Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 36
Þér vaxandi álits. þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöö Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Þó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gitlette er skrásett vörumerKi. Bergþóra skrifar. Framhald af bls. 18. Þá þarfnast unga stúlkan þess að- halds, sem almennt viðhorf eitt get- ur veitt henni. Við verðum öll að standa að þessari nauðsynlegu vernd. Piltarnir, að svo miklu leyti sem unnt er að gera þeim það skilj- anlegt og í þeirra valdi stendur. Foreldrarnir — ekki með neinum refsiákvæðum, heldur eingöngu á þann hátt að horfast í augu við staðreyndirnar; ræða við dætur sín- ar i hreinskilni og sýna þeim traust, en ekki oftraust, sýna þeim fram á, að þær verði að vera þess umkomn- ar að segja „nei“ þegar því er að skipta. Og ungu stúlkurnar — þær verða fyrst og fremst að gera sér það ljóst, að það eru þær, sem verða að taka afleiðingunum, og hitt, að ungir menn eru yfirleitt ótrúlega ábyrgðarlausir. 1 hinu viðurhluta- VIKAN mikla kapphlaupi æskunnar um maka og lífsförunaut, verður yfir- leitt beztur hlutur þess, sem gefur sér tóm til að flýta sér hægt. ★ Bók vikunnar. Framhald af bls. 19. irnir geti breytt hversdagslegum dægurlagasmið í Beethoven með hreytingu á hormónahlutföllum, en það sem áður var talið guðlegs eðl- is i tilfinningalífinu og eins hið gagnstæða, er nú skýrt vísindalega sem liffræðilegt fyrirbrigði, sem meðal annars byggist á starfsemi innrennsliskirtlana. Lífsgátan sjálf er að visu óleyst enn, en þeir tím- ar virðast nú nálgast óðum þegar byltingin hefur gert manninn og allt, sem með honum dylst, að eins konar líftæknilegu fyrirbæri, tals- vert flóknu að yísu, en kannski ekki flóknara en ýmis elektrónisk tæki . . . og sízt fullkomnari. „Skáld ástarinnar“, bókin sem hér um ræðir, er eins konar bauta- steinn á ledði þeirrar kynslóðar, sem trúði því að göfugustu tilfinningar mannsins væru guðlegs eðlis og i ætt við eilífðina og ódauðleikann. Sá bautasteinn er hið fegursta verk, enda snillingur sem hann reisti, indverska nóbelsverðlaunaskáldið og hugsuðurinn, Rabindranath Tag- ore, sem margir telja að orkt hafi þau fegurstu ástarljóð sem fyrir- finnist í heimsbókmenntunum. Ég hygg að vart fari hjá þvi, að þeir sem nú eru miðaldra, öfundi hina liðnu kynslóð eftir lestur þessarar bókar — öfundi hana fyrir þekk- ingarskort sinn á starfsemi inn- rennsliskirtlanna og þeirri sælu blekkingu að ástin væri guðlegs eðlis og í ætt við eilífðina. Þeir, sem náð höfðu nokkrum þroska áð- ur en byltingin mikla hófst, varð- andi afstððu mannanna til manns- ins, lesa „Skáld ástarinnar" áreið- anlega ekki ósnortnir. En þýðing séra Sveins Víkings er líka minnisvarði á sfna visu. Bautasteinn á leiði þeirra manna, sem gáfu sér tima til að vinna verk sitt og vanda sem bezt þeir gátu, þegar þeir tókust á hendur að þýða skáldverk erlendra öndvegishöf- unda á sitt móðurmál — oftast af eigin hvöt og löngun til að þeirra eigin landar mættu einnig njóta þessara skáldverka sér til yndis og þroska. Sveinn Víkingur kastar hvergi til höndunum við þýðinguna, sérhver setning er liaulhugsuð og fáguð og öll ber liún vitni ríkri virðingu fyrir höfundinum og ást á viðfangsefninu. í þeim skilningi er þessi bautasteinn þeim er reisti einnig til mikils sóma. Af forlagsins hálfu er og vel til bókarinnar vandað, pappír góður og bandið að minnsta kosti ekki lakara en maður á að venjast nú orðið. Loftur Guðmundsson. Hver var morðinginn? Framhald af bis. 24. Walnut vann geysistóran bangsa. Um 11-leytið gengu þau að skot- tjaldinu, og þar mættu þau aftur Cachot, sem spurði hvort þau vildu koma með honum heim og þiggja einn drykk, — og þá getur herra Pathé séð nýja húsið mitt um leið, bæiti hann við. Þau voru öll mjög hrifin af hús- inu, en er þau gengu inn i stof- una, blasti við þeim hryllileg sýn. Á gólfinu lá ung kona látin. — Mon Dieu! hrópaði Cahot, — þetta er konan mín. Hún hefur verið skotin . . . ég hefði aldrei átt að láta hana vera eina heima, en hún vildi ekki koma með mér á skemmtistaðinn . . . -— Hafið þér verið á skemmti- staðnum allt kvöldið? spurði Hur- lock. — Hvar voruð þér frá því við hittum yður kl. um 9 og þar til við hittumst aftur við skottjaldið kl. um 11? — Ég gekk um f skemmtigarðin- um, svaraði Cachot. — Einn vina minna, Soupape getur borið um það. Ég hitti hann rétt eftir að ég hafði hitt ykkur i fyrra sinnið . . . við fórum svo til byssuljósmynd- arans og þar voru teknar af okkur myndir. Sjáið bara sjálf .... Hurlock leit á myndina, slðan sagði hann: — Ég skýt ekki oft, en þegar ég geri það, þá hitti ég venju- legast i mark. Mundi ég skjóta langt frá markinu, ef ég segði að þér vær- uð morðingi, herra Cachot? Hvers vegna grunaði Hurlock herra Cachot fyrir morðið? Skoðið teikninguna vel og athugið hvort þér getið séð það áður en þér at- hugið lausnina Lausn •nurq ^ naoA JlH^IÖSþW ÖB ssacf bu83a ipnrqs[eq mn Idtqs ngaijnnas ^cj go ‘juuigji -ÍIIIra I mtaq gijej ujeq jaA jnjaS uubjj mjnBisjaAtj gom uueq ja bc{ ‘nuipiBfuoJis j uinuoq jb uiqai ja ui -puXm jBgac{ ‘JBgjs ua ‘giuuis bjjXj i jsnijiq jiac{ ja ipuiqsiBq jHajnfuaA gam jba uueq ge puXajgBjs bc{ giA miaq inna jnmaq ‘uuBmu ub -Rb mnuigjcgijuimaqs i gTjaA ijBq uunq gB um sjoqoBo áuigjXnnj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.