Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 18
í fullri alvörn: Hroðvirkni — þjóðarlöstur eða stundarfyrirbæri Sú -var tíðin að ekkert lá á. Eng- inn sagði, flýttu þér. En sú tíð er nú löngu liðin. Sú var lika tíðin, að vandvirkin var öllu meira metin en mikii af- köst, þótt alltaf hafi þótt æskilegt að það tvennt færi saman. Sú tíð virðist því miður líka liðin. Það var fyrst og fremst setuliðs- vinnan svokallaða, sem hafði enda- skipti á þvl sjónarmiði. Fiestum, þeim, sem léðu sig til þeirrar vinnu, fannst hálft i hvoru að það væri í rauninni hálfgerð lítilmennska að láta gullið freista sin til að vinna erlendum húsbændum á íslenzkri grund, og þóttust rétta nokkuð hlut sinn með því að sýna þeim sem minnsta trúmennsku í starfi — ná af þeim sem mestu gulli fyrir sem lélegasta vinnu. Það viðhorf var að visu mannlegt, en það hefur sýnt sig að sú hefnd hefur fyrst og fremst hitt okkur sjálfa fyrir. Það sjónar- inið hefur öðlazt hefð hjá þjóðinni að vinnulaunin séu aðalatriðið, hitt sé aukaatriði hvernig verkið er af hendi leyst. Þetta er hættulegt sjónarmið. Það er ekki neinn undirlægju- háttur við vinnuveitendur að leggja sig allan fram í þvi skyni að vinna verkið sem bezt. Hroðvirkni og vinnusvik valda ölium tjóni, en þó mest tjóni þeim, sem verkið vinnur, því að Jiað sjónarmið verður siðan snar þáttur i öllum samskiptum hans við aðra — og sjálfan sig. Eins og aðrar þjóðir eiga íslend- ingar lífsafkomu sína og tilveru sem sjálfstæðrar þjóðar fyrst og fremst undir útflutningsframleiðslunni. Að hún njóti álits á erlendum markaði og sé seljanleg við sem liæstu verði. Það verður þvi aðeins, að þeir sem að lienni vinna, vandi verk sitt sem bezt. ■ Engum blandast hugur um nauð- syn þess, að teknar séu upp sem full- komnastar tæknilegar aðferðir við alla framleiðslu, að framleiðsluvör- urnar séu 1 sem smekklegustum um- búðum og vel auglýstar. Allt stuðlar þetta að þvi, að við verðum þess umkomnir að standast hina hörðu samkeppni á erlendum markaði. En það er hinsvegar alls ekki nóg. Fáar framleiðsluvörur eru þannig unnar að mannshöndin og aðgæzla manns- ins eigi ekki sinn þátt i þvi hvernig gæðin verða. Og þvi er nú einu sinni þannig farið, varðandi helztu út- flutningsframleiðslu okkar, fiskinn að þær útflutningsvörur, sem lir honum eru unnar, að þar ræður mannshöndin og það viðhorf, sem henni stjórnar, mestu um gæðin, þrátt fyrir fullkomnustu vélræna framleiðslutækni. Enda þótt fram- leiðsla okkar sé nú þegar fjölbreytt- ari en áður, bendir allt til þess að fiskurninn verði aðalframleiðslu- vara okkar til útflutnings en um alllangt skeið. Þar er þvi mikið i húfi, ekki einungis fyrir útgerðar- fyrirtækin og fiskvinnsluverin, heldur þjóðina alla. Að undanförnu hafa verið fluttir fastir þættir „um fiskinn" I rikisút- varpið, og er það sannarlega vel til fundið. En engum, sem á þá hefur hlustað að staðaldri, getur dulizt það, að ekki sé allt í sómanum, hvað snertir alla verkvöndun í sambandi við meðferð aflans og vinnslu hans — að þar ráði hið þjóðhættulega setuliðsvinnusjónarmið, að fá sem mest gull með sem minnstri fyrir- höfn, allt of miklu um það hvernig til tekst. Áður fyrr þótti íslenzki saltfiskur- inn slík úrvalsvara, að hann var lengi vel svo að segja samkeppnis- laus á erlendum markaði. Það var þó ekki þvi að þakka, að framlciðslu- tækni okkar á því sviði væri full- komnari en annarra fiskveiðiþjóða, heldur fyrst og fremst því viðhorfi, sem stjórnaði liöndum þeim, er að framleiðslunni unnu, bæði um borð í fiskiskipunum og i landi. • Nú er svo komið að islenzki fisk- útflutningurinn á við harða sam- keppni að etja á erlendum markaði, og það svo, að tvisýnt þykir hvernig fara muni. Hvað vélræna fram- leiðslutælcni, þekkingu og sérfræði- lega kunnáttu snertir, stöndum við þó keppinautum okkar fyllilega jafn- fætis, og það cr alkunna. að hráefn- ið. fiskurinn sjálfur, sem við höfum yfir að ráða, sé yfirleitt mun betri — að minnsía kosti á meðan liann er i sjónum. Og þar sem við eigum styttra á mið að sækja en flestar aðrar þjóðir, ætti hann líka að geta verið jiað, þegnr hann kemur til meðhöndlunnr og vinnslu í land. En hvað er þá að? Einmitt þetta verðum við að gera okkur ljóst og vinna þar að úrbót- um eftir megni, minnugir þess, að sjálfstæðisbaráttan er háð á mörg- um sviðum ... Drómundur. augnabrúnablýaniurinn með breiðu og mjóu blýi og hefur inn- byggðan yddara. Kynnið yður aðrar Kurlass augnsnyrti- vörur og þér munuð sannfærast um ágæti þeirra. Fást í snyrtivöruverzlunum. Umboðsmenn: H.A. TULINIUS / Bergþóra skrifar um konur og karla: Hver á að gæta dætra vorra? „Nei, nú er svo sannarlega timi til þess kominn. að foreldrarnir geri sér það ljóst, að þeir verða að gæta dætra sinna,“ sagði miðaldra nng- frú, sem yfirleitt var mjög frjáls- lynd, en virtist nú ekki geta orða bundizt. Það var verið að ræða um seytján ára stúlku, sem foreldr- arnir höfðu neytt til að giftast i skyndi manni nokkrum, sem hún vildi alls ekki eiga. „Já, okkar var að minnsta kosti trúlega gætt,“ sagði systir ungfrú- arinnar, sem var nokkrum árum eldri og einnig ógift. „Hann leynir sér ekki heldur, árangurinn!" Og það var beinlinis furðulegt hvilikri beiskju hún virtist geta veitt útrás I þessari einu setningu. Ég gat ekki annað en hugleitt nokkuð þennan tvíþætta harmleik, sem þarna var um að ræða. Fyrst var það unga stúlkan, sem aðstæð- urnar höfðu neytt til þess, sem heiini var þvert um geð, og svo voru það þessar systur, miðaldra ung- frúr, sem gátu ekki varizt þeim grun, að þær hefðu verið „verndað- ar“ einmitt gegn þvi, sem þær hefðu helzt viljað láta henda, þótt þær vildu ekki beinlínis viðurkenna það berum orðum, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Báðar voru þær þess auðheyranlega fullvissar, að það hefði verið þessi „verndargæzla“, sem réði örlögum þeirra þegar 1 æsku. Hins vegar gaf það auga leið, að það var einmitt skorturinn á slikri vern'dargæzlu, sem réði ör- lögum ungu stúlkunnar, sem við höfum verið að ræða um. Þegar pendúllinn hefur sveiflazt alla leið til hægri, hefst sveiflan aftur lengst til vinstri. Á okkar tímnm er ekki minnsta aðgæzla höfð með ungum stúllcum og ekki um snefil að vernd að ræða. Þeir for- eldrar þyrftu líka að vera sncmma á fótum og fara seint i háttinn, sem hygðust vernda dætur sinar fyrir óheppilegum kynnum, eins og allt er nú i pottinn búið. Og þó væri þar ekki um að ræða annað en sjálf- sagða skyldu foreldranna. Það hefur verið sameiginlegt með öllum menningarþjóðum, fyrr og siðar, að nngar, ógiftar stúlkur nytu verndar og gæzlu. Ástæðurnar fyrir því kunna að hafa verið nokkuð mismunandi, eins og aðstæðurnar, en tilgangurinn hefur alltaf verið einn og sá sami. Að vissu leyti gegnir það þvi furðu nú, þegar menntaðir og vel mannaðir foreldrar standa gersam- lega ráðþrota uppi, varðandi það, að gæta dætra sinna og veita þeim tilhlýðilega vernd. „Ég get gætt min sjálf“, er viðkvæðið hjá dótturinni — en þar sem hún er einmitt hin eftirsótta bráð á veiðisvæði kyn- lifsins, gefur auga leið að hún get- ur einmitt ekki gætt sin sjálf. Fjarri fer því, að ég telji ákjós- anlegt að horfið væri aftur að þvi sem var, hvað þessi mál snertir, enda má margt á milli vera. Væri ekki unnt að stöðva pendúlinn í nokkurnveginn miðri sveiflunni? Óþolinmæðin er ekki til að spauga við, allra sizt þegar „ástin“ rekur á eftir; stúlkunni er því vandi á höndum, þegar pilturinn kann sér ekki hóf og setur sina úrslitakosti. Framhald á bls. 36. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.