Vikan - 19.04.1962, Qupperneq 7
ar ég hringdi, annars værum við
búin að sitja hérna mildu lengur.
Mér liggur ekkert á, það veiztu.
En ég hef beðið í þrjú ár, svo
þegar þú ert héma hjá mér . . .
— Þá vilt þú að ég taki sam-
stundis ákvörðun, greip hún lágt
fram í fyrir honum. Er það
sanngjarnt, Rolf? Þú veizt ekk-
ert um mig núna, veizt ekkert
hvað ég hef verið að gera, eða
hvaða skyldur ég hef við aðra.
Já, þú ert búinn að bíða í þrjú
ár. En þrjú ár er langur tími,
vinur minn. Hugsaðu til sjálfs
þín. Hefur ekki margt komið
fyrr þig á þessum árum?
Hann horfði fram hjá henni
út á mannlausa götuna og sárs-
aukadrættir fóru um sterklegt
andlitið og hrukkan milli sam-
vaxinna augabrúnanna dýpkaði.
Hún horfði þögul á hann og
hugsanir hennar leituðu líka
langt aftur í tímann. Það er ekki
rétt hjá mér, að hann sé líkur
bví sem hann var, hugsaði hún.
Hann hefur elzt og þroskazt.
Fyrir þremur árum var hann
beinaber og svolítið slánalegur
drengur, sem aldrei tók neitt al-
varlega.
Þú verður ekki lengi að heim-
an, haf ði hann sagt við hana, þeg-
ar þau borðuðu saman að skiln-
aði á flugstöðinni. Þú verður
svona briá eða f jóra mánuði. svo
kemur bú aftur, Þú ert of sænsk
í hugsun ti! að festa rætur f
París. En ba.ð er gott fyrir þig
að fá tækifæri til að fara ti? ann-
arra landa og sjá big um. Þess
betur kanntu að meta heima-
landið á eftir. Eg er ekki brædd-
ur um að missa þig, Gerd mín.
Og ef bú lendir í einhverium
vandræðum með Fransmennina,
Framhald á hls. 30.
Hann hafði gef-
izt upp á bví að
bíða eftir henni
og gifti sig eldri
konu til fjár.
Hún hafði dáið
í slvsi og nú var
hann kominn til
bess að hitta
bana aftur,
gömlu kærust-
una, sem hann
elskaði enn.
Smásaga eftir
Sven Forssell.
VIKAN 7