Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 34
MERKIÐ ER
Sportver framleiðir
STRETCH HELANCA
sportbuxur
í fjölbreyttu úrvali.
Allar stærðir —
tízkulitir.
SPORTVE
Skúlagötu 51.
Sími 15005.
gætilega fram um skref.
„Allt í lagi,“ svaraði Riff, „fyrst
þú vilt hafa þann háttinn á Því ...
Riff steig skref til hliðar og gaf
Diesilnum merki um að ganga fram.
„Hann er reiðubúinn að mæta þér.“
Diesillinn dró djúpt andann um
leið og hann kreppti og rétti úr hnú-
um hægri handar á víxl og gekk
gætilega fram. Hann var þyngri en
Bernardo, og rökkrið var orðið myrk-
ara en honum þótti gott, en hann
var ekki í neinum vafa um að hann
gæti staðið af sér hvert Það högg,
sem Bernardo kæmi á hann. Engu
að siður varð hann að gæta sin; þótt
Bernardo væri léttur, var það al-
kunna að hann var mjög höggharður.
Hann hafði þegar getið sér mikiö
frægðarorð i götuátökunum, og Það
voru margir sem sögðu, að hann gæti
orðið mikill hnefaleikari i sinum
þyngdarflokki, tækist honum einung-
is að hafa hemil á skapi sínu.
Diesillinn beindi hörðu höggi að
kjálka hans, en Bernardo vék sér
undan um leið og hann sló með
vinstri hnefa. Diesillinn varðist högg-
inu auðveldlega. Enn sló Diesillinn
með vinstri hendi; síðan laust með
þeirri hægri í blekkingarskyni um
leið og hann vék sér naumlega undan
hnefa Bernardos, sem straukst við
eyra honum.
Það leyndi sér ekki, að Bernardo
reyndi að koma rothöggi á andstæðing
sinn, en beindi ekki hnefunum að
bol hans. Það kom sér í rauninni vel
fyrir Diesilinn, þar sem það varð til
þess að Bernardo beindi höndunum
hærra en ella, og var því ■ barmur
hans ekki eins varinn. Tækist
Diesilnum að' greiða honum þungt
og hart högg undir bringsmalirnar,
mundi hann ekki þurfa fleiri; hann
mundi lyppast niður, og um leið
gæfist Diesilnum færi á að greiða
honum svo vel úti látið kjaftshögg,
að hinar hvítu framtennur hans sætu
varla fast í góm á eftir.
Diesillinn skýldi sér með öxlinni
íyrir hörðu vinstrihandarhöggi Bern-
ardos um leið og hann kom þéttings-
hörðu höggi á rifin, en varð þó minna
úr vegna hreyfingar Bernardos, sem
i sömu andrá greiddi Diesilnum
kjaftshögg, svo vel úti látið, að var-
irnar tóku samstundis að þrútna.
Bernardo gerði sér það ljóst, að
sá bandaríski var harðskeyttur við
að fást; en um leið og hann fann
hnúa sína snerta munn hans, langaði
hann mest til að hrópa upp yfir sig
af fögnuði. Hann dansaði léttilega,
en þó um leið með öruggri fótfestu,
umhverfis Diesilinn; vék sér undan
höggum hans, barði hann, vék sér
undan ....
Þetta var í sannleika sagt ekki
ósvipað dansi, hafði sína föstu hrynj-
andi, afmörkuðu skref; allt kom af
sjálfu sér, hiklaust og háttbundið,
jafnvel höggin. Þannig ætlaði hann
að dansa umhverfis andstæðing sinn
réttsælis enn um hrið, víkja sér und-
an og slá til skiptis, verjast og sækja
á, en breyta síðan skyndilega um og
stíga dansinn rangsælis — það gæti
orðið til Þess að fát kæmi á and-
stæðinginn brot úr andrá, en þó nógu
lengi til þess að hann stæði óvarinn
fyrir höggi, sem dygði.
I sömu svifurn heyrði Bernardo að
einhver kallaði; hann stökk til hliðar
og Diesillinn tók einnig skref f jær ...
„Hættið þessu á stundinni!"
„Tony er kominn," kallaði einhver.
„Betra seint en aldrei."
Tony haíði stokkið á milli þeirra,
einvígismannanna; hann dró þungt
andann og var bersýnilega mikiö niðri
fyrir.
„Hvað gengur að þér?“ spurði Riff,
undrun lostinn.
„Rólegir .... rólegir, þið allir,“
mælti Tony skipandi og gætti þess
að andstæðingarnir kæmu ekki höggi
hvor á annan.
„Hvern fjandánn sjálfan meinarðu
eiginlega?" spurði Riff reiðilega.
„Segðu það strax ....“
Bernardo notaði hléið, sem á varð,
til að kasta mæðinni. Hann þrýsti
hnúum hægri handar fast í lófa
vinstri handar. „Kannski honum hafi
aukizt svo hugrekki, að hann þori
að berjast sjálfur," mæti hann hæðn-
islega og brosti við, Þegar hann heyrði
Hákarla sína hlæja dátt að fyndn-
inni.
Og Tony tók undir hláturinn; hann
brosti meira að segja þegar hann rétti
Bernardo höndina. „Það þarf ekki
hugrekki til að slást, Bernardo," sagði
hann. „Það er að minnsta kosti allt
annað hugrekki, sem okkur kann að
skorta .... “
Bernardo sló snöggt á útrétta hönd
í einum og sama pakka
2 tegundir af Ijúffengum
barnamat.
Gefið barninu Scott’s
barnamat.
Heildsölubirgðir:
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ
34 VIKAX