Vikan


Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 31.05.1962, Blaðsíða 7
Þú sagðir þa8 meira að segja i fyrsta skipti, sem við hittumst, manstu það? Það var hjá Humphreys. Þú stóðst í dyrunum, þegar ég kom og varst að fara niður stigann í setu- stofuna. Þegar við erum gift, skulum við hafa stiga niður i setustofuna, er það ekki? Ef við giftumst ... Víst gerum við það! Þú stóðst þarna i dyrunum og horfðir á mig, og mér fannst eins og ég gengi beint i faðminn á þér. Allt í kringum mig voru sviplaus andlit — og svo þú. Ég litaðist um eftir húsmóðurinni, Avis Humphrey, en hún virtist ekki vera í sinu eigin boði. Svo sagð- ir þú: — Nei, Anne Laurie! Vertu ekki svona vandræðaleg. Við skulum koma og fá okkur drykk einhvers staðar. — Af hverju kallarðu mig Anne Laurie? spurði ég þig. Þú hlóst og mér sýndust augu þín koma upp um ást þina. — Hefurðu ekki séð i speglinum hve hátt þú berð höfuðið á fallega granna hálsinum. Hefurðu ekki séð það, Anne Laurie? Hve hátt ég ber höfuðið ... Það sagðirðu. Ber ég það hátt núna? Á ég nokkuð stolt eftir? Ef þú kæmir núna hér inn, mundi ég falla i faðm þinn og kasta öllu stolti fyrir borð. En ég er stolt af þér, Tony. Af dökku hári þinu, sólbrúnni húðinni, og veik- leika þinum og hörku ... Ég finn enn brúna fingur þína á handlegg mér, eins og þegar þú leiddir mig yfir að borðinu, þar sem drykk- irnir stóðu. Þú gafst mér kampavins- cocktail. Ég þafði aldrei drukkið hann fyrr, og þú kveiktir í sigarettu fyrir mig, og nú var ég ekki lengur hrædd og feimin. Það var svo auðvelt að tala við þig, þú hafðir áhuga á öllu sem mér viðkom. Ég var svo hamingjusöm. En allt i einu var eins og salurinn tæmdist. Þú þurftir að fara, sagðirðu. — Vertu sæl, Anne Laurie, sagðir þú og þrýstir hönd mina. Má ég hringja til þín á morgun ? Kunningsskapur okkar er aðeins að byrja ... Svo fórstu. £,g ranglaði um í salnum, sem var fullur af fólki, en samt tómur og eyðilegur. Án þess að reyna að finna Avis Humphrey fór ég út. Já, hér eru sokkarnir ... Og hvar eru nú skórnir? Hérna. Og vasaklút- urinn? Ef ég finn hann ekki get ég ekki grátið mikið, svo það er kannski ems gott að ég finni hann ekki. En þvi ætti ég að gráta? Núna, þegar ég er að fara að hitta þig, Tony ... Ég man hvernig ég lá í rúminu og beið eftir þvi að morgunninn kæmi og siminn hringdi. Morgunninn var enda- laus og síminn hringdi hvað eftir ann- að, en það varst ekki þú, sem hringdir. Klukkan tólf hringdi dyrabjallan. Úti stóð drengur með fangið fullt af rauð- um rósum. Dökkrauðum og svo yndis- lega fallegum — og þær voru allar frá þér. Á miðanum stóð: Viltu borða með mér i kvöld, Anne Laurie? Við borðuðum saman þetta kvöld, og það næsta, og næsta. Fjórða kvöldið ókum við upp í fjöllin, fórum út úr bílnum og settumst í mjúkt og svolítið vott grasið. Ég mun aldrei gleyma vind- inum, sem hvein í trjánum, öldunum, sem brotnuðu á klettóttri ströndinni fyrir neðan okkur, og ljósunum frá borginni. Þegar ég hugsa um þetta kyöld, get ég enn fundið lyktina af sjónum og grasinu og ég heyri enn i litla hundinum, sem gelti í fjarlægð. Við sátum þarna lengi þögul. Svo tókstu mig i faðminn og vindurinn hætti að blása, geltið dó út og öldurnar stóðu kyrrar. Ég verð að hætta að hugsa um þetta ... Annars fer ég að gráta, hátt og ofsalega. Það er um að gera að hugsa nógu fljótt um eitthvað annað. Eins og einu sinni i skólanum fyrir löngu, þegar mér varð illt. Þá reyndi ég að hugsa um kaldar kristallsklappir, en þá fór ein stelpan að tala um feitt, steikt bacon. Núna verð ég að reyna. Ég verð að hugsa um kaldar kristalls- klappir! Ég verð að hugsa um í hverju ég ætli að vera. Bláa kjólnum? Ég var i bláa kjólnum daginn, sem við borðuðum saman hádegisverð og þú baðst mig um að koma með þér heim til móður þinnar, út i sveit. Móðir þin var i garðinum að vinna, þegar við komum. Hún kyssti mig á kinnina og spurði hvort við vildum ekki fara og synda i sjónum. En þú sagðir að þú Framhald á bls. 32. VIKAN <|

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.