Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 38
LÁN EÐA BÖL. Frh. fyrir bilinn og ók honum i sjð ár samfleytt, þangað til finustu taug- arnar voru farnar að bila i honum (bilnum — ja, kannske jafnvel báð- um). ÞaS er oftast hægt að finna eitt- hvað skrýtið við heppnina, þegar hún er athuguð eftirá, og Sigurði fannst það iíka dálitið skrítið að hann skyldi fá Hudsoninn á miða, sem hann keypli nokkrum klukku- stundum áður en dregið var, svona af rælni. Svo leið timinn og Hudsoninn komst á eftirlaun, en Sigurður varð deildarstjóri á tollpóststofunni og gleymdi öllum happdrættum. Spil- ar yfirleitt ekki í happdrætti né öðrum vafasömum leikum. Ekki einu sinni Bingó. Hann vill miklu heldnr sitja heima og dútla við frímerkjn- safnið sitt, en að vera i slíku út- stáelsi. En af þvi að kunningi hans var með of marga miða að síðasta bila- bingóinu, þá sá hann aumur á hon- um og keypti þrjá miða, fyrir sig 12 ára gamian. Ekkert þeirra hafði og konuna og annan strákinn þeirra, farið á Bingó áður og 'þau vissu varla hvað það var. Þau keyptu sór fjögur spjöld og höfðu gaman af að fylgjast með eftir beztu getu, en þegar frúna vantaði bara tvö númer i síðustu umferð, fór spenn- ingurinn að gera vart við sig. Þá var búið að lesa upp 52 númer. Fimmtugasta og þriðja númerið var einnig á spjaldinu hennar og þá vantaði bara eitt. Fimmtugasta og fjórða átti hún ekki tii og hún missti trúna aftur. Svo var fimm- tugasta og fimmta númerið lesið upp, og þá ruku þau bæði á fætur frúin og sonurinn og kölluðu í kór: BINGÓ! Og svo óku þau heim á Volks- wagen mod. 1962. G.K. SEIÐUR. Framhald af bls. 6. Hann leit á hana nokkrum sinn- um. Hún sat hreyfingarlaus, falleg- ur hliðarsvipurinn mótaðist skýrt undir hattbörðunum og hún hafði spennt greipar. Ilendur hennar voru hvítar og fíngerðar. Hann reyndi að sporna við þeirri for- vitni, sem hann fór að finna til. Hann leit af henni, en gat svo ekki annað en litið á hana aftur. Iíann sagði við sjálfan sig, að það væri vegna þess, að hann hefði aldrei fyrr séð raunverulega fallega konu. Ekki vegna þess að hann væri svo hrifinn af slíkri fegurð, hugsaði hann af lioilustu við Rut. Ef nokkur ætti að vita, að fegurð hafði litið að segja milii manns og konu, þá var það hann. Rut var ekki falleg. Hann lokaði augunum, brosti og lét sig dreyma um hana. Rut var svo hreinskilin, líka gagnvart sjálfri sér. Hún hafði aldrei reynt að dylja ófríðleika sinn. Það var eins og henni stæði alveg á sama. Hún var svo dásamleg kona á allan hátt, að hann hafði aldrei saknað fegurðar í andliti hennar. Lestin stanzaði i Lynton og hann stóð á fætur. Hann fann sterkt til návistar konunnar, en hann gekk á sama stað og venjulega. Billinn hans stóð utan við teinana og hann flýtti sér i átt til hans. Hann hafði stigið nokkur spor, þegar hann heyrði rödd hennar. — Verið svo vingjarnlegur að rétta mér höndina! Hann sneri við og sá hana á tröppunum. Lestin var þegar byrj- uð að hreyfast. Tilneyddur rétti hann handleggina upp til hennar og hún kastaði sér í faðm hans. And- artak fann hann mjúkan líkama hennar við sinn og fann angan ilmvatns hennar. Hún losaði sig snöggt og leit i kringum sig. — Fór enginn annar hér út? spurði hún. — Nei, sagði hann stuttlega. Hann tók upp töskuna og gelck hröðum skrefum eftir brautarpallinum, en hún fylgdi honum eftir. Þau töluðu ekki saman. Hún bar höfuðið hátt og bak hennar var beint. í kvöldskininu sá hann að hún var ung, en engin telpa. Hún gat verið tuttugu og fimm eða sex ára gömul. Aftur fann hann fegurð hennar umlykja sig. Venjuleg, lag- leg stúlka hefði reynt að gera út- lit sitt áberandi, en svona fallegri konu var fegurðin sjálfsögð. Hún var jafn réttmæt eign hennar og eðalsteinn eða peningaarfur hefði verið það. Þó einkennilegt væri, fór hann hjá sér þegar hann sá Rut koma gangandi til þeirra. Þegar hún nálg- aðist sá hann eftirvæntingu í svip hennar, en hann lézt ekki taka eftir þvi og laut niður og kyssti hana eins og hann gerði alltaf. — Elskan mín, sagði hann — eins og hann var vanur að heilsa henni. — Það var kalt að bíða i bilnum, svo ég gekk fram og aftur á pall- inum til að halda á mér hita, sagði hún. Lestin var nokkrum minútum of sein. Hann skipti sér ekkert af ókunnu konunni. Hún var bak við hann, en svo nærri honum, að allir mundu sjá að þau voru saman. Rut leit upp og horfði á hana. Þau gengu eftir járnbrautarpallin- um og inn i stöðvarhúsið. Nokkrir kunningjar þeirra stóðu þar og biðu eftir næstu lest. Þeir lieilsuðu og störðu á ókunnu konuna. En Roger sýndist rólegur og geklc með Rut við.vinstri hlið sér, en ókunnu kon- una á hægri hönd. Þegar þau komu út, sneri konan sér að honum og brosti hlýlega. — Þakka yður fyrir greiðvikn- ina, sagði hún. Ég mun aldrei gleyma yður. Hann fann til undarlegs sakn- aðar við að kveðja hana. — Eruð þér vissar um að allt sé í lagi núna? spurði hann. Hún hló lágt. — Já, maðurinn, sem ég óttaðist er ekki hér — en hinn er það. — Maðurinn yðar? — Sá, sem ég er hrædd við, er maðurinn minn, sagði hún. Hún tók með báðum höndum um hönd hans og hélt henni um stund og fór síðan inn í bíl, sem beið henn- ar? Roger stóð og starði á eftir honum. Maðurinn, sem ók, var sýni- lega ungur og ástfanginn. Hann kyssti hönd hennar. —Jæja, sagði Rut fjörlega. — Ég hef ekki hugmynd um hver hún er, sagði hann. Ég settist í eina auða sætið í lestinni, og það vildi svo til, að það var við hliðina á henni. Svo spurði hún mig, hvar ég ætlaði út, og hvort hún mætti KLÚBBURINN BÝÐUR YÐUR AÐEINS ÞAÐ BEZTA I DANSMÚStK OG SÖNG. í EFRI SAL: HAUKUR MORTHENS og hans ágæta hljómsveit. í ÍTALSKA BARNUM: NEO-tríóið og hin síkáta MARGIT CALVA FJÖRVA TÓNLIST. VIÐ ALLRA HÆFI. 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.