Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 27
Svavar Gests:
PLÖTUR ________
og DANSMIJSIK
ISTÝJAR HLJÓMPLÖTUR.
The Marveletters: Twistin post-
man og I want a guy. Marveletters
er einn af hinum mörgu söngflokk-
um sem komið hafa fram i USA á
síðustu mánuðum. Einn eða kannski
tveir söngvaranna geta oftast sung-
ið sæmilega í þessum söngflokkum,
en hinir hafa það hlutverk eitt að
baula undir mismunandi slagorð og
þannig er það á þessari plötu. Það
er einsöngur með innköllum frá
meðsöngvurunum. Fyrra lagið á
eflaust eftir að verða vinsælt, þar
sem hátizkan i dansmúsík þessa
dagana er twist músíkin. Síðara lag-
ið er ekki upp á marga fiska, það
eru til mörg hundruð rokklög í
sama gæðaflokki. Platan er gefin
út af hljómplötufyrirtækinu TAMLA
í USA og fæst hjá HSH í Vesturveri.
Sam Cooke: Twistin1 tlie night
away og One more time. Sam Cooke
er einn af albeztu söngvurum, sem
fram hafa komið síðustu árin. Hann
söng áður sálmalög heima í kirkj-
unni sinni, þar sem pabbi lians var
prestur en fyrir 2 árum sneri hann
sér að dansmúsikinni og hefur sung-
ið inn á hverja plötuna á fætur ann-
arri, allar prýðisgóðar, þó fáar eða
engar þeirra hafi náð vinsældum
hér á landi. Twistin* the night
rway er mjög vel sungið, stór jazz-
hljómsveit sem leikur undir og
minnir dálitið á gömlu blueshljóm-
sveitirnar fyrir ca. 20 árum, Andy
Kirk, Jay McShann og fleiri. Síðara
lagið er mjög rólegt og kemur þá
negrasálmasöngvarinn upp i Sam
þcgar hann leikur sér að laglinunni
á hinn skemmtilegasta máta. Þetta
er plata, sem á eftir að ná langt og
aðallega vegna fyrra lagsins. RCA
Victor og platan fæst lijá HSH í
Vesturveri.
LAURIE LONDON
heimsækir ístand.
Þegar þetta er ritað standa yfir
hljómleikar með hinum enska
söngvara Laurie London, en hann
söng fyrir nokkrum árum lagið
„He‘s got the whole world in his
hands“, sem heimsfrægð hlaut.
Aðsókn að hljómleikum Laurie
lÆndon hér var verri en við hefði
mátt búast þar sem svo frægt nafn
var á ferðinni, en hins ber að geta,
að síðan fyrsta platan hans kom út
fyrir 4 árum liefur hann ekki gert
aðra plötu, sem slfkri frægð hefur
náð og þess vegna er fólk meira og
minna búið að gleyma honum.
Söngur hans á hljómleikunum hér
var allgóður og sviðsframkoma til
fyrirmyndar.
Á hljómleikunum kom fram
Ó. M. kvintettinn, skipaður ungum
piltum úr Reykjavík. Leikur þeirra
var athyglisverður af unglinga-
hljómsveit að vera, en vafasamt að
gera hlut þeirra eins stóran og raun
bar vitni, ])rjú lög hefði verið liæfi-
legt. Þarna kom fram stór hljóm-
sveit undri stjórn Kristjáns Krist-
jánssonar. Hún var æfð upp sér-
staklega fyrir þessa hljómleika en
gerði engu að siður margt laglega.
Það er aumt ástand í dansmúsík-
málum hér að ekki skuli vera til
fullkomin stór hljómsveit, sem stöð-
ugt sé i æfingu og komi fram á
hljómleikum eða dansleikjum af og
til á árinu.
Þarna söng og Agnes Ingvars-
dóttir, danspör sýndu twist og
Baldur Georgs kynnti.
Þetta er söngflokkurinn TOKENS,
sem sungu lagið wThe Lion Sleeps
Tonight“ inn á plötu, en lag
þetta hefur verið mjög vinsælt hér
á landi undanfarnar vikur. Heyríst
iðulega í útvarpsstöðvunum og á
vafalaust eftir „að ganga“ í nokkr-
ar vikur í viðbót.
Hér kemur ný mynd af Elvis hljómplötu, sem m. a. fæst hér í
Presley. Með honum á myndinni er verzlunum. Tvö laganna hafa verið
Joan Blackman og eru þau að leika gefin út á lítilli plötu, „Rock-a-hula
í kvikmyndinni „Blue Hawaii“. í baby“ og „Can‘t help falling in
myndinni syngur Elvis fjórtán lög, love with you“. Bæði þessi lög hafa
sem hafa verið gefin út á LP- náð miklum vinsældum hér á landi.
HVorOlI
C BaUMuíílnN
Draumspakur maður rseður draamo
fyrir lesendur Vikunnar.
Kæri draumaráðandi I
Mig dreymdi að ég væri inn í
þröngum dal, og önnur fjallshlíð-
in væri snarbrött og mikið af klett-
um. Mér fannst ég vera búin að
fara oft upp og niður þessa kletta.
Svo var ég komin inn i hús sem
nýbúið var að steypa gólfið í, og
ég fór eftir gólfinu en mér fannst
mágur minn hjálpa mér svo að ég
sykki ekki ofan i steypuna, en mað-
urinn minn horfði á. Svo næst sát-
um við þrjú við borð og einhverjir
fleiri. Þá fannst mér koma stúlka
sem mágur minn þekkti, en við ekki,
hún var gift en var að elta hann.
Svo fannst mér ég segja henni hvað
hann sé góður við mig, hann sé bú-
inn að hjálpa mér og hann hafi borið
mig yfir steypta gólfið og hann sam-
sinnti þvi. Svo tekur hann hálft
epli upp úr brjóstvasa sinum og gef-
ur mér en borðar hin helming-
inn sjálfur, en hann var heldur
minni en sá sem hann gaf mér og
eplið var blóðrautt. En við þetta
var stúlkan svo reið að hún tekur
tvær litlar rauðköflóttar tuskur og
ætlar að berja mig með þeim renn-
andi blautum, og segir um leið: „Ég
skal sjá um þú þurfir ekki að klifra
kletta eða annað hér á eftir“, en i
þvi tekur maðurinn minn hana svo
húu getur ekki barið mig. En þá
fer hún að kyssa hann svo innilega,
og næst sáum við mágur minn þau
liggjandi uppi i rúmi. Ég var svo
hissa að ég hugsaði að ég gæti ekki
horft þarna á þau, það væri bezt
að fara út úr herberginu og við það
vaknaði ég.
Með fyrirfram þökk fyrir vænt-
anlega ráðningu. — S.H.
Svar til S.H.
Að klífa upp og niður kletta er
fyrir erfiðleikum, en að mágur
þinn skyldi hjálpa þér bendir til
að ykkar samband geti orðið nán-
ara heldur en kallazt gæti að
góðu hófi gegndi. Einnig aam-
neyti ykkar á eplinu rauða þykir
mér benda í þessa átt. Hins veg-
ar álít ég að faðmlög manns þíns
við konu þá, er rar að elta ólar
við mág þinn, sé tákn þess, að
hann verði sér til allverulegrar
skammar og hneikslis í hegðun,
svo mjög að illt orð geti komizt
á kreik um hann.
Kæri draumaráðandi!
Mig langar að biðja þig um að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi í nótt. Mér fannst ég vera
stödd heima og það var orðið
framorðið, klukkan um 11 að
kveldi. Þá fannst mér vinur minn
koma, sem er úti í löndum, og við
drógum upp hringana. Mér fannst
hringurinn minn vera stærri, en ég
hugsaði að það gerði ekkert til þótt
hann væri svolítið víður, hann kæm-
ist ekki fram yfir hnúana, svo það
væri engin hætta á að ég týndi hon-
um. (Ég bar hann á vinstri hendi).
Mér fannst kærastinn mjög daufur
og varla dróst út úr honum orð. Ég
var svolítið kviðin, en samt virt-
ist ég vera hamingjusöm á yfirborð-
inu. Pabbi og mamma urðu fyrir
vonbrigðum, þvl þeim fannst þetta
vera alltof fljótfærnislegt hjá okk-
ur. Og þegar við fórum til foreldra
hans var ég mjög taugaóstyrk og
mér fannst ég vera í alla staði ó-
möguleg. Þau voru lika mjög hissa
og gátu varla komið upp orði fyrir
undrun.
Með fyrirfram þakklæti. — Gurrý.
Svar til Gurrýar.
Aðalinntak draumsins er hring-
nppsetningin, þar, sem þú setur
upp of víðan trúlofunarhring og
foreldrum þínum finnst þetta
vera of fljótfærnislega gert. Ég
álít að hinn of víði hringur sé
merki þess, að trúlofun ykkar
kunni að dragast lengur heldur
en þér hefði fundizt æskilegt nú,
en eigi er auðvelt sköpum að
renna, og svo mun fara, sem
verða vill. Ég álít nefnilega að
þú eigir eftir að vaxa út í hring-
inn og þess vegna dreg ég þá
ályktun að trúlofunin kunni að
dragast. Ekki ber heldur á öðru
en að kærastinn hafi verið
daufur og foreldrar þínir voru
óánægð svo og þú sjálf síðaat í
draumnum.
VIKAN 27