Vikan


Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 19.04.1962, Blaðsíða 28
Vígamaður í sófa. Framhald af bls. 9. líkindnm er hvorf tveggjá satt, svo undarlegur maður er hessi spútnik í stjórnmálunum. Hannibal og Finnbogi eru ákaflega ólíkir bræður. Hannibal er einlægur baráttumap- ur og verklýðsmaður og hugsjónin er aðalatriðið fyrir honnm. Hanni- bal er alitaf í góðu skapi, aldrei raunverulega reiður og einlægni hans efast enginn um. Baráttan er Finnboga fyrir öllu. „Hvern and- skotann varðar mig um hugsjönir meðan barizt er“, var haft eftir öðrum stjórnmálamanni. Finnbogi virðist að minnsta kosti oftast vera reiður út í e-inhvern eða eitthvað. Ekki fer mikið fyrir Finnboga á Aljnngi. Þar er hann mjög af- skiptalitill, enda ekki stöðugur í sæti sínu. Hann teluir varla til máls um annað en utanríkismál og hefur þvf hlutverki að gegna að eltast við utanríkisráðherra. Hann á sæti i utanríkismálanefnd fyrir flokk sinn, sem liann er þó ekki i. Yfirieitt eru ræður hans vei upp byggðar, en þær eru fluttar á þann veg, að þær verða ekki flokki hans til vegsauka. Nokkr- um sinnum hefur hann komið fram við útvarpsumræður. Þar koma sömu einkennin í ljós, vel uppbyggð- ar ræður, en svo hörkulegar að þær missa marks. Finnbogi er vinsæll bankastjóri í Útvegsbankanum, en liann kemur þangað ekki nema ineð höppum og glöppum. Hann tekur mönnum vei i bankanum, þó að liann sé ójijáll við að eiga annars staðar. Maður ber upp bón sína fyrir honum — og oftast segir hann já strax og gesturinn liefur lokið máli sinu. „Til hvers ætti bankafjandinn svo sem að vera ef ekki til þess að hjálpa fólki, sem er i vandræðum?“ — Svo ris hann á fætur, réttir langa og mjóa höndina og segir: „Þér skuluð sækja þetta kl. 2“. Nokkuð var skrifað um Finnboga fyrir ári siðan af tilefni þess að hann hafði keypt sér nýjan Jagúar- bil, en jiað er ein hraðskreiðasta bílategund sem til er, og mjög vönd- uð. Sagt ér að bankinn hafi keypt hílinn handa honum, en á jiað voru engar. sönnur færðar. Þetta, ef satt er, er nýr siður hjá honum. Hann fyrirlítur snobbisma, og sker sig því úr mörgum framámönnum nú til dags. Hann ekur heidur ekki hratt, að minnsta kosti ekki meðan hann átti jeppann. Eitthvað annað, sem enn hefur ekki verið skýrt, hlýt- ur því að liggja til grundvallar fyrir Jagú ar-k aupunum. Finnbogi Rútur er alltaf velbúinn, lirein og fágaður, en það er aðeins eitt, sem setur framandiegan svip á búnað hans hið ytra: hatturinn hans. Hann er oftast með beyglað- an, skældan og skitugan hatt á höfði. Þar er nýbakaður valdamaður, bankastjóri og burgeis að sýna það og sanna, að liann sé maður óbrot- ins alþýðufólks. V Nú sem stendur hefur Finnbogi Rútur mörg járn i eldinum. Mikil og örlagarík togstreyta á sér stað innan Sósíalistaflokksins, bæjar- stjórnarkosningar eiga að fara fram í sumar og alþingiskosningar næsta sumar. Hermann, vinur hans hefur látið af formennsku i Framsóknar- f!okknum, tapað formennskunni við að framkvæma pólitíska linu, sem Finnbogi hefur átt aðaljiáttinn i að búa til. Það eru blikur á lofti. En Finnbogi er sleipur þarna sem hann FERMINGARGJOFIN ER I |J | I Kodak MYNDAVÉL Kodak Cresta 3 myndavélin tckur alltaf skýrar myndir. Gefið fermingarbarninu tækifæri til að varðveita minningu dagsins. Verð..............kr 275,00 Flash-lampi ......... kr. 203,00 Taska .............. — 77,00 HANS PETERSEN BANKASTRÆTI. A-V á hættu, suður gefur. A V ♦ * D-10-8-7 9-6-5-3 ekkert K-D-10-9-2 Suður Vestur Norður Austur 1 tígull pass 1 spaði pass 2 hjörtu pass 4 tíglar pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 6 tíglar pass pass pass Útspil laufakóngur. Ein af fjarstæðunum í hridge er fjögur hjörtu, slemman alltaf. því að þá stendur sú, að stundum getur slemma unn- izt þó að andstæðingarnir virðist eiga tvo örugga slagi. Ef hver i sinu lagi getur fengið einn slag, en þeir taka þá ekki strax, jiá er oft hægt að gera þeirra tvo slagi að einum. Þetta kom einmitt fyrir i spilinu í dag. Suður drap laufakónginn með ásnum, spilaði hjarta á drottniug- una og tók síðan annan hæsta í tigli. Þegar vestur var ekki með í trompinu, var augljóst að austur átti öruggann slag á tromp og vest- ur átti einnig slag á lauf. Sagnhafi vann samt spilið með því að spila upp á það, að austur væri með skiptinguna 4-4-4-1 og þar með talið einspil i laufi. Raunveru- lega nægði sagnhafa að austur ætti í fjórða slag var spaðaásinn tek- inn og spaði trompaður. Síðan komu ás og kóngur í hjarta, og hjarta- tian trompuð. Með jiessu stóð spil- ið eða féll, því ef austur á ekki fjögur hjörtu, getur hann yfirtromp- að. Eftir þetta var suður úr allri hættu. Nú var spaði trompaður, farið inn á kónginn í borði og siðasti spaðinn trompaður. Trompdrottn- ingin var tólfti slagurinn, en siðasta slaginn áttu A-V á laufdrottninguna og hæsta tromp. Jafnvel þótt austur geti trompað í spaðann, stendur slemman alltaf, þvi þá hendir sagnhafi laufatap- slagnum niður og tromp austurs hefur eftir sem áður gleypt lauf- slag vesturs. ★ situr i sófanum með símtólið við eyrað. Hann stendur í ströngu — og bardaginn er honum allt. Honum hefur tekizt að kveikja bál innan Sósíalistaflokksins og Framsóknar- flokksins eins og honum tókst að blása í glæðurnar í Alþýðuflokkn- um á sínuin tíma. Ef hann stórtap- ar einu sinni, jiá gefst hann upp. -fa Vikan og tæknin. Framhald, af bls. 3. ef svo mætti að orði komast. Leikrit þetta var sýnt hér í Reykjavik und- ir nafninu „Gervimenn", sem seinna hefur verið mikið notað hér á landi í annarri meiningu, einkum á styrj- aldarárunum, og þarf það vist ekki frekari skýringar við. Þrátt fyrir allar þær tæknilegu framfarir, sem orðið hafa á síð- ari áratugum, heflur framleiðslan á þessari „manngerð" látið á sér standa — þótt framleiddar hafi ver- ið vélar, sem vinna flest þau störf, sem maðurinn getur unnið, jafnvel gerviheilar, sem taka mannlegum heilum fram að starfsafköstum. Nú hefur austurriskur tæknifræð- ingur, Claus Schols, smiðað vél- menni — gervimann i raun og sann- leika, sem ekki getur einungis unn- ið öll venjuleg heimilisstörf, held- ur og leyst af hendi ýmis störf, sem venjulegum mönnum eru hættuleg, eins og til dæmis meðhöndlun geisla- virkra efna eða slökkvistarf. „Dýr mundi Hafliði allur“, var sagt forðum, en hvort hann hefði orðið jafndýr og þessi 52 kg gervi- maður skal ósagt látið — hann kost- ar nefnilega 760 dollara. En sé end- ingin góð, getur það eflaust borg- að sig samt að festa kaup á slikum náunga. Loftur Guðmundsson. 28 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.