Vikan


Vikan - 31.05.1962, Side 32

Vikan - 31.05.1962, Side 32
Fl KAFF FFI KAF AFFI KA O. JOHNSON G KAABER HF Stefnumót í kvöldsólinni. Framhald af bls. 7. yrðir fyrst að baSa Jumle. Þú settir á mig stóra svuntu, og svo fórum viö aS elta Jumle, stóra, loðna hundinn. Ha'nn vildi ekki iáta baSa sig. Eftir baSið hristi hann sig svo að viS urSum holdvot. Ég horfði, á þig, þegar ])ú stóðst og hlóst. Svo fórum við niður að sjónum og syntum út í. Svo lágum viS í sólskininu í grasinu. Við lágum þétt saman og ég fann hvernig sólin hit- aði líkama þinn. — Eigum viS aS gifta okkur? spurðir þú. Ég lokaði augunum. Ég þorSi ekki aS lita á þig. Þetta var of dásamlegt til að geta verið satt. Þennan dag trúlofuðum viS okk- ur. En þú vildir aS viS héldum því leyndu, þvi aS faSir þinn vildi ekki aS þú byndir þig, fyrr en þú værir búinn aS læra. Ég var aSeins nítján ára, svo þaS lá ekkert á. Við áttum alll lífiS framundan. — Þú ert eina konan í lífi minu, og verSur alltaf, Anne Laurie, sagð- ir þú. Þegar við komum aftur heim til þín um kvöldiS, kom móðir þín inn i herbergiS til mín, og þaS var eins og hún vissi hvaS hefSi komiS fyrir. Hún sagði: — HvaS verSur nú um Adriennu? — Adriennu? HvaSa Adriennu? —■ Adrienna er stúlkan, sem Tony ætlar að trúlofast. ESa svo halda allir ... — Nú ... sagSi ég og hafði engan áhugSa á þvi, þvi ég var svo viss um aS trúlofun okkar væri sú eina, sem væri í gildi. Ég treysti þér Tony. — Taktu þetta ekki nærri þér, sagSi móðir þin. — Taktu þetta ekki nærri þérl Ég tek þaS svo nærri mér, að þaS sker mig í hjartað. En ég er móður- 32 VIKAN sjúk og barnaleg. Ég ímynda mér of mikið. Þú hefur ekki haft tíma til að hitta mig af þvi aS þú ert aS lesa undir próf. Ég má ekki láta þig finna, hve óróleg og heimsk ég er. Ég ætla að vera glöð og kát. Varaliturinn minn, greiðan, budd- an og púðurdósin. l'ig læt þetta allt í nýju hvítu töskuna mína — og dökk gleraugu líka, bara til vonar og vara. Nýi hvíti hatturinn minn. Ilann er skemmtilegur, með öllu skraut- inu að aftan en engu að framan. Hann er dásamlega fallegur. Mér líður betur þegar ég sé hann. Ég get ekki verið sorgbitin með svona hatt. En Adrienna ... Hún gæti aldrei borið þannig hatt. Adrienna. Ég má ekki hugsa um Adriennu. En það er henni að kenna að ég er svona máttlaus í hnjáliðunum og köld á höndunum núna, núna þegar ég er að fara á stefnumót við þig. Ég hefði ekki átt að láta dökku gleraugun i töskuna. Adrienna ... Það var kvöldið, sem viS ókum út að sjúkrahúsinu, svo að þú gætir heimsótt vinkonu systur þinnar, Angela Gilch hét hún, sem hafði verið skorin upp við botnlangan- um. Systir þín hafði beðið þig um að færa henni hlóm. Það sagðir þú. Þú fórst út úr bílnum og tókst rauðan rósavönd úr aftursætinu. Rauðar rósir. — Ég kem fljótt aftur, sagðir þú. Ég sat og beið og horfði á fólkið ganga fram hjá, heyrði hælana skella á gangstéttinni. Svo mundi ég, að ég átti bók í einu geymslu- hólfinu. Ég opnaði það og eitthvað datt á gólfið. Það var símskeyti. „Ég sakna þín hræðilega, elskan mín. Iíem heim á þriðjudag. Adri- enna“. Þetta stóð í skeytinu. Þegar þú komst aftur, sat ég enn og starði á það. Þú varst reiður á svip. — Fáðu mér það, sagðir þú. — Þú ert þá elskan hennar Adri- ennu ... sagði ég. — Þetta skeyti hefur legið þarna í marga mánuði, sagðir þú. Þú laugst. Ég sá dagsetninguna. — Eigðu sjálfur kvennabúrið þitt, sagði ég. Mér skilst að Angela sé nýjasta viðbótin! Ég trúði þessu ekki sjálf, en þeg- ar ég sá svipinn á þér, vissi ég að Hinar þekktu loftkældu Briggs & Stratton benzínvélar fást nú í eftirtöldum stærðum: 2% hö. 3 hö. 5 hö. 7 hö. 9 hö. Einnig vatnsdælur í ýmsum stærðum, sambyggðar Briggs & Stratton-vélum. Mjög hentugt fyrir sumarbústaði, sveitabýli og margt fleira. Fullkomiim varahlutalager. GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35 200.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.