Vikan


Vikan - 05.07.1962, Side 13

Vikan - 05.07.1962, Side 13
um þætti staðurinn illa til þess fallinn, bæði sakir hinna óheilnæmu mýra og auk þess þar sem mýrarnar lágu opnar og óskýldar, þannig að hægðarleikur hefði orðið að varpa á þær sprengjum úr lofti. Það fór eins og marga uggði — styrjöldin skall á. Um leið brustu vonir manna um Fólksvagninn. Nú var lekið að framleiða jeppa, ofna og varahluti i flugvélar þar í verksmiðjunum — en ekki sást Fólksvagninn. Draumurinú var or.ðinn að engu. Og loks, vorið 1945, réðust flugvélar Bandarikjainanna á verksmiðjurnar og eyðilögðu þær, þannig að aðeins 30% máttu kallast ósködduð. Og hvar var Nordhoff? Hann var nú orðinn forstjóri fyrir hluta Opelverksmiðjanna, sem frámleiddi trukka fyrir þýzka herinn. Hann varð þess vegna atvinnulaus i stríðslokin og losnaði úr tengslum við Öpel og General Motors. Hann fékk um þær mundir slæma lungnabólgu, og við skiptingu Þýzkalands komust Opel-verksmiðjurnar bak við Járntjaldið, Bret- ar og Bandaríkjamenn streymdu inn í Þýzkaland, sem varla var með lífsmarki. í Wolfsburg virtist sem svo, að draumurinn um Fólksvagninn yrði aldrei annað en draumur. Fyrrum þrælkaðir vinnufangar i verksmiðjunum gengu nú berserksgang og brutu allt og brömluðu i verksmiðjunum, þar til ekki stóð steinn yfir steini, að kalla mátti. Fólksvagninn var dauður. Heinz Nordhoff virtist heldur ekki eiga sér viðreisnar von. Hann var atvinnulaus að kalla. Maðurinn, sem liafði stjórnað stærstu vörubilaverksmiðju Evrópu, varð nú að láta, sér nægja að gbra við bila á verkstæði i Hamborg. Hann var 46 ára gamall, og fram- tíð hans virtist ekki lofa góðu, frekar en framtíð föðuriandsins. Bandaríkjamenn voru nú óðum að leita uppi gamla nazista ■— mennina, sem stutt höfðu þriðja ríkið. Nordhöff var reyndar ekki nazisti, en hann hafði unnið mönnum Hitlers ómetanlegt gagn — þess vegna úrskurðaði handariska herstjórnin svo, að Nordhoff fengi aðeins að vinna verksmiðjuvinnu. — Árið 1945 sögðu Bandarikjamenn mér, að ég gæti unnið sem götusópari, skurðgraíari eða slíkt, en aldrei skyldi ég fá að koma nálægt bifreiðaframleiðslu, segir Nordhoff og brosir við. Því skyidi Nordhoff 'ekki brosa — jafnvel glotta. Síðan eru ekki nema 17 ár — og nú er hann forstjóri eins stærsta fyrirtækis heims. — Það var brezkur ofursti, Radclyfe, sem bauð mér að taka að mér leifarnar uf Volkswagen-verksmiðjunum. Nordhoff hefur sagt þessa sögu ótal sinnum, og nýtur þess að segja söguna, enda lái honum það enginn niaður. Það er næstum skammarlega litið stolt, hvað þá grobb, í rödd hans, er hann segir þetta ævintýri — hver myndi ekki hreykja sér hátt í hans sporum? — Ég gerði mér engar Fólksvagns-grillur í fyrstu, segir hann. — Mér þótti lítið til verksmiðjunnar koma. Ég lét mig dreyma um að komast aftur að hjá General Motors. Ég sá enga framtíð i VW. — En General Motors vildu ekkert með mig liafa. Ég hafði reynd- ar ekki verið meðlimur i nazistaflokknum, en ég liafði verið þeim hjálplegur. G. M. vildu slíta öll tengsl við Þjóðverja. Meira að segja höfðu General Motors gefið samþykki sitt fyrir að Bandamenn vörpuðu sprengjum á verksmiðjur þeirra i Þýzkalandi. Þegar Radclyfe ofursti bauð mér stöðuna i Wolfsburg, þáði ég. Ég sá, að ég myndi aldf-ei fá annað en verkamannavinnu á banda- ríska hernámssvæðinu. Mér fannst staðan í Wolfsburg betri en engin. Það hafði litið verið aðhafzt við verksmiðjurnar, þegar ég kom þangað. Brezki herinn liafði naumast gert annað en hreinsa til og klúðra saman 713 Volkswagen-bílum úr þvi, sem fannst í rúst- unum. Ekkert stál eða önnur hráefni var hægt að finna. Árið 1946 höfðu Bretar sett þýzkan lögfræðing, Munch að nafni, yfir verksmiðjurnar, en forstjóri var hann ekki nema að nafninu til. Framleiðslan komst upp i 40 bila á dag. Þegar loks 10.000 bilar höfðu verið framleiddir, var haldin lieldur fátækleg sýning. Það var þá, sem verkamennirnir hengdu skilti á sýningarbílinn, sem á stóð: „Matarlausir getum við eklci unnið.“ Enda fór svo, að enn dró úr framleiðslunni næsta ár. Brezku bílasmiðjurnar voru heldur en ekki móðgaðar, þegar þeim var boðið að taka að sér rekstur Volkswagen-verksmiðjanna. Forráðamennirnir sögðu: ■—Farartækið stenzt ekki tæknilegar kröfur, sem gerðar eru til bifreiðar. Að útliti er bifreiðin óásjáleg Framhald á bls. 30. Volkswagenverksmiðjurnar í Wolfsburg. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.