Vikan


Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 35
hans með hægri hendi um leið og hann greiddi honum svo hart og Þungt högg með þeirri vinstri, að hann. féll flatur í forina. „Þið svínin skuluð hér eftir kalla mig herra Bernardo, þegar þið ávarpið mig,“ hrópaði hann. „Þetta er nóg,“ sagði Riff um leið og hann hjálpaði Tony að komast á fæturna aftur. Hann gaf hinum Þotunum merki um að vera rólegum, þetta gát hann sjálfur leyst. „Hér er um að ræða ákveðið einvígi á milli ykkar tveggja," sagði hann við þá, Bernardo og Diesilinn. En Bernardo virtist ekki una þeim úrskurði; hann seildist til og rétti Tony léttan löðrung um leið og hann sagði við Diesilinn: „Biddu eitt and- artak á meðan ég liðka mig svolítið við að klappa honum • á sina mjúku vanga. Þú færð svo þinn skerf á eftir." Hann steig skrefi nær Tony, sem strauk vangann, og mælti ögr- andi: „Hvað gengur að þér, elsku vinur? Ertu hræddur, hænuunginn minn?“ Riff hratt Tony aftur. „Taktu sjálf- ur afleiðingunum," sagði hann við Bernardo, „ef þú heldur þér ekki saman.“ Bn Tony neitaði að hverfa þannig af hólmi. Nú var honum ljóst hve skakkt hann hafði farið að. Það hefði verið stórum mun hyggi- legra — burt séð frá því hverju hann hafði heitið Maríu — að hann hefði látið þá berjast til úrslita afskipta- laust. Hefði Diesillinn barið Bern- ardo niður, þá var allt í lagi með það — þá hefði hann sjálfur getað tekið Diesilnum tak og sýnt Bern- ardo þannig, að hann vildi koma á fullum sáttum. Ef Bernardo hefði aftur á móti borið sigurorð af and- stæðingi sínum, hefði Tony gefizt tækifæri til að rétta tilvonandi mági sínum höndina, viðurkenna sigur ur hans og biðja hann sátta. Og hefði Bernardo ekki þegið það boð, heldur slegið á útrétta hönd hans, þá mundi Tony hafa verið í sínum fulla rétti þótt hann tæki eftirmálin í sínar hendur og léki Bernardo svo, að hann yrði að biðja griða. ! En nú var þetta um seinan séð, og það fór hrollur um Tony þegar hann varð þess vísari hve skefjalaust Bernardo hataði hann. Nú gat hann ekki aðhafzt neitt. ETn vegna Maríu mátti hann þó ekki láta neins ófreist- að. Hann kaus heldur að niðurlægja sig. ,,Bernardo,“ mælti hann. „Þú mis- skilur mig algerlega." En Bernardo hristi höfuðið. „Nei,“ svaraði hann. „Ég skil þig fyllilega. Þú ert raggeit." „Hvers vegna viltu endilega rang- færa alla hluti?“ spurði Tony enn, og gaf Hreyflinum merki um að láta þetta afskiptalaust. Bernardo gekk fast að Tony, reiddi hnefann undir nef honum og kallaði hæðnislega: „Ég heyri ekki hvað þú ert að kvaka, hænuunginn minn . . ..“ „Bernardo .... ég aðvara þig .... “ En Bernardo kunni ekki hóf hatri sínu og ofsa. Hann tók að dansa um- hverfis Tony eins og nautaatsmaður kringum bola, um leið og hann greiddi honum létta löðrunga. „Er það nokk- uð annað, sem þú hefur á samvizk- unni, hænunginn minn .... segðu það þá strax, áður en ég legg Þig aftur í hreiðrið," mælti hann ögr- andi. Þetta var meira en Riff gat þolað. Honum varð hugsað til þess, að hann hafði mánuðum saman haldið uppi vörnum fyrir Tony, gegn rógi þeirra hinna, Hreyfilsins, Diesiisins og jafn- vel Nonna pelabarns og Allraskjátu. Enginn hvítur maður, sem átti minnsta snefil af stolti í fórum sin- um gat tekið slíkum og þvílíkum svívirðingum frá aðskotadýrunum án þess hefndir kæmu fyrir. Hvað gekk eiginlega að Tony? Var hann eitt- hvað bilaður andlega .... það hlaut að vera eina skýringin á þessu athæfi hans. Og Riff brá hendinni í vasann, þar sem fjaðrahnífur hans lá. Bernardo greiddi Tony enn einn löðrung. „Litli, guli unginn litlu gulu hænunnar ....“ „Hvað gengur að þér, Tony?“ hróp- aði Riff í örvæntingu sinni. „Ertu slíkur endemis ræfill, að þú þolir honum slíkar svívirðingar ....“ „Dreptu hann, Tony ....“ æpti Allraskjáta. Og Nonni pelabarn hoppaði af ákafa. „Dreptu hann .... dreptu hann . . . .“ Framhald í næsta blaði. Blóm á heimilinu: Skrautblaðablóm eftir Paul V. Michelsen. Coleus: Álfamöttull, sem á heimkynni sín ví'ða, svo sem Asiu, Afrfku og Ástraliu, hefur verið ræktaður hér í mörg ár, er líklega sú leguntl plantna sem þekkist einna bezt. En j)ær teg- undir og afbrigði sem áður voru ræktuð hér voru eklci sérlega upplífgandi. Voru flestar mjög dökkbrúnar og grænar. En þau aflu-igði sem nú eru komin á markað og hafa verið s.l. 2—8 ár er tæplega hægt að bera saman við þau, sem áður voru. Því margbreytileiki i iitum er svo ó- trúlegur að erfitt er að lýsa, en coleus er hægt að fá i sem sagt öllum hugsanlegum litbrigðum og sjaldan koma tvær plöntur eins, þó að um nokkur hundruð plantna sé að velja. Coleus er bezt að kaupa sem sæmilega stóra plöntu og má þá alllaf taka af þeim græðlinga, er róta sig á nokkrum dögum i vatnSglasi í eldhúsglugganum. Til ])ess að coleus haldi vel sín- um fagra lit, er bezt að hafa hann í góðri birtu, en ekki sól, vökva hann nokkuð mikið að sumrinu, en varlega að vetrin- um. Coleus missir venjulega nokkuð mikið af litbrigðum sin- um að vetrinum og vill oft verða rytjulegur. En þegar komið er fram í febrúar cr bezt að klippa hann mikið niður og umpotta, og mun hann þá koma fljótt til aftur og fá sinn fagra iit. Oft- ast mun þurfa að láta hann i stærri pott aftur að sumri, því vöxturinn gelur, með góðum blómaáburði, orðið mjög mikill. Bezt er að hafa mjög áburðar- rika og vel sandblendna moldar- blöndu. Klippið blómin af og mun þá plantan verða marggrein- óttari og fallegri. A NYLON STYRKT NANKIN HEKLA • AKUREYRI IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDEILD SÍMI 11971,17080 BUXURNAR NÝTT AMERlSKT EFNI AMERlSKA SNIÐIÐ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.