Vikan


Vikan - 19.04.1962, Síða 35

Vikan - 19.04.1962, Síða 35
í fangelsi. 'í Framhald a£ bls. 11. hálniur né neitt annað til að liggja á, og ekki lieidur neitl ilát. Hann gekk nokkrum sinnum yfir þvcrt gólfið — ]iað var fjögur skref hans — og þá fyrst ve-itti hann þvi athygli, að veggurinn, hægra megin við dyrnar, náði ekki alla leið npp undir þakið. Það var bersýnilegt að upp- hafiega hafði þarna verið einn klefi, sem síðan hafði verið skipt í tvennt með skiivegg úr ieir. Enn svipaðist hann um og gekk um gólf, þangað til hann var orðinn sárþreyttur i fót- unum. Hann verkjaði í síðurnar og mjóhrygginn eftir barsmíðina. Og eftir nokkra stund lagðist liann nið- ur á klefaflórinn úti við vegginn. Blóðið suðaði enn fyrir eyrum hans og honum sortnaði fyrir aug- um, en hann veitti athygli öllu um- liverfis sig, og nú heyrði hann það greinilega, að einhver andaði í klef- anum hinum megin við vegginn. Steinnyhburnar voru honum óþægi- legur beður, og hann fann hvernig hlóðið streymdi að, þar sem hann hafði orðið fyrir meiðslum við bar- smiðarnar. Hann dró kuflhettuna niður yfir hægri vanga og hallaði honum upp að veggnum. Það var eins og þessi veggur, sem liann gat hvilt höfuðið við. væri honum bless- unarríkt traust. Og með það í huga sofnaði hann. Hann hafði þó ekki lengi sofið, þegar hann vaknaði við köll nokk- ur. En eitthvað ískalt og þungt liélt honum í fjötrum svefnsins, varn- aði honum að risa upp og opna aug- un. Honum veittist örðugt að komast til vöku og meðvitundar. En röddin kallaði án afláts. Nú áttaði hann sig á því — það var einhver, sem kaB- aði i klefanum hinum megin við skilvegginn. — Vejsil! Vejsil! Guð minn al- máttugur, ég vil ekki meira af svo góðu. Hann heyrði tréskóna skella á hnullungunum úti i garðinum og rödd Vejsils fangavarðar. — Það er ekki þin vegna,, sem þvi eT hleypt á í þetta skipti; það er ætlað liinum, sem er i klefanum við hliðina á þér. — En ef það er ekki ætlað mér, hvers vegna flæðir það þá inn tii min? f öllum guðana bænum, hlif- ið mér! Þá lyfti Marko höfðinu með erf- iðismunum, fann að hann var hlaut- ur og sá að vatn streymdi inn eft- ir rennu á veggnum það flæddi um klefagólfið og síðan hægt út um smá op á veggnum lit við dyrnar. Hann spratt á fætur og æddi um klefagólfið, en hvergi fannst þurr hlettur. Þá reyndi hann að standa á öðrum fæti en þreyttist fljótt og nú tók hann að titra og skjálfa. ITann heyrði Vejsil þrefa og skamm- ast og skipa þjónunum að heina vatnsstraumnum þannig, að það rynni einungis inn til munksins, og liann heyrði þjónana brambolta einhvers staðar uppi yfir og draga eitthvað til. Vatnsstraumurinn niður vegginn jókst stöðugt. Raddirnar hljóðnuðu og það tók að dimma. Bróðir Marko stóð utan við sig upp við vegginn, glennti upp augun og lyfti fótum til skiptis úr vatninu, sem streymdi nú með þyngri nið en nokkru sinni fyrr. Hann skalf og nötraði af kulda, hyrjaði öðru hverju á bæn, en þagn- aði við og gerði krossmark fyrir Telpukápno QK)1 er komio tvíofið þýzkt ullarefni - 4 tízkulitir. Verzl. SIF, Laugavegi. — Verzl. EROS, Hafnarstræti. Verzl. SÓLEY, Laugavegi. — Verzl. FONS, Keflavik. Verzl. ANNA GUNNLAUGSSON, Vestmannaeyjum. SOKKABÚÐIN, Laugavegi. Heildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. sér án afláts. Þá tók nágranninn, fanginn í klefanum hinum megin við vegginn enn til máls. — Hvaða bróðir er þarna inni? spurði hann. ~ Bróðir Marko Krneta, kórbróð- ir frá Kresevo. — Taktu nú eftir orðum mínum, bróðir Marko. Hefurðu ekki ein- hverja peninga á þér, sem þú getur boðið Tyrkjanum? Það veit Guð, að annars deyrðu úr kulda og vos- búð i nótt, og vatnið rennur auk þess inn til mín, gegnum skilvegg- inn. Nú spurði Marko hann hver hann væri. — Melentivenjic, prestur við orthodoxsöfnuðinn í Zenica. Það var einnig vegna peninga, að Fazlo hafði látið varpa honum í fangelsi og fyrsta daginn höfðu þeir líka veitt vatni i klefann til hans, en hann hafði átt tvo dali, saumaða inn i fóðrið á mussu sinni; þá pen- inga hafði hann gefið Vejsil og þannig hafði hann þó að minnsta kosti sloppið við vatnið eftir það. Nú beið hann þess að söfnuðurinn sendi Fazlo lausnargjaldið, eitt þús- und og fimm hundruð groschen, en það var upphæðin, sem hann krafð- ist. Bróðir Marko hafði ekki á sér nema sex groschen. Þeir ræddu málið alllengi. Loks kallaði prest- urinn aftur á Vejsil fangavör?). Hann iór fram á að liann stöðvaði vatns- rennslið, einnig inn i klefann til bróður Markos, og bað hann um leið að senda einhvern af þjónun- um til bróður Mijo Grgic, prests í Dolac, og bera honum þau skila- boð frá bróður Marko, að hann ætti að sækja tvo dúkata. Vejsil afsak- aði sig fyrst með þvi, að hann hefði ekki neinn að senda, að þjónarnir mundu koma upp um liann, að Fazlo væri óður af rciði eins og tígrisdýr. Loks varð þó að sam- komulagi, að Marko skyldi gefa þjónunum þau sex groschen, sem hann bæri á sér, auk dúkatanna, sém fangavörðurinn átti að fá. Að þvi búnu leiddi Vejsil bróður Marko yfir í hústað sinn, færði honum tyrkneskt kalem og fékk honum í hendur gulan pappír, svo hann gæti skrifað hróður \fijo. En hendur bróður Markos voru stirðar af kulda og titrandi, svo það var með naum- indum, að honum tókst að tengja saman stafina, þegar hann skrif- aði. „Nú hefur Fazlo varpað mér í fangelsi. Og þeir veita vatni inn i kleíann til min. Mitte VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.