Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 30
Hárið verður fyrst fallegt með SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð— laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir— ein þeirra er einmitt fyrir yður. PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár FÖ L B LÁTT fyrir þurrt hár BLEIKFÖLT fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið Hún heyrði a8 þunga málmhler- anum á þakinu var lyft, og þegar hún leit um öxl, sá hún, aS þar var karlmaCur á ferli. Henni brá, en hvarf allur ótti þegar hún heyrSi nafn sitt nefnt, og Bernardo sá 68- ara, að hún haföi borið kennsl á hann. „Hvers vegna siturSu alein hérna uppi á þakinu?" spurBi hann ávít- andi. „Því skyldi ég ekki gera þa8?“ „Vegna þess að það er ekki hættu- laust. Ekki einu sinni þótt þið Anita sætuð hér báðar saman". „Því ekki það?“ maldaði hún enn í móinn. „Er Aníta ekki stúlkan þín?“ „Ég geri ráð fyrir því“, svaraði Bernardo. Hann hallaði sér út yfir handriðið, kveikti sér í sígarettunni og varpaði eldspýtunni út fyrir þak- brúnina; fylgdi með augunum ijós- rákinni, sem hún myndaði í fallinu. „Það er ekki hættulaust að sitja einn uppi á þakinu. Það er fjöldi af þorp- urum hér i nágrenninu. Ef einhver af Þotunum kæmi auga á þig eina hérna uppi, er engin leið að vita upp á hverju þeir kynnu að taka . . .“ María skalf af hrolli, enda þótt heitt væri. „Mundu þeir þá kannski . . . þú veizt?“ ,.Án þess að hugsa sig um“, svar- aði Bernardo og saug fast sígarettuna. , E'inn af þeim varpaði ólyktar- sprengju inn í matvöruverzlun Gu- erras i kvöld. Nái ég taki á honum, býð ég ekki fé í hann á eftir“. „Veiztu hver gerði það?“ „Nei, en það kemur út á eitt. Hann var einn af hópnum, og nái ég taki á einhverjum þeirra, skal hann fá að gjalda þess. Þannig fara þeir að, ef þeir ná tökum á einhverjum af okkur". „Hvers vegna verður ekki hjá slíku komizt?" spurði María. „Hvers vegna hata þeir okkur?“ „Vegna þess að þeir vilja okkur ekki i nágrennið. Veiztu hvað ég ætla að gera?“ „Nei . . . hvað?" „Getur vel verið, að ég geri alvöru úr því strax í fyrramálið. Eg ætla að taka nokkra af strákunum með mér og fara inn í einhverja minja- gripaverzlunina ..." „Ræna hana?" María varð skeif- ingu lostin. Bernardo strauk systur sinni vang- ann. „Vitanlega ekki", svaraði hann. „Við ætlum bara að kaupa nokkrar litlar afsteypur úr málmi. Af frelsis- gyðjunni. Þær eru um tólf þumlung- ar á lengd. Og þær yrðu hið hent- ugasta barefli. Það er ekki nema mátulegt, að Þoturnar fái þær I haus- inn. Þú veizt hvað sagt er að styttan af frelsisgyðjunni eigi að tákna?" „Nei,“ svaraði hún. „Hvernig ætti ég aS vita það?“ „Hún á að tákna það, að hér sé allt fátækt fólk boðið og velkomið 1 leit að betri lifskjörum. Það er kann- ski satt, svo langt sem það nær“, bætti hann við, „en Þoturnar virðast ekki skilja það eða vita. Við verðum því að berja það inn 1 hausinn á þeim. Og til þess fyrirfinnst ekkert heppilegra barefli en elnmitt frels- isgyðjan". Maria stóð frammi fyrir bróður sínum og starði á hann, stórum skær- um augum. Hjartað barðist um I barmi hennar af ótta, hún hristi höf- uoið og tók að lagfæra hnútinn á hálsbindinu hans. Bróðir hennar var ollum ungum piltum friðari sýnum og glæsilegri, en varir hans voru stöðugt samanbitnar, augnaráðið elns 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.