Vikan


Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 43

Vikan - 08.03.1962, Blaðsíða 43
anum og andaði að sér köldu kvöld- loftinu, þar til blóðið rann örar i seðum heunar. Svo lokaði hún glugg- anum og settist við snyrtiborðiS. Hún kveikti á lömpunum yfir því og lét ljósið lýsa beint á andlit sitt. — Heimskinginn þinn, sagSi hún rólegri röddu, kjáninn þinn. Hvern- ig geturSu gleymt þér eftir öll þessi ár, hvernig geturðu afhjúpað þig svona! Hún sat kyrr og horfSi i andlit sitt. Þegar liún var tólf ára, hafði lnin séS sjálfa sig í réttu ljósi. Nú sá hún litlu tólf ára stúlkuna í speglinum, sem var aS byrja að þroskast í konu. — Enginn getur elskaS mig, hafði barniS hugsaS. Af skelfing'u yfir þvi, aS verSa að lifa án ástar, hafði barnið byrjað aS gráta lágt. En ein- hver verSur aS elska mig — einhver verður að gera það! í þrjú ár liafði stúlkan gengið um i örvilnan, en siðar hafði henni byrjað að þykja innilega vænt um kennslukonu sína, ófríða, miðaldra konu. — Mér finnst svo vænt um frök- en Forbes! liafði hún sagt við sjálfa sig. Hvernig getur það verið, þar sem hún er næstum eins Ijót og ég sjálf? En hún er svo þægileg og viðfeldin! Þessi orð urðu síðan leiðarstjarna hennar. Það var hægt að elska ein- hvern af því hann var þægilegur. Ástina var liægt að fá, með þvi að vera þægilegur. Þvililc barátta í sál fimmtán ára unglings. Hún kæfði óstýrilegt skap gelgjuáranna. Hún leyfði sér aldrei þann munað að mótmæla öðrum. Hún vandi sig á, að taka eftir hvers aðrir þurftu með, til þess að þeir treystu henni og leituðu stuðnings hennar. Hún hlust- aði og þagði. Þegar hún var tuttugu og tveggja ára, hafði Roger orðið ástfanginn af henni. Ekki heitt og ástriðufullt, en eins og hikandi og þvert á móti vilja sínum. Hún hafði sýnt mikla gætni, .aldrei ágeng, alltaf til taks þegar hann óskaði þess, og smám saman varð hún honum ómissandi. Hún hafði aldrei ásakað hann, ekki heldur fyrsta sumarið, sem þau þekktust, þegar hann varð hrifinn af fallegri frænku sinni, sem kom í heimsókn. En Sally liafði verið duttlungafull og eyðilögð af dekri, en Rut hafði beðið. Hann hafði komið aftur til hennar og beðið hana að giftast sér. Hún hafði tek- ið honum og þau höfðu gengið í hjónaband strax. Síðan hafði hún haldið áfram að magna seiðinn -— hún hafði ofið í kringum hann töfravef — úr þægilegri framkomu sinni. — Heimskinginn þinn, sagði iiún aftur við mynd sína i speglinum. Þú ert að eyðileggja allt fyrir þér — og fyrir þeim, sem þú elskar. Ég hata þig! Svo bætti hún lágt við: — En ég verð að lifa með þér. Hún gat ekki flúið frá sjálfri sér. Ef liún missti niður seiðinn, mundi hann sjá hana eins og hún var. í kvöld munaði litlu, liugsaði hún. Hún var alls ekki afbrýðisöm vegna konunnar i lestinni — það hafði bara komið fát á hana gagnvart svona fullkominni fegurð. Hún var næstum búin að gleyma hvernig fegurð var, og hún hafði sökkt sér niður í örvæntingu æskuáranna. Það voru liðnar fimm mínútur. Eftir nokkra stund mundi hann koma upp og sækja hana. Hún fór úr daufgrænum kjólnum og fór í kjól úr dökkrauðu flaueli. Hann fór henni vel, og hún burstaði hárið vandlega aftur. Hún gekk liægt niður stigann, fótatak hennar var mjúkt, en ákveð- ið. Hann stóð við arininn og henni brá, þegar hún sá svipinn á andliti hans. Svona tæpt hafði það staöið, svona tæpt, að hún hefði misst nið- ur seiðinn! Hún hló lágt. — Ég skal se-gja þér, sagði hún, ég held að þetta hafi verið út af græna kjólnum. Ég hugsa að ég noti hann aldrei framar. Hann hef- ur aldrei farið mér vel. Hún sá hve honum létti. — Þetta var heimskulegt, sagði hann hrærður. Iíomdu nú og gefðu mér kaffið mitt. HVE GLÖGGUR ERTU? LAUSN. 1. Regnhlífin er meira bogin. 2. Það er kominn kross á kirkjuturn- inn. 3. Afturljósið á bilnum er öðru- vísi í laginu. 4. Þumalfingurinn á manninum með regnhlífina sést. 5. Stýri bílsins sést. 6. Loftspaðinn er með þrjú blöð. 7. Boltinn lengst til hægri hefur skrúfgapg alla leið. Nýlagt gólf. Lausn. Reitirnir, sem eru eins eru 6. reitur í annari láréttu linunni að ofan og 3. reitur i sjöttu línu að ofan. — Píp! Það varst þú, sem áttir að koma með upptakarann! — Mundu nú eftir að koma með hann aftur á niorgun, eins og vant er. í B ÚÐA RHÚS n VERKS MI-Ð JU HUS 1 SAMKOMUWÚS PRYSTIHÚS Gnangrát Cetur 6£GM H/TA '• OG KULDA +20° fWV ^20 Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lækjargötu . Hafnarfirði . Sími 50975. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.