Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 2
Fodegir litir
Frábœrt snið
jSumnrbuxurnnr eru flnuelsbuxur frn
SPARTA
Borgartúni 7. — Sími 16554.
41 km - berf cttur
Hann óttaðist hvorki hitann
né vegarlengdina. Af vissum
ástæðum varð hann að sigra
í þessu hlaupi. En var lík-
legt að honum tækist það?
Bikila Abebe þótti lakast aS ekki
skyldi vera enn heitara í veðri.
Að vísu höfðu læknarnir varað við
'aö maraþonhlaupið færi fram. Fyrir
r.ioir en viku hafði danskur hjólreiða-
maður beðið bana í keppni sökum
oíreynslu og hita.
En Abebe óttaðist ekki hitann.
Þvert á móti. Heima í Abbessíníu
var hann enn meiri hita vanur. 1
rauninni hefðu sigurlíkur hans auk-
izt við það, ef enn heitara hefði verið
í veðri.
Eins og fyrir hálfum mánuði. E'n
þetta var eins og hvað annað, sem
enginn réöi við.
Vissar ástæður voru fyrir því, að
Abebe taldi sig verða að sigra i þessu
hlaupi, svo framarlega sem honum
væri það unnt.
Ilann var ekki eingöngu hlaupari.
Ilann var líka í her. Sem einn af
lífvörðum Haile Selasies var hann
fyrst og fremst hermaður. Hafði
aldrei verið annað.
Nú var hann aftur á móti meira
en hermaður. Hann var herdeild að
honum þótti. Her . ..
Ilonum hafði veriö falið að sigra
Róm. Einn sín liðs. Og hann hafði
þá trú, aö sér tækist Það.
Þetta átti að verða sigurhrós frjálsr-
ar þjóðar.
Einmitt hér i Róm. Því að það
hafði verið Mussolini, sem hneppti
þjóö hans í herfjötra um skeið. Þá
hafði Bebe verið ungur drengur.
Var þvi nokkuð að undra þótt hann
vildi sigra Róm?
Frá hans sjónarmiði var þaö og
einkar vel til fundið, að maraþon-
hlaupið skyldi háö á Via Appla, hin-
um rómverska hervegi.
Þegar rómversku hershöfðingjarnir
sncru heim úr styrjöld að unnum
sigri, héldu þeir eftir þessurn vegi á
sigurgöngu sinni til Rómar. Einnig
Mussolini.
Abebe gerði sér ljóst að nú bauðst
honum tækifæri til að hrósa sigri á
hinni fornu, rómversku herbraut.
Honum — abbesíniska hermanninum.
En hann var einn um þá vitneskju.
Ásamt þjálfara sínum.
Alðasláttur hans í hvíld var að-
eins 45 slög. Og hann hafði þjálfað
sig tvisvar sinnum á dag uppi í fjöll-
unum og á vikurbrautinni — einmitt
undir þennan sigur.
Það var ekki nein ástæða til þess
að keppinautar hans fengju neinar
upplýsingar fyrirfram, er þeim mættu
að gagni koma. En Abebe var fædd-
ur hlaupari. Og þó fyrst og fremst
þolhlaupari.
Abebe leit í kringum sig. Hlaupið
var hafið.
Þátttakendurnir áttu langa leið
fyrir höndum. 42 kílómetra. En Abebe
hafði afráðiö að láta ekki til skarar
skríða fyrr en þrjátíu væri lokið.
Plonum stafaöi einkum hætta af
Rhadi frá Marokkó og Rússanum.
Abebe hélt sig sem næst þeim, en þeir
höfðu forystuna.
Hann óttaðist hraðann. Sigurlikur
hans voru fyrst og fremst fólgnar í
2 VIKAN