Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 31
og dýrs, sem sat fast í gildru, í senn
þrungið ótta, þrjózku og hatri.
„Hvers vegna verður þetta að vera
Þannig?“ spurði hún enn. Hún leit
út yfir borgina. „Ekki hata ég Þetta
fólk . . .
„En það ann þér ekki“, svaraði
Bernardo. „Og taktu nú eftir því, sem
ég segi. Ég vil ekki að þú sitjir ein
þíns liðs hérna uppi á þakinu".
„En ef Chino situr hérna hjá mér?“
„Nei, jafnvel ekki þótt Chino sitji
hérna hjá þér“, svaraði bróðir henn-
ar.
„En honum þykir vænt um mig“,
sagði María. „Er það I rauninni satt,
að hann hafi fært það í tal við pabba
og mömmu, að hann vildi kvænast
mér?“
„Það er satt“. Bernardo vafði syst-
ur sína örmum og þrýsti henni fast
að sér. „Og þegar þú ert gift honum,
getið þið setið hérna uppi á þakinu
hvenær sem þið viljið".
„En þú mátt hvergi fara ein þíns
liðs“, bætti hann við. „Þessum banda-
rísku þorpurum er trúandi til alls;
þeir álíta sig rétthærri en okkur, og
ef jafnfalleg stúlka og Þú verður á
vegi þeirra . . . “
Framhald í næsta blaði.
Lán eða böl.
Framhald af bls. 13.
á þessu. Þess vegna hélt hann að
þetta væru þeir og vildi ekki trúa.“
— Skelfing geta menn verið illa
innrættir ...
„Já. En svo höfum við lika sann-
anir um hið gagnstæða, — eins og
t. d. með einn okkar ágætu umboðs-
manna úti á landi. Við höfum um
100 umboðsmenn, allt saman prýð-
isfólk, sem gerir þetta mest af áhuga
einum saman, því litið er upp úr
því að hafa.
Þessi maður er bóndi í sveit, og
hjá honum var ungur piltur í vinnu.
Bóndinn vildi gera piltinum gott,
og sagði við hann, að hann ætti nú
að fá sér einn miða í happdrættinu.
Pilturinn vildi ekkert með það
hafa, sérstaklega vegna þess að
hann þóttist ekki eiga fyrir mið-
anum.
Bóndinn tók það þá upp hjá sér,
að hann skrifaði piltinn fyrir ein-
um miða og færði hann í bækur
sínar, en greiddi sjálfur miðann.
Svo hættir pilturinn að vinna hjá
honurn og fer i burtu.
Eftir nokkurn tíma kemur svo
stór vinningur upp á miðann.
Umboðsmaðurinn tók sig þá til
og fór að grennslast fyrir um hvar
pilturinn væri niður kominn og
ieitaði í rauninni að honum í iang-
an tíma um allt land.
Lol sins fann hann piltinn og gal
troðið á hann peningunum, sem
hann vann.“
— Þetta kalla ég heiðarleika.
,,Já, það er óhætt með það. Sumir
hefðu ef til viil reynt að nota sér
þessa aðstöðu öðruvísi.“
— ]>að er margt í mörgu ...
,,Þá man ég ])að, já. Hefir þú trú
á di'aumum? Mundir þú segja að
])að væri að marka drauma 'um.ein-
livér ákve-ðin númer? Sumir fara
miög eftir þessu, og einkennilegir
hluiir koma fyrir- í því sambandi.
Það kom iil okkar maður fyrir
nokkru og bað okkur um ákveðið
númer. Núinerið var þegar selt, og
við sögðum það. Hann bað okkur
að segja sér hve-r ætti miðann, því
Framhald á bis. 33.
Toni heimapermanent
gerir hár yóar mjúkt, gljáandi
og meófærilegt
Með Toni fáið pér faUegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að
“leyniefni” Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það. Ekkert annað
permanent hefir “leynicfni”. það er eingöngu í Toni.
Toni er framleitt i þremur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað
og litað hár
Einn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toniframleiðsla tryggir fegursta hárió
VIIÍAN 3X