Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 5
i að ég hafi ekki bragöaö afengi, sem um mynt, sem samsvarar svo sem var sannleikanum samkvœmt, og lagt tíu núgildandi krónum. þar að veði bæði timanlega og ei- líflega sáluheill mína. Vikan. Bifreiðastjórinn áhyggjufulli. Það var gaman að fá sakramentið hjá þér Og ekki sízt að sjá, hvað — — — Það er ekki lítið, sem þetta ágæta fólk sagði. Mér finnst, þú leggur að veði — og líklega að það mætti gera eitthvað svona hefurðu ærna ástæðu til að vera oftar. Lesandi. svona áhyggjufullur — því að þessi pilsner er nú einu sinni Kæri Póstur. áfengi (Nú hlær eflaust einhver), Ég ætla að byrja á því að óska hvort sem okkur líkar betur eða Vikunni til hamingju með það að verr. Það er meira að segja svo hafa stækkað um 1000%. Það var mikið áfengismagn í honum, að þú getur farið illa út úr blóð- rannsókn eftir daglangt þamb — þótt ég öfundi ekki neinn af því að innbyrða þau býsn, sem þurfa til. Einn pilsner á klukkutíma fresti er líklega fullmikið — láttu þér nægja einn annan hvorn klukkutíma. Það er nú einu sinni til annað þorstastillandi en pilsner og blávatn úr ársprænum. Sjálfsalar ... Kæri Póstur. Hvernig ætli standi á þvi, að hvergi í stórborginni finnast sjálf- salar, þar sem hægt er að kaupa tóbak, sælgæti og annan smávarn- ing? Viltu ekki benda einhverjum auðkýfingnum okkar á þetta. Það má stórgræða á þessu. Þessir sjálf- salar eru á öllum götum erlendis og til mikilla þæginda. Doddi. -------Satt er það, þessir sjálf- salar eru til mikilla þæginda — erlendis, þar sem blessuð krónan er ekki gjaldmiðill. Myntin okk- ar er bara orðin svo lítils virði, að menn yrðu að ganga með vas- ana fulla af krónupeningum og tveggja krónu peningum, til þess að geta nýtt sér þessi þægindi. Hver ætli myndi nenna að stinga tíu tveggja krónu peningum í slíkan sjálfsala fyrir einn sígar- ettupakka? Og hver hefur tíu tveggja krónu peninga í vasan- um? Auk þess er mikill kostnaður við að breyta þessum sjálfsölum, ef krónan okkar skyldi enn falla. Við skulum ekki hugsa meira um þetta að sinni — en benda einhverjum auðkýfingnum á þetta, þegar það er orðið tryggt að krónan fellur ekki og við eig- — Nei, nei. Bréfið á ekki að brjóta svona, þó það fari í flug ... fróðlegt að sjá eitthvað um fyrir- tækið á bak við þetta ágæta blað. H. S. K. Kæra Vika. Ég er kona ekki afskaplega hneykslunargjörn, en nú gekk al- veg fram af mér um daginn. Ég fór á skemmtistað og sá þennan nýja dans sem kallaður er Twist. (í fyrsta lagi mótmæli ég því að kalla það dans). Þetta er klúrt og ógeðslegt og ég var miður mín að horfa á það. Það var þar til dæmis kona, sem ég kannast við og er gift virðulegum manni. Hún hefur víst eitthvað verið búin að smakka vín og fór að dansa þennan svokallaða dans við einhvern kunningja mannsins hennar. Þau klóruðu sér á bakinu og skóku sig og hristu og það var svo klámfengið að ég sneri mér undan og skammaðist mín fyrir kynsystur mína. Nú vil ég biðja Vikuna, sem er víðlesið og áhrifamikið blað, að beita sér fyrir því, að þetta verði lagt niður. Með kærri kveðju. Ein af gamla skólanum. Ég átti tal um twistinn við einn af danskennurum bæjarins og hann hélt því fram að ekki væri hægt að kalla twistinn dans. Þetta væri dægurfluga, sem yrði úr sögunni bráðlega. Enda þótt við vildum beita okkur fyrir því að „dansinn“ yrði lagður niður, þá yrði þaS erfiður róður og þar að auki ástæðulaus. Ég held að þú horfir full ströngum og siða- vöndum augum á þetta. Kæra Vika. Það var einu sinni minnst á það i póstinum, að óheppliegt sé að byrja sýningar í Þjóðleikhúsinu kl. 8. Nú vil ég segja mitt álit á því: Þá sjaldan við hjónin förum í Þjóðleik- húsið, er það þvllíkt kapphlaup að borða, koma krökkunum í rúmið og klæða sig að ég dauðkviði alltaf fyrir því og fér miklu sjaldnar í leikhús fyrir bragðið en ég annars mundi gera. Svona er það líka hjá öllu mínu kunningjafólki. Þessir háu herrar, sem ráða fyrir leik- húinu eru líklega orðnir gamlaðir, eiga að minnsta kosti ekki smá- börn lengur og eru búnir að gleyma þvi, hvernig það var. Það er auðvelt fyrir þá að mæta kl. 8, en fyrir allt venjulegt fólk er það mjög erfitt og ég sé enga ástæðu til þess að byrja kl. 8. Af hverju má ekki eins byrja kl. 9, flest leikrit taka hvort eð er aðeins tvo til þrjá tima. Húsmóðir. SÓLÓ-settið fegrar hibýli yðar, notið yður alla mögu- leika eldhússins, fáið yður stílfalleg SÓLÓ-eldhússett. — SÓLÓ-settin eru smiðuð úr völdum stálrörum húðuðum slitsterkri chromehúð. Borðplatan er úr hinu kunna ARBORITE harðplasti en stólarnir fást ýmist með teakbaki og bólstruðu sæti eða albólstruð með hinu eftirsótta nýja „LYSTADUN". — SÓLÓ-settin fást í ELEtTROLUX-UHBOÞIHU Laugavegi 176. — Sími 36-200. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.