Vikan


Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 10
Smásaga eftir Oglu Axels Á valdi sælla endurminninga og bjartra framtíðarvona hraSaði Ásta sér til vinnu sinnar á skrifstofunni. Veður var fremur kalt, því að frost- kul hafði verið um nóttina og mátti auðveldlega finna að vetur konungur væri í nánd. Ásta leit á úrið sitt og greikkaði sporið, því áð hún var þegar orðin nokkrum mínútum of sein. Þegar hún lcorn út úr snyrtiklefa skrifstofufólksins mætti hún Konráði skrifstofustjóra á ganginum og var hann í fylgd með háum og dökk- hærðum manni. „Góðan dag Ásta. Má ég kynna þig fyrir þessum nýja starfsmanni okk- ar, Páli Óskarssyni. Hann he'fur tekið að sér bóklialdið fyrir okkur þang- að til Sveinn kemur aftur. Ásta tók í framrétta hönd Páls, sem var fannhvít og vel löguð, bar hún þess greinilega vitni, að hann hefði ekki stundað erfiðisvinnu um dagana. Iíún bauð hann velkominn i starfið; hann þakkaði henni fyrir og brosti iitiliega. Konráð sneri nú máli sinu til Ástu og bað hana að byrja á að leggja saman reikninga og vélrita nokkur viðskiptabréf, sem ættu að fara í póst fyrir hádegi. Ásta kvaðst skyldi gera hað, og hraðaði sér inn i skrif- stofuna. Hún bauð góðan dag, gekk siðan í áttinai að borðinu sinu en stanzaði í leiðinni hjá Möggu sem sat og vélritaði reikninga og spurði hana hvernig hún hefði skemmt sér í gærkvöldi. „Alveg svakalega vel, ég sit hér i sæluvímu, manneskja,“ sagði Magga og lygndi augunum um leið til að gera sæluvímuna áhrifameiri og senni- legri. Ásta hló að henni stríðnislega, og tók síðan til við að leggja saman reikningana af kappi. Klukkan var orðin há7f tólf þegar hún hafði lokið við reikningana og bréfin. Nú gat hún leyft sér að slappa svolítið af og leiða hugann að sínum eigin áhuga- og vandamálum. Hún var rétt að komast á vald hugsana sinna, þar sem hún sá Steinar fyrir sér meðal lækna og hjúkr- unarkvenna sjúkrahússins, er undirbjuggu af kappi fyrsta uppskurðinn sem Steinar átti að fá að framkvæma sjálfur, en það var botnlangaskurður á sextán ára gamalli stúlku, scm lögð hafði verið inn á spftalann dag- inn áður. Ásta bað guð í hljóði að Steinari gengi vel með þennan fyrsta uppskurð sinn. Hún leit á klukkuna; hana vantaði tíu mínútur i tólf. Ef allt hefði gengið að óskum, þá lilaut hann að vera búinn með uppskurðinn núna, því að liann átti að byrja að skera upp klukkan ellefu og eftir bvi sem liann hafði sagt henni af botn'angaskurðum þá stóðu þeir ekki yfir nema svona hálftíma til þrjú korter, ef allt gekk eðlilega. „Ásta, ég átti að sækja bréfin sem eiga að fara i póst.“ Þetta var Ó-li litli sendill, sem kom skálmandi af mesta vígamóði. Hann kvaðst vera svakalega mikið að flýta sér, því að hann ætti að fara niður í banka í leiðinni fyrir Konráð og eiga að vera kominn aftur fyrir hálf eitt. Um leið og hann fór spurði hann Ástu hvort hún vildi þýða fyrir sig eitt blað af Knoll og Tott, sem hann væri nýbúinn að kaupa, þegar hann kæmi aftur. Hún kvaðst skyldi gera hað ef ekki yrði mjög mikið að gera. Magga rétti letilega úr höndum og fótum, geispaði ámátlega og sagðist bara vera dauðsyfjuð. „Lízt ykkur ekki prýðilega á að fara í mat núna stelpur? Ég get svarið fyrir að ég nenni ekki að vinna meira í bili.“ Þessi uppástunga Möggu var einróma samþykkt og stelpurnar spruttu óðara á fætur. „Eigum við ekki heldur að fara niður á 22 núna, og fá okkur almenni- lega súpu, ég er orðin hundleið á þessu sulli á 38,“ sagði Klara, fitjaði upp á nefið og gerði stút á eldrauðar varirnar. „Ég er nú hrædd um, að það sé ekki aðallega súpan á 22 sem þú sækist eftir, elskan,“ sagði Magga og horfði meinfýsin á Klöru. „Hvað áttu við?“ sagði Klara afundin. „Ja, svo sem ekkert sérstakt, ég hélt bara að þú ætlaðir að fara að leggja fyrir eigendurna í nýja firmanu hérna á móti, það eru nefnilega tveir af þeiin ógiftir og báðir gæddir alveg svakalegu seiðmagni. Þeir eru að vísu byrjaðir að fá virðuleik eldri manna, en það út af fyrir sig gefur dálitla töfra, og þeir borða einmitt alltaf niðri á 22. „Mætti ég spyrja, finnst þér það bara nokkuð fjarstæðukennt að láta þessa „séffa“ splæsa á sig í svolítinn tíma? Þeir hafa víst efni á því. Að mínum dómi eru þessir karlmenn ekki til annars en spila á þá og láta þá splæsa. Ég býð nú Ástu ekki i bransann, því að lnin er á svo bjargföstu.“ Á meðan Klara talaði horfði hún með augsýnilegu sjálfstrausti á andlitsmynd sína í speglinum. „Já Klara, þetta er ekki svo vitlaust athugað lijá þér. Drífum bara í þessu og sjáum hvað við komumst með þá,“ sagði Magga með fjálg- leik. Jæja, eruð þið ekki annars að koma?“ Þær liröðuðu sér hlæjandi og masandi niður stigann og út á götuna. Ásta, sem hafði hlustað á jietta ráðbrugg og skvaldur stelpnanna að mestu leyti þegjandi, spurði nú með uppgerðar óánægju í röddinni, hvort þær hefðu virkilega engan „sjarmör sem hún gæti spreitt sig á að húkka“. „Þú ætlar þó ekki að fara að halda framhjá lækninum þínum, Ásta, svona í alvörunni,“ sagði Klara og horfði rannsakandi á Ástu. „í þín- um sporum myndi ég nú ekkert vera að leika mér að eldinum I því sambandi, en halda fast í hann. Farðu að mínum ráðum, því að það eru ekki á hverju strái menn eins og Steinar.“ „Ef til vill ekki,“ sagði Ásta, en með sjálfri sér hugsaði liún til allra kúnstakastanna, sem hann gat tekið og hinnar andstyggilegu drottnunargirni hans, sem kom þó ekki fram nema við hans nánustu og þá sem hann var farinn að þekkja náið. En þessa hlið vissi Ásta að stelpurnar þekktu ekki, sem einu gilti fyrir hann sjálfan. Þegar inn í veitingahúsið kom, voru öll borð upptekin, nema eitt stórt borð úti í horni, svo það var ekki um annað að ræða fyrir þær en taka Jiað. Þær settu töskurnar sínar á borðið til að sýna að liað væri upptekið; fóru svo og sóttu súpu, brauðsneið og mjólkurglas á bakkana. Þegar þær höfðu setið góða stund komu inn tveir menn á að gizka um þrftugt. Ásta fékk brátt að vita, að ánnar þeirra var hinn marg- umræddi eigandi að nýja fyrirtækinu. Hann gekk að borðinu til þeirra, 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.