Vikan - 03.05.1962, Blaðsíða 33
Litlir armstólar
Skrifborðsstólar
Falleg vönduð nýtízku husgögn:
Sófasett 10 teg. — Borðstofuskápar, teak, eik, palisander. — Borðstofuburð, teak, birki. — Sófaborð, margar teg. — Útvarpsborð,
margar teg — Smáborð, margar teg. — Skrifborð, margar teg. — Hvíldarstólar. — Armstólar. — Eldhúsborð og stólar. — Vegg-
hillur og skápar. — Svefnsófar, eins- og tveggja manna. — Standlampar, veggljós og ljósakrónur í úrvali.
Allir vandlátir verzla við okkur.
Hagstæðir greiðsluskilmálar. - Sendum í póstkröfu.
HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2
Litlir armstólar
Svefnbekkir
Kommóður
lifaS voru ]>etta þau fyrstu, sem
hann var ekki heima hjá þeim. Mik-
iS saknaði hann þeirra. En hann
vissi, að þau myndu aldrei bregðast
lionum.
Hann reis upp við olnboga, teygði
sig eftir bréfunum á borðinu og
fletti þeim aftur og aftur án
þess að rífa þau upp. Hann þekkti
rithöndina á flestum umslögunum,
en hann fann ekki það, sem hann
leitaði að. Ekki einu sinni hlýlega
skrifaða jólakveðju með nafninu
liennar undir.
Hann mundi eftir kvöldinu fyrir
þrem vikum síðan, þegar hann, eftir
hennar ósk, hafði hitt hana niðri í
lystigarði. Og þá hafði hún sagt
honum, að bezt væri fyrir þau að
slita kunningsskapnum, því að þau
ættu ekki skap saman. Svo hafði
hún sagt honum, að hún væri hrif-
in af honum á vissan hátt, en ekki
eins og áður, og hún kveddi hann
af frjálsum vilja.
Þá liafði hann spurt hana hvort
annar karlmaður væri í spilinu.
Hún fitlaði fyrst við hanzkana sína
og leit svo á hann og sagði, þó svo
hefði ekki verið, þá hefði aldrei ver-
ið grundvöllur fyrir þeirra kunn-
ingsskap.
Ásta var ekki fyrsta stúlkan sem
hann missti út úr höndunum á svip-
aðan hátt og án þess að vilja það,
en barðist þó ekki. Hið versta af
þessu öllu var það, að hann gat
sjálfum sér um kennt, hvernig kom-
ið var. Það bjó einhver djöfull i
honum sem aftraði honum frá þvi
að vera eins og hann kaus helzt.
Hann var rifinn upp frá hugsun-
um sínum með klukknahringingu,
farið var að hringja inn hátíðina.
Hann spratt á fætur fór i skyrtu,
rakaði sig og hafði fataskipti. Þeg-
ar hann var búinn að þvi var
klukkann á seinni partinum í sjö.
Hann mátti hafa hraðann á ef hann
ætti að ná til frænku sinnar í tæka
tíð. En honum hafði verið boðið
að dvelja með fjölskyldu hennar
um kvöldið.
Það var seinni partinn í febrúar.
Veður var heiðslcírt, en svolitil
nepja.
Ásta vafði trefilinn þéttar um
hálsinn, ]>að fór hrollvekjandi kvíði
um hana þegar hún hugsaði til þess
að innan skamms yrði hún að sleppa
liendi Páls og sjá á eftir lionum alla
leið til Þýzkalands.
Það var kallað í hátalarann að
farþegar ættu þegar i stað að fara
um borð í vélina. Páll þrýsti hönd
Ástu kyssti hana á ennið og kvaðst
mundi verða duglegur að skrifa,
og með vorinu kæmi hún svo út
til hans, og þá yrði hann búinn að
útvega þeim ibúð. Að því búnu
hvarf hann í mannþröngina. Ásta
sá honum bregða fyrir aftur um
leið og hann fór inn i vélina, þá
sneri hann sér við og veifaði til
hennar. Síðan var vélinni lokað og
hún hóf sig á loft. Þá var sagt i há-
lalarann að skráðir farþegar í flug-
vél er fljúga ætti innanlands á
nokkra upptalda staði ættu að koma
um borð þegar í stað.
Ásta leit yfir hóp farþega, er hröð-
uðu sér í átt að flugvélinni, án þcss
þó að láta sér koma til hugar, að
hún þekkti nokkurn.
En allt í einu tók hjarta hennar
smákipp, því að i mannþrönginni
mætti hún sorgbitnum augum
Steinars. Hvert gat hann verið að
fara? Svo sneri hún í áttina að
bílnum.
Þegar Steinar var kominn í dyr
flugvélarinnar leit hann við og von-
aði að hún stæði og veifaði honum.
En svo var ekki, hún var horfin
honnm fyrir fullt og allt.
Hann reyndi að leiða hugann frá
fortíðinni, og luigsa um, þess í stað
hvað framtíðin bæri í skauti sér og
hvernig þessir sex mánuðir myndu
verða, er hann átti að starfa sem
héraðslæknir. ★
West Side Story.
Framhald af bls. 19.
þeirra Hákarlanna, í algengum
mannasiðum.
„Fint og fágað skal það vera,“
sagði Bernardo hæðnislega. „En Það
megið þið vita Enda þótt hann
beindi orðum sínum að Hreyflinum
og Riff, ætlaðist h,mm til að hópur
þeirra allur tæki þau til sín. „Ég
gef ekki eyrisvirði fyrir allan hé-
gómann og yfirdrepskapinn, sem þið
hérna hafið í hávegum. Þið hatið okk-
ur skefjalaust . . . . “
„Þar ratast þér Þó satt orð á
rnunn," greip Riff fram í fyrir hon-
um.
„. . . . en við gjöldum hatur með
hatri, og erum ekki að fara í neina
launkofa með það. Og ég skála ekki
við neinn, sem ég hata ...." Bern-
ardo spýtti enn um tönn, „svo ég
tek ekki í hönd þeim heldur, sem ég
hata.“ Hann kreppti hnefana og steig
YIKAN 33