Vikan - 01.02.1962, Page 36
urra skilmála. „Þeir hefðu vel getaS
orðið ríkir, værukærir letingjar,“
sagði hann siðar. „En sem betur fór
tókst ekki svo illa til.“ Lifnaðar-
hættir Johns breytust ekki og vinir
hans voru hinir sömu. Húsnæði
hans i Winthrop House í Harvard
miðaðist við efnahag Torby Mac-
donalds, ekki hans eigin.
Seinna bjuggu þeir i fjögurra her-
bergja íbúð ásamt Benjamin Smith,
sem tók við ráðherraembætti Kenne-
dys i Massachusetts, og Charles C.
Houghton, núverandi varaforseta
borgarráðs i Milwaukee. „Ég er
sennilega eini maður sögunnar, sem
getur sagt uin herbergisfélaga sína
frá skólaárunum, að einn þeirra sé
þingmaður annar ráðherra og sá
þriðji forseti Bandaríkjanna," seg-
ir Houghton allir lýðveldissinn-
ar, og ég gallharður samveldis-
maður.
Við fórum oft í bíltúra á þessum
áruin, og ég vildi helzt hlusta á út-
varpið,“ segir Houghton. „John
skrúfaði alltaf fyrir það, og vildi
ræða einhver þýðingarmikil mál-
efni — við höfðum alltaf nóg að
tala um. Ég var skrifaður fyrir sím-
anum, og það varð mér til mikilla
óþæginda. Torby var alltaf að
hringja til London til þess að tala
við eina af systrum Kennedys, og
John, sem átti llka vinkonu í Lon-
don var líka sihringjandi til Eng-
lands. Endrum og eins sagði John:
Hérna eru fimm dollarar upp 1 síma-
reikninginn, en mér er ennþá ekki
fullkomlega ljóst hvernig ég fór út
úr jiessum viðskiptum.“
Þessum fjórum kom ágætlega
saman og eru enn góðir vinir. T
febrúar 1940, þegar Smith kvæntist
stúlku frá Lake Forest í Illinois,
var hinum þrem boðið til brúð-
kaupsveizlunnar. Endurminningar
Houghtons um þennan atburð eru
meðal annars þessar: „Okkur John
var komið fyrir hjá manni, sem
kallaður var Fighting Tom Cassidy,
sem bjó hinum megin við götuna.
Jolin varð fyrir ýmiss konar óhöpp-
um þarna. Meðal annars braut hann
stól, vatnið fiaut út um allt gólfið
í baðherberginu, þegar hann bað-
aði sig, og við eyðilögðum bílinn
þeirra. En Fighting Tom erfði þetta
ekkert við okkur. John hefir alltaf
verið laginn á það að fá alla á sitt
band. Hann var alltaf á fartinni.
Ég veit að hann fékk góðar eink-
unnir, en hvar liann bjó sig undir
tímana er mér hulin ráðgáta.“
Macdonald heldur því fram að
fyrstu árin, sem þeir þekktust, hafi
honum verið ókunnugt um að vinur
hans var af hinni ríku Kennedyætt.
T)ag nokkurn gengu þcir fram hjá
bókabúð, og í glugganum sáu þeir
bókina „Ég styð Roosevelt“, sem
Joseph Kennedy skrifaði árið 1936.
„Er hann eitthvað skyldur þér?“
spurði Macdonald glettnislega.
„Hann ct faðir minn,“ sagði
Kennedy og hélt áfram. „En auð-
æfi Kennedys eldri, og staða hans
sem sendiherra brezka heimsveldis-
ins, gerðu John kleift að ferðast
tvívegis um Evrópu, og þessar ferð-
ir höfðu mikla þýðingu fyrir fram-
tíð hans, og höfðu einnig áhrif á
dvöl hans í Harvard.
Sumarið 1937 fór John Kennedy
ásamt vini sinum frá Choateskól-
anum, til I'rakklands, Spánar og
Ítalíu. Samhliða þvi að horfa á
nautaat, ganga á Vesúvius, heim-
sækja spiiavitið í Monte Carlo, gerði
liann sér Ijósa grein fyrir hinni
miklu spennu, sem var að myndast
36 VIKAN
í heimsmálunum. Hann skrifaði
heim að nú væri sér ljóst „að 95
prósent bandarisku þjóðarinnar
gerði sér því sem næst enga grein
fyrir því sem væri að gerast i Ev-
rópu.“ Hann sagði föður sínum, að
þetta hvetti sig til að leggja harð-
ara að sér við námið.
Árið 1938, rétt áður en styrjöld-
in hófst, fékk Kennedy leyfi frá
Harvard til að dveljast nokkurn
liluta skólaársins í Evrópu. Hann
kom þangað rétt áður en nazistar
hertóku Tékkóslovakiu. Þar sem
faðir hans var mjög hátt settur
sendiherra i Ameríku, gat það verið
varhugavert fyrir Jack að ferðast
um óvinveitt lönd á þessum viðsjár-
verðu tímum. En Kennedy sendi-
herra gerði aðeins þá einu kröfu
til sonar síns — að hann sendi
greinargóða skýrslu frá hverju
landi, sem hann heimsótti. Eftir
nokkurra vikna dvöl í París, hjá
sendiherranum William Bullitt, fór
hinn ungi Kennedy til Póllands,
Latviu, Rússlands, Tyrklands, Pale-
stinu og Balkanskaga. Um sumarið
urinn hafði tekið miklum stakka-
skiptum, þegar John kom aftur til
Harvard árið 1939. John hafði lika
breytzt mikið. „Við vorum yfirleitt
eirðarlausari og alvörugefnari eftir
að styrjöldin skall á í Evrópu,“ seg-
ir einn bekkjarbróðir hans, „en
samt virtist enginn verða fyrir eins
miklum áhrifum af þessu og John.“
Áður en John fór til Evrópu,
gerði hann sig ánægðan með að vera
svona rétt „slarkfær“ við námið, og
gaf sér góðan tíma til íþróttaiðk-
ana og ökuferðanna til Smith og
Vassar. Kennararnir vissu að hann
var góðum hæfileikum búinn, þó
frammistaðan væri ekki alltaf að
sama skapi góð, og skólabræðrum
hans líkaði vel við hann. Hann
hafði sýnt hugrekki, geðprýði, dugn-
að og félagslyndi — alilr þessir
eiginleikar hafa komið greinilega
í ljós á stjórnmálaferli hans. Nú sið-
asta skólaárið, tók hann þá ákvörð-
un að beina starfsþreki sinu og gáf-
um að ákveðnu markmiði. Kennedy
hafði yndi af bókum og var óvenju-
lega minnisgóður, og foreldrar
„Við erum öll leikarar á sviði“. í næsta blaði
ræðum við við Sigurð A. Magnússon um nýja leik-
ritið hans, sem er að hefja göngu sína í Þjóðleik-
húsinu og f jallar m. a. um blekkinguna og leikara-
mennskuna.
slóst hann i för með Macdonald,
sem kom til Evrópu með knatt-
spyrnuliði frá Harvard, og Byron
„Whizzer“ White, fyrrverandi bak-
verði i ameriska landsliðinu (þá
lærisveini í Oxford, núverandi að-
stoðarríkissaksóknara í stjórn
Kennedys) sem voru á leið til
Berlinar, Danzig, Budapest og ítaliu.
„Einn daginn, sem við dvöldum
í Berlín, fékk White lánaða bifreið,
og við fórum þrír saman til
Miinchen, til að skoða gröf storm-
sveitarmannsins Horst Wessel, sem
nazistar gerðu að píslarvotti," rifj-
ar Macdonald upp. „Við stöðvuðum
bifreiðina rétt hjá gröfinni, og fór-
um út til að skoða eldinn sem sí-
fellt logaði innan i minnisvarðan-
um. Allt í einu komu nokkrir uppi-
vöðsluseggir og hófu grjótkast á
okkur og bifreiðina. Fyrst datt okk-
ur í hug að snúast til varnar, en
John, sem var alveg eins særður
og við hinir, sannfærði okkur um„
að skynsamlegast væri að hörfa
undan. Þegar við ræddum þetta á
leiðinni til gistihúss okkar, benti
hann á að þorpararnir hefðu senni-
lega haldið að við værum enskir.
Það sem honum fannst eftirtektar-
verðast við þennan atburð, var að
liann sýndi glögglega, hve vel Hitler
liafði tekizt að æsa fylgismenn sína
upp gegn Englandi — svo mjög að
stríðið hlaut að vera á næstu grös-
um.
Kennedy skrifaði föður sínum
um þennan atburð, ásamt ýmsu öðru
sem hann hafði séð í Þýzkalandi.
Spá hans viðvíkjandi striðinu reynd-
ist rétt, og einnig skýrsla, þar sem
hann sagði fyrir að Pólverjar myndu
berjast um höfnina í Danzig. Staf-
setningin í þessum skýrslum var
fyrir neðan allar hellur, segir sagn-
fræðingurinn Burns, en þær báru
vott um nákvæma rannsókn. Heim-
hans héldu að hann yrði annað
hvort rithöfundur eða kennari.
Macdonald minnist þess að þegar
þeir ræddu farmtiðarhorfur sinar
á skólaárunum, sagðist John alltaf
ætla að verða rithöfundur. En eftir
Evrópuferðina, beindist áhugi hans
að stjórnmáiavísindum. Óafvitandi
liafði hann þar með tekið fyrsta
skrefið í áttina til Washington.
Kennedy skrifaði einu sinni, að
hann gerði ekki ráð fyrir þvi að
hann yrði stjórnmálamaður.
„Ég var nýstúdent í Harvard.
þegar Henry Cabot Lodge var kos-
inn í öldungaráð Bandaríkjanna. Þá
grunaði mig ekki að ég ætti síðar
meir eftir að bíða lægri hlut fyrir
einhverjum hinna núverandi ný-
stúdenta".
Til að útskrifast með ágætiseink-
unn, varð Kennedy að skrifa dokt-
orsritgerð. Sem verkefni valdi hann
sér þrætuefnið, sem var efst á baugi
.um þessar mundir: „Friðarsamning-
arnir i Múnchen". Til að vinna upp
þann tima, sem hann hafði eytt i
Evrópu, fór hann í aukatíma í hag-
fræði og stjórnmálavísindum. Þeir
atburðir, sem hann hafði orðið sjón-
arvottur að í Evrópu urðu honum
til uppörfunar við námið, þvl eins
og hann skrifaði föður sínum „er
sjón sögu ríkari“. Og eftir þvi sem
leið á ritgerðina gerði Kennedy sér
ljósari grein fyrir þvi, hve Ameriku-
menn gátu lært mikið af andvara-
leysi Breta. Hann vann að þessu af
jafnmiklum eldmóði og kappi eins
og hann hafði áður sýnt við íþrótta-
iðkanirnar. Nú fékk hann í fyrsta
skipti B i öllum námsgreinum, þrátt
fyrir aukanámskeiðin. Enda þótt
hann færi einstaka sinnum á dans-
leik og til fundarhalda i Crimson-
klúbbnum, eyddi hann mestu af tima
sinum í Widener bókasafninu, þar
sem hann sökkti sér niður í frásagn-
ir af þeim atburðum, sem réðu úr-
slitum í Múnchen.
Til að flýta fyrir ákvað hann að
láta vélrita hið næstum því ólæsi-
lega handrit. Áður en hann fór i
jólafríið, bað hann Mcdonald að
auglýsa eftir vélritunarstúlku í einu
Bostonblaðanna. „Ég gerði þetta,“
segir Macdonald, „en ég gleymdi
bara að taka fram hvað auglýsingin
ætti að standa í marga daga, svo hún
var látin standa í tíu daga. Daginn
sem ég boðaði stúlkurnar á minn
fund, komst ég i hálfgerða klípu,
þvi einn af forráðamönnum skólans
sendi eftir mér og vildi fá að vita
hvað 60 háværar konur hefðu verið
að gera á svefnloftinu hjá okkur
klukkan tíu fyrir hádegi.“ „Að vísu
hefir þú alla tið verið kvenhollur
Torby,“ sagði John ásakandi, „en
þetta finnst inér nú samt nokkuð
langt gengið.“
Að dómi háskólaráðsins í Harvard
var doktorsritgerð Kennedys svo
góð, að þeir gáfu honum einkunnina
magna cum laude, en John útskrif-
aðist með ágætiseinkun i stjórn-
málavisindum. Skömmu síðar var
hún gefin út undir nafninu „Why
England slept“, og varð metsölubók
í Bandaríkjunum og Bretlandi. Rit-
launin, sem hann fékk frá Englandi,
gaf hann í sjóð, sem var stofnaður
til að endurreisa borgina Plymouth,
sem hafði orðið fyrir miklum loft-
árásum. Fyrir amerísku ritlaunin
keypti hann sér bifreið.
John hefði getað fengið enn meiri
viðurkenningu í háskólanum, ef
hann hefði eingöngu stefnt að því
marki,“ segir einn prófessorinn,
Arthur N. Holcombe, en þessi ungi
maður var mjög sjálfstæður bæði í
hugsun og framkvæmd og fór sinar
eigin götur.“
Prófessor Burns hefir skrifað,
að tvennt sé einkum athyglisvert í
ritgerðinni og jafnframt einkenn-
andi fyrir hinn núverandi forseta.
„Hlutlaus frásögn hans af atburða-
rásinni, jafnframt þvi, sem hann
hvetur landa sína til að vigbúast, þó
það kunni að leiða til þess að þeir
verði að afsala sér einhverju af
þeim þægindum, sem þeir eiga nú
við að búa.“
Þegar Macdonald las handritið,
spurði hann John hvort birting rit-
gerðarinnar gæti ekki orðið til ó-
þæignda fyrir föður hans sem sendi-
herra, en John hristi höfuðið og
Macdonald hafði vit á þvi að tala
ekki meira um þetta. Hann vissi af
gamalli reynslu að tilgangslaust var
fyrir hann að blanda sér í fjöl-
skyldumál Kennedys. „Að lokinni
knattspyrnuæfingu, kom eldri bróð-
ir Johns, Joe yngri, einu sinni til
okkar til að gefa honum heilræði,"
segir Macdonald. „John,“ sagði
hann, „mér finnst, að þú ættir að
hætta við knattspyrnuna, þú ert
allt of léttur, og það endar bara
með því að þú verður laminn í
klessu!“ Ég horfði á John, meðan
bróðir hans lét dæluna ganga, og
sá að hann roðnaði af reiði. En
hann stillti sig samt og þagði, svo
ég sagði mitt álit. „Láttu ekki svona
Joe, þú gerir úlfalda úr mýflugunni.
John veit sjálfur hvað honum er
fyrir beztu.“ Ég hafði sannarlega
rétt að mæla, þvi John varð bál-
vondur og sagði mér það umbúða-
laust, að fjölskyldumál hans væru
mér óviðkomandi með öllu, og ég
lét mér þetta að kenningu verða.“
Faðir Iíennedys segir þannig frá
þvi hvernig hann og Rose kona hans