Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 30
ITAUC MAMKIM DREWCJABIJXUR
Hinar vinsælu ITALIC NANKIN BUXUR fást nú víðast hvar á landinu.
SÖLUUMBOÐ : G. Ö. NILSEN, AÐALSTR. 8. SÍMI 18582.
Klffifliierðin SKfKKJA Reyhjflvih
þar hafði hann setið í haldi frá því
í nóvember, ásamt Rudolf Hess.
Naut hann þar í rauninni bezta at-
lætis og notaði næðið til að skrifa
þar sitt fræga ritverk, „Mein
Kampf“. Þegar Hitler var náðaður
i desembermánuði þetta sama ár,
leið ekki á löngu áður en flokkur-
inn lét aftur til sín taka •— og brátt
urðu áhrif hans meiri en nokkru
sinni fyrr og bar margt til þess,
en þó virðist nú, sem það hafi ver-
ið fyrst og fremst fyrir óbeinan
ti'verknað fyrrverandi sigurvegara
Þýzkalands, sem hvað eftir annað
gerðu Hitler og hans nótum slíkan
greiða óviljandi, að þeir hefðu ekki
betur getað, þótt þeir hefðu verið
allir af vilja gerðir . ..
ÞÁTTUR GOEBBELS.
Svo er að sjá sem Goebbels hafi
fljótt unnið sér álit þeirra bræðra,
Gregors og Ottos Strasser, og einnig
Karls Kaufmanns, „leiðtogans“ í
Rínarlöndum og Westfalen, og orð-
stír hans borizt Hitler til eyrna,
eins og siðar verður frá sagt.
Svo vill til að dagbækur Goebbels
frá þessu timabili hafa varðveitzt,
þær sem hann skrifaði eingöngu
fyrir sjálfan sig og gerði ekki ráð
fyrir að kæmu fyrir annarra augu.
Þær eru hið merkilegasta heimildar-
plagg — ekki fyrst og fremst vegna
þess, að þar sé lýst merkilegum at-
riðum eða staðreyndum á áreiðan-
legan hátt, heldur þvert á móti;
Goebbels sá allt, eins og hann vildi
sjá það í óraunhæfri birtu sviðs-
ljósanna. En því merkilegri verður
sú lýsing, sem þar er óbeinlinis að
finna á honum sjálfum.
Eins og allt annað, sem Goebbels
reit á þessum árum, eru þessar dag-
bækur skrifaðar í skrúðmálg-
um upphrópanastíl; tilfinningaút-
streymi i orðalagi, sem eðlilegra
væri átján ára unglingi en tuttugu
og átta ára, „lífsreyndum“ mennta-
manni. Þessar heimildir bera því
ljóst vitni, að Goebbels varð seint
fullorðinn, ef hann hefur þá nokk-
urn tíma orðið það. Hann var enn
leikari á sviði, lék ekki einu sinni
tiltakanlega vel — naut þess að ýkja
öll viðbrögð, naut þess að sjá og
heyra sjálfan sig á sviðinu, dá sjálf-
an sig, unna sjálfum sér, allt var
mest á yfirborðinu; sjálfur hann
og leikur hans hið eina, sem máli
skipti. Elsa var Gyðingur í aðra ætt-
ina, og þar sem Gyðingahatur hans
fór sívaxandi auk þess, sem það
var á stefnuskrá flokksins, undir-
bjó hann að slíta öllu sambandi við
hana og gerði það, en eftir dag-
bókinni að dæma kostaði það hann
ofsalegt tilfinningarót og sárustu
þjáningar; en þótt hann reyni að
sannfæra sig um, að hann elski
hana af öllu hjarta, segir hann með
stolti frá mökum, sem hann átti
við aðrar konur, áður en hann sleit
sambandi við hana, meira að segja
nánustu vinstúlku hennar. Samtim-
is þessu háði hann baráttu á öðr-
um vettvangi, hann reyndi á allan
hátt að komast hærra í tigninni
undir stjórn þeirra Strasserbræðra,
og margur, sem honum fannst standa
þar i vegi fyrir sér, slikur var metn-
aður hans, en þó varla eins óskap-
legar og dagbækurnar gefa til
kynna. Annað eins hefði enginn
maður þolað.
„.'.. Ég er örmagna af þreytu.
Ég vildi óska að ég mætti sofa i
heilt ár ... Ég er að verða brjál-
aður. Ég sé ekki út yfir allt það,
sem ég lief að gera, og allt verð ég
að vinna einn. Mamma — hvað á
ég til bragðs að taka ... Ég vildi
óska að ég þyrfti ekki að halda
allar þessar ræður, en gæti helg-
að mig blaðamennskunni og skipu-
lagningunni ...“ Og á afmælisdag
sinn, Jsann 29. október 1925, þegar
hann verður 28 ára, skrifar hann i
dagbókina: „Ég er að verða gamall
maður; það fer hrollur um mig,
begar mér verður hugsað til þess.
Ég er nð verða sköllóttur. Þetta
hiýtur að endn með því að ég fæ
taugaáfall . . .“ Hann gælir við þá
tilhúgsun að hann fái ekki líkt þvi
nægilegan svefn, að hann væri að
veikjast — eitt sinn hafði hann verk
í bakinu um hríð, og þóttist þá viss
um að hann væri búinn að fá
berkla!
Þess á milli hrósar hann svo sjálf-
um sér og starfsafrekum sínum. Eftir
dagbókunum að dæma gæti maður
haldið að hann hefði allsstaðar ver-
ið aðalmaðurinn. „Aðalstöðvar,
Elbefeldt — leiðtogi, ég!“ Og þegar
málgagn flokksdeildarinnar er að
hlaupa af stokkunum skrifar hann
i dagbókina: „Blað, sem á að koma
út tvisvar í mánuði. Útgefandi:
Strasser. Yfirritstjóri — c‘est moi!“
Þá eru lýsingarnar á ræðuhöldum
hans og viðtökum áheyrenda:
„Bamberg — beint upp í ræðustólinn
eftir þriggja klukkustunda ferðalag.
Mér var fagnað svo óskaplega, að
allt ætlaði um koll að keyra. Siðan
hélt ég tveggja klukkustunda ræðu,
áheyrendurnir sátu hljóðir eins og
í kirkju, en að ræðunni lokinni voru
fagnaðarlæti þeirra svo mikil, að
við sjálft lá að þeir bæru mig á
gullstól . ..“ Þegar hann minnist á
ræður anarra flokksbrodda, kveður
við annan tón. „Ég þagði, en komst
ekki hjá því að hlusta á ótrúlega
þreytandi þvaður.“ Eða: „Með slík-
um ræðum kemur maður elcki af
stað byltingu. Kampavinsfreyðing-
inn skortir.“
Það er einkennandi fyrir Goebb-
els, að hann minnist aldrei einu
orði á efni það, sem hann flytur
áheyrendum, einungis áhrifin, sem
hann hefur á þá með mælsku sinni.
Boðskapurinn var honum aukaat-
riði, leikurinn allt, eins og endra-