Vikan - 05.07.1962, Síða 9
ÉHi
íiWíiKS;::
Það er hærra risið á oss, er vér
brunum fram hjá Bessastöðum, en
þeim sem dönsku höfuðsmennirnir
skylduðu til róðra forðum ...
Svo fínstillt er stangarhjólið, að Sverrir verð-
ur að setja upp gleraugun, sem hann notar
aðeins þegar hann gerir við armbandsúr
kvenna —
annar þeirra eigi mikill vexti en þó garpslegur, dökkur
yfirlitum og harður á brún, hvatur i hreyfingum enda
á léttasta skeiði og þó sköllóttur nokkuð. Hinn sat við
stjórnvöl — þvi það var enn furðulegt við far þetta, að
stjórnvölur var i stafni — var sá ungur og fríður og
vel á sig kominn, ljós yfirlitum, bláeygur og brosmiídur
en svipfastur og sjáanlega enginn veifiskati; mundi kom-
inn af norrænum víkingum, án viðkomu í Suðureyjum
og ítaka franskra skútukarla enn síðar.
Jafnsnemma og skeiðin var landföst orðin, gengu þedr
fimm um borð. Fögnuðu vikingar þeim vel og leiddu
í lyftingu. Voru þá aftur leystar landfestar, kvörnin mai-
IDKRONA
DASTÍNG
ingu niður í vörina. Menn, sem ganga álút-
ir, eru venjulega í þungum þönkum og
kunna oft eitthvað fyrir sér. Kannski var
þetta einhver erlendur ambassador á leið
til Bessastaða að afhenda forseta skilriki
sin við hátíðlega athöfn, og þeir hinir
fjórir fylgdarlið hans. Þó virðist senni-
legra að slíkur maður hefði ekið þangað
í bil. Kannski var hann líka ... nei, maður
hefur heyrt og lesið of mikið af æsifregn-
um að undanförnu og hugarflugsþotan
æðir með mann eitthvað út i geiminn fyrr
en varir, sé ekki höfð gát á eldsneytis-
gjöfin ni.
Mér hcfur þvi'komið til hugar að segja
sögu þessarra fimmmenninga, eins og
væri ég sjálfur einn af þeim — þó ekki
sá í miðið, heldur annar þeirra sem síð-
así fór, og tel ég mér þetta leyfilegt, þar
scm nöfn eru ekki talin í heimildinni.
l'yrir það tel é'g mér líka leyfilegt að
skálda nokkra samborgara mlna í hlutvcrk
liinna fjögurra og þá iíka víkinganna
tvcggja, og þá með tilliti til þess að þeir
samsvari heimildinni á Berbeinsstaða-
Annál að vallarsýn og framkomu, og er
hún þá hvergi sannanlega fölsuð. Með öðr-
um orðum, að lialda hugarflugsþotunni
það nálægt jörðu, að lending megi takast,
þegar eldsneytisorku ímyndunarflugsins
lýkur. Hefst þá frásögn Tnín ...
Idum úr Berbeinsstaða Annál
aði í lyftingu og var nú mikill gnýr hennar, en skeiðin
skreið úr Berbeinsstaðavör iTt víkina og hvítfyssti sjór
við stafn en straumröst freyðandi stóð undan skut ...
LÝKUIt FRÁSÖGN í ANNÁLUM.
Það er viðurkennt skáldaleyfi að láta ímyndunaraflið
taka við, þegar heimildum sleppir, án þess þó að rang-
færa þær beinlinis. Og þessi stutta frásögn í Berbeins-
staðaannál veitir ímyndunaraflinu sannarlega byr undir
báða vængi. Henni lýkur á því, að þessi dularfullá fleyta
skreið út Nauthólsvikina, eftir að fimmmenningarnir
voru gengnir um borð. Bessastaðir, forsetabústaðurinn
er hinum megin við Skerjafjörðinn. Það er fram tekið
i annálsheimildinni, að ])eir fimmmenningar hafi borið
sig garpslega, en þó, að þvi er virðist, farið með nokk-
urri leynd. Þotuhreyfill ímyndunarinnar verður þegar
rauðglóandi af átökunum. Einhverra hluta vegna beinist
athyglin strax að þeim, sem gekk einn sér í miðri fylk-
GENGIÐ UM BORÐ í NÓA.
Laugardaginn þann 12. maí síðastlið-
inn, gengum við fimin saman um borð í
stangaveiðibátinn „Nóa“, sem lagzt hafði
að bryggju í Nauthólsvik. Opinberlega
var látið líta svo út sem vði værum að
leggja upp i róður á vegum ferðaskrif-
stofunnar „Lönd og leiðir“ í Reykjavík,
enda var það satt og rétt svo langt sem
það náði — en í og með var tilgangurinn
sá, að minnsta kosti hjá sumum okkar, að
sanreyna hvort þarna væri ekki fundin
veiðiaðferð sem unnt væri að stunda
styrkjalaust. Það skal þó fram tekið, að
við höfðum engan styrk til þessa leið-
angurs.
Um borð var okkur vel fagnað af for-
stjóra Nóaútgerðarinnar, Smára Karlssyni
flugmanni, og Hjalta formanni á bátnum.
Hafði Smári verið í New York nóttina áður,
hvað hvergi var þó á honum að sjá, enda
er hann orðinn þvi svo vanur að halla sér
rétt sem snöggvast um lágnættið i einhverri
heimsborginni einu sinni eða tvisvar i viku,
en snæða þó morgunverðinn heima hjá sér,
að hann kallar það ekki „að fara“ neitt, þótt
hann skreppi þangað — það er svona viðlíka
Framhald á bls. 36.
Ætli það sé munur aS hafa hana í höndun-
um þessa, eða hrífuskaftsbrotið með hör-
tvinnaspottanum og títuprjónskróknum!
VIKAN 9