Vikan


Vikan - 01.02.1962, Síða 27

Vikan - 01.02.1962, Síða 27
upphaf síldveiSa, segir Sigurður SumarliSason, þá. vildi ég koma fram smá leiðréttingu. Svo er mál með vexti, að Matthías Þórðarson segir í Sildarsögu sinni, að togararnir Atlas og Albatros, sem voru eign Falks, konsúls í Stavanger, hafi ver- ið fyrstu skipin, sem veiddu síld i snyrpinót. Það var 1904. Þetta er rétt. Ég man vel, þegar Albatros kom til Akureyrar með fyrstu síld- ina, sem þannig veiddist, um 250 tunnur. Skipstjóri var Mannes. Albatros lagðist við Innri-hafnar- bryggjuna og var síldin söltuð á Þórsnesi á iöndunarsöltunarstöð Magnúsar Kristjánssonar, kaup- manns. Var þetta um miðjan júlí. Matthías Þórðarson segir enn- fremur í sildarsögu sinni, að Ágúst Flygering kaupmaður í Hafnarfirði sé fyrstur innlendra manna, sem rak sildveiðar í snyrpinót, 1905, á gufuskipinu Leslie. Þess er hins vegar ekki getið, að fleiri skip en Leslie ganga á síldveiðar með snyrpinót þetta sumar, eða 1905. Því var ég þó sjónarvottur að. Árið 1905 keyptu bræðurnir Þór- arinn og Otto Tulinius Súluna af Iíonráð Hjálmarssyni, kaupmanni i Mjóafirði. Gerðu þeir hana út á síld- veiðar þetta sumar með herpinót. Fyrsti skipstjóri á Súlunni á þess- um herpinótarveiðum var Norðmað- urinn Viland. Var hann veiðifor- maður, eða nótábassi líka, eins og það var þá kallað. Stýrði hann Súl- unni i sex sumur, — á herpinót, eða frá 1905 til 1910 að báðum sumrum meðtöldum. 23. Það er af kútter Familien að segja, að um haustið, siðast i september, sigldi ég henni til Reykjavíkur og ætlaði mér að fara með hana á þorskveiðar á handfæri við Suður- land. Úr þvi varð þó ekki, vegna getuleysis. Varð það úr að ég lagði skipinu nauðugur við múrningar og lá það þar til vors. Ég aftur á móti réði mig sem háseta til Björns Hall- dórssonar á Gretu og þar var ég yfir vertiðina. Þegar vorið kom, fór ég með kútt- er Familien norður og gerði hana út á reknet sumarið það, eða 1904. Sama árið keypti Ásgeir Pétursson, kaupmaður á Akureyri helminginn i Familien af Þorvaldi. Var skipið gert út á þorskveiðar um veturinn og vorið. Var Oddur Sigurðsson, frá Hrisey skipstjóri á henni yfir vetr- arvertiðina. Ég varð aftur á móti háseti hjá Ásgrimi Guðmundssyni, skipstjóra á kútter Sarnson, sem Ásg. Pétursson átti. Gerði hann hana út á þessa vertíð. Um vorið fór ég skipstjóri á Familien, og gekk hún á handfæri áfram um vorið, en á sild um sumarið með reknet og var ég með hana. Ég seldi Ásgeiri minn hlut í Familien í árs.nk 1904. 24. Það ber til tíðinda veturinn 1905 —1906, að ég gerist opvarter á Hótel Akureyri hjá Vigfúsi Sigfússyni, vert, eins og það var þá kallað. Vig- fús hafði verið kaupmaður á Vopna- firði áður en hann fluttist til Akur- eyrar. Á þessu timabili sem ég var á hótelinu, skeði fátt markvert, nema um það leyti kynntist ég konu minni, Guðrúnu Pétursdóttur. Giftum við okkur haustið eftir, 1908, 19. okt. Það var daglegur starfi minn á hótelinu að selja gestunum ýmsar tegundir af vini í smáskömmtum, í staupum, bera þeim kaffi og aðrar veitingar. Var afþiljaður fyrir mig smá kimi í einu horni veitingasalar- ins. í þessum kima var þiljaður af skápur, þar sem ég geymdi vínteg- undirnar, sem ég seldi gestunum. Haustið 1905 skeður það, að Otto Tulinius, kaupmaður og útgerðar- maður á Akureyri, kaupir á uppboði frambyggðan, norskan kiitter, sem strandað hafði á Siglufirði. Var skio- ig skírt Óli t höfuðið á Ólafi Frið- rikssyni, en hann var mágur Tuliniusar, bröðir konu hans. Það var hann, sem bauð 1 skipið fyrir Tulinius á uppboðinu. Kútter óli var um margt sérstætt skip og lá nær vindi en önnur skip á beitivindi. Aðrir kútterar voru vanalega þetta 3Vi til 3% strik frá vindi, en óli 3—3%. Framsiglan hallaðist mikið fram I honum og tel ég bað vera hvi að þakka. hvað hann lá nærri vindi og sigldi vel. En hann var lika varasamt sióskip fyrir hetta. Á beitivindi vildi hann i vondu taka inn á sig hlésjói um framvantinn og á lensinu stakk hann sér i sjóinn aftur á spil. Hann var sextiu lestir. Kútter óli hlaut viðgerð vorið eft- ir og varð ég skipst.jóri á honum sumarið 1906. Öfluðnm við vel. Ég var einnig með hann árið 1907 á þorskveiðum með handfæri um vet- urinn og vorið, en á síldveiðum með reknet um sumarið og siðar tók ég Ef ég væri þér, mundi ég ekki taka áhættuna af að leggja þessari gömlu kerru þarna rétt hjá öskutunnunum. Öskukarlarnir geta komið hvenær sem «r. UNDRAEFNIÐ Nýtt efni Þreföld ending 59°/o Orlon&Nylon Fatagferðin Kurkni Laugavegi 178. — Sfmi 37880. við skipstjórn á kútter Helgu fyrir sama útgerðarmann, en svo fóru alvarlegir tímar í hönd; ég lagðist sjúkur. Ég hafði alltaf verið veill fyrir brjósti og vorið 1908 varð ég fyrir því óhappi að ofkælast og fá brjóst- himnubólgu. Lá ég i henni allt vor- ið og fram á sumar, en það er nú önnur saga. Það kann nú ýmsum að þykja það vera heldur púðurlaus endir, að skilja nú við sögu Sigurðar Sumar- liðasonar skipstjóra, þar sem hann liggur i brjóstveiki og volæði sjéik- dóma, því þar sem hér er hætt, er starfssaga hans rétt að byrja. Ég minnist þess, að eitt sinn hafði ég orð á því við Sigurð, hve ern hann væri og mikið eftir af honum á niræðisaldri. Það var áður en ég þekkti sögu hans. Hann stóð þá og horfði hvössum augum út yfir höfn- ina úr glugganum sínum, síðan sneri hann sér hægt við og sagði: Þú segir nokkuð, lagsmaður, að það sé mikið eftir af mér. Ég skal segja þér það, að ég er mikið heilsubetri núna, heldur en ég var þegar ég var ungur. Þá var ég alltaf að veikj- ast, nú verður mér aldrei misdæg- urt. Einhvern tima siðar gefst vonandi tækifæri til þess að rekja síðari hlut- ann af ævi þessa merka skipstjóra, sem plægði höfin á gufuskipi, sem hann átti sjálfur. 1 þá daga stafaði álíka ljómi af nöfnum þeirra skipa er hann færði og nú stafar af Víði II., ellegar Guðmundi Þórðarsyni, því það lifði Sigurður Sumarliðason oftar en einu sinni að fiska meira en aðrir menn. G>uðbrandur Jónsson, forstjóri sagði einu sinni: Manni blöskrar livað menn skrifa óspart í þessu landi — það má ekkert vera ósagt lengur. Þetta er mikið rétt, það úir og grúir af bókum, sem sett- ar eru saman um kvennafar, níð og kjaftæði, meðan starfsögur þeirra, er sigldu hærra en aðrir, öfluðu ineira, ellegar stjórnuðu sér og öðr- um af meiri vizku en aðrir, eru látnir liggja í þagnargildi og gleymsku. — Blessaður vertu, sagði Sigurð- ur, hver heldurðu /að vilji lesa um mig. Ég hef ekkert upplifað. yiKíJí 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.