- inu lét ég alltaf standa stóra skál, fulla af nýjum ávöxtum. Um það leyti sem við giftumst átti Clark mikið safn af byssum, veiði- hnífum og öðrum vopnum, sem héngu á bak við gler á einum veggnum í bókasafni hans. Hann var ákaflega stoltur af þessu merkilega safni, enda gat þar að líta marga verðmæta forn- gripi. En Clark áleit að það mundi ekki hafa holl uppeldisáhrif á börn- in, að hafa þetta vopnasafn fyrir augunum dags daglega, og þótt það væri stolt hans, lokaði hann það niðri, en lét trésmið gera bókahillur á vegg- inn. Aldrei minntist hann á það, fyrr eða síðar, að honum þætti fyrir því að hafa lokað vopnasafnið niðri; það kann að hafa verið ímyndun mín, en mér fannst votta fyrir daufu sakn- aðarbrosi á andliti hans, þegar smið- urinn tók til við breytingarnar. Hann var ekki heldur lengi að fylla bókahillurnar nýju, enda voru allar hillur, sem fyrir voru, þegar yfirfullar. Ég hef aldrei kynnzt manni, sem las önnur eins feikn. Venjulega las hann að minnsta kosti bók á dag, og hann var þar ekki við eina fjölina felldur. Hann átti heild- arútgáfu af verkum Shakespeares, og bókin bar það með sér, að hún hafði ekki alltaf verið hilluprýði eingöngu, og hann las allar þær ævisögur, sem hann komst yfir — einnig öll sagn- fræðirit, varðandi atburði á seinni öldum. Ég man til dæmis hversu mik- ið honum þótti koma til endurminn- inga Churchills. Þá las hann alltaf helztu morgun- og kvöldblöðin, og mörg helztu viku- og mánaðarritin — „The New-Yorker“, ,,Harper‘s“ og „The Atlantic". Clark átti eina af þessum stóru og dýru Webster-orðabókum; hún lá jafnan á skrifborði hans og hann not- aði hana mikið. „Ég hef yndi af að auka orðaforða minn og vita upp- runa orða,“ sagði hann einu sinni. Hann hvatti Bunker líka mjög til sjálfnáms á þessu sviði. Það var eitt sinn að Bunker spurði hann hvað sér- stakt orð þýddi. „Hvers vegna gæt- irðu ekki að þvi i'orðabókinni?" spurði Clark. „Það er meiri fyrirhöfn, og svo veit ég ekki almennilega hvernig ég á að finna það,“ svaraði drengurinn. Clark var vingjarnlegur, en ákveð- inn og alvarlegur, þegar hann svar- aði: „Láttu mig aldrei heyra þig segja það, sonur sæil, að það sé of mikil fyrirhöfn að læra eitthvað. Komdu upp með mér; nú skal ég sýna þér hvernig þú átt að finna orð- ið í orðabókinni. Og ég skal lika sýna þér, að þetta er nám, sem þú getur haft mikið yndi af.“ Clark var stoltur af stjúpbörnum sínum, og dró ekki neina dul á það við vini sína. „Móðir þeirra hefur alið þau dásamlega upp,“ sagði hann. „Það er fyrst og fremst henni að þakka, hve vel þau eru siðuð.“ En sjálf vissi ég það bezt, að það var ekki síður hyggilegum uppeldisað- ferðum hans að þakka. Á milli hans og Bunkers hafði þegar tekizt stað- góð vinátta, eins og hún getur orðið bezt með föður og syni. En hann var ekki siður í nánum tengslum við Jó- hönnu litlu. Satt bezt að segja held ég að hann hafi á stundum skilið hana betur og kunnað betri tök á henni en ég sjálf. Þegar hún leit inn í svefn- herbergið til okkar á morgnana, var hún enn innilegri við hann en mig „Góðan dag, elsku stjúpfaðir," sagði hún og kyssti hann á vangann. Og MSÍÍ SS þegar hún fór út aftur, nam hún alltaf staðar sem snöggvast á þrösk- uldinum, leit um öxl og brosti sínu töfraljúfasta brosi til hans, sem gladdi hann óumræðilega. En eitt var það atriði, sem Clark gerði þeim báðum alltaf ljóst. A8 hann ynni þeim mjög, sem stjúpfað- Framhald á bls. 42. Clark skoðar einkunnarbækur stjúp- barna sinna og brýnir fyrir þeim að stunda skólanámið af kappi. Clark Gable og stjúpsonur hans koma heim af fuglaveiðum með góð- an feng. 'Á; !; ■ ul Sm : . j&WIMk ;j;!H f ' * < mt rii ■ . s iHs wSwi VlhLAN 16

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.