Vikan


Vikan - 05.07.1962, Page 28

Vikan - 05.07.1962, Page 28
,4f fj£> /'Z'JléA? &0TT tfpp/r, £fT pz%> //oT/3> £cJJ)v/£ 3)(?v/l> KtffPTBfcT/ í fCÓ/V/Vi/A//? Læknirinn. Framhald af bls. 17. eins og bú hefur eflaust tekið eftir. Ætli ég leiti ekki heldur í gildaskál- ann og fái mér neðan í því. Ösjálfrátt lagði hún höndina á arm honum. — Það máttu alls ekki. Við verðum saman í kvöld og nótt. Ég get ekki yfirgefið þig, meðan þú ert I þessu skapi. Það lagast með kvöldinu, vertu viss. Það var sem krampadrættir færu um andlit hans. — Stendur þér i rauninni ekki á sama um mig? Spurningin snart hana ónotalega. í rauninni stóð henni sennilega á sama um hann. Sennilega gerði hún það eingöngu sjálfrar sin vegna að reyna að fá hann til að vera með sér þessa Jónsmessunótt. Ehda þótt hún reyndi ósjálfrátt að telja sér trú um að það væri eingöngu vegna hans .... að hún væri að fórna sér, eins og hjúkr- unarkona verður svo iðulega að fórna sér, þegar svo ber undir .... fórna sér, þegar hún léti að vilja hans, þó hún í rauninni væri einungis að láta að sínum eiginn vilja. Eða — vildi hún það í rauninni. Vildi hún .... nei, hún skildi ekki neitt í neinu og þó sizt í sjálfri sér, en samt sem áður var hún staðráðin í að láta skeika að sköpuðu. — Hví skyldi mér standa á sama um þig? Við erum góðir kunningjar. — Meinarðu það sem þú segir .... eða segirðu það einungis til að vera vingjarnleg? Og nú fann hún það, að hún þráði ekkert heitara en að þau tvö gætu orðið einlægir vinir. Að hún mætti vera honum allt, fyrst henni var mein- að að vera Þeim manni allt, sem hún unni. —- Kannski höfum við þörf hvort fyrir annað, mælti hún lágt. — Mér þykir vænt um að heyra þig komast þannig að orði, Jiva. Eig- inlega ætlaði ég að hitta þig, skil- urðu. Mig langaði til að tala við einr hverja manneskju, sem hefur hjartað á réttum stað. Ég var svo einmana og yfirgefinn. — Geturðu ekki sagt mér hvað að Þér amar, spurði hún. Hver veit nema ég geti þá veitt Þér einhverja að- stoð .... ég meina, aðstoð við að leysa vandann sjálfan, fyrir utan það, sem við getum ef til vill orðið hvort öðru. — Ég vildi feginn segja þér allt af létta, og það getur vel farið svo, að einmitt þú megir veita mér ómetan- lega aðstoð. Nei — ég er víst alltof huglaus til þess. En ég er þér inni- lega þakklátur fyrir það, að þú skulir vilja taka þátt í raunum mínum. Þeg- ar ég er með þér, finnst mér sem ég geti teygað að mér tært og svalandi loft, og þaö er einmitt það, sem ég hef þörf fyrir, fyrst og fremst. Und- arlegt hve skamma stund þarf til að skiptist veður í lofti. Fyrir fáum dög- um fannst mér lífið brosa við mér á allan hátt. — Lífið er alls ekki auðvelt, sagði hún með beiskju. Þvert á móti .... — Átt þú einnig við áhyggjur að striða? — Ef til vill. Að minnsta kosti finnst mér að ég sé hræðilega ein- mana. En nú skulum við ekki vera að brjóta heilann um það lengur. 1 kvöld skulum við dansa saman, skemmta okkur saman, njóta saman alls þess, sem lífið hefur að bjóða. Þú kemur með mér, eða á ég að þurfa að ganga á eftir þér frekar en ég hef þegar gert, mælti hún. Hann hikaði við. Hún tók undir arm honum. —- Komdu, mælti hún hvísllágt. Þessa nótt skulum við eiga saman. Yiurinn í rödd hennar vakti með honum löngun til að trúa henni fyrir öllu. LILIAN hvarflaði athugandi aug- um að undirbúningnum í borðstof- unni. Ef henni hefði verið það nokk- ur lífsins leið, mundi hún hafa hætt við þetta veizluboð í tilefni af Jóns- messuvökunni. Til hvers var að efna til veizlu ? Hún mundi ekki eiga sér neina hátíð, fyrst Gustav vildi ekki koma. Hún heyrði að bíll nálgaðist og hljóp fram í anddyrið. Ef Gustav .... hún fékk ákafan hjartslátt og hrað- aði sér út á veröndina, og sá hvar þau Gréta og Hans Bertilsen stigu út úr bílnum hjá Einari. Auðvitað — Það hefði hún átt að geta sagt sér sjálf. Hún hraðaði sér inn aftur, upp stig- ann og upp á loft. Þau urðu að sjá um sig sjálf. Hún varð aö hvila sig um stund, áður en hinir gestirnir kæmu. Hún varpaði sér upp í rekkj- una án þess að taka ábreiðuna ofan af sænginni. Ef hún fengi nú bara að vera í friði nokkur andartök. Gráta. Hvað átti hún til bragðs að taka? Hvernig fékk hún lifað lífinu án Gustavs? Andrá seinna heyrði hún fótatak Einars í stiganum. Hún lokaöi aug. unum og lét sem hún svæfi. Hann knúði dyra, opnaði þær með gát og kom inn. Hún opnaði augun. — Er ég að vekja þig, ástin mín. Hún settist upp við dogg. — Sennilega hefur mér runnið I brjóst eitt andartak. Það er svo heitt og ég hef átt svo annríkt í dag, að þú getur ekki ímyndað þér það. — Vesalingurinn. Hann gekk að rekkjunni og settist á stokkinn; tók að leita í vösum sín- um og dró svo upp lítinn böggul, sem hann rétti henni. — Ég keypti þarna handa þér svo- litla Jónsmessugjöf, sagði hann. — Hvað er þetta? Hún varð gripin ákefð, þuklaði böggulinn og fann að í honum var lítill stokkur. — Svolítið, sem þig hefur lengi langað til að eignast, sagði hann. Hún reif umbúðapappírinn utan af stokknum. Gat þaö átt sér stað að það væru eyrnamen? Hún opnaði stokkinn og við augum hennar skinu tveir stórir smaragðar í demanta- krans. — Einar .... en dásamlegt .... Hún vafði örmunum um háls hon- um og kyssti hann. Svo hljóp hún að snyrtiborðinu. Hann horfði á hana meðan hún festi menin í eyru sér og sneri sér síðan á alla vegu frammi fyrir speglinum eins og ung telpa. — Þeir eru dásamlegir .... Fara þeir mér ekki vel? Hún sneri sér að honum og brosti eins og ástleitin stúlka. Sólin sló björtu bliki á steinana. Og allt í einu leysti hún hnakkahnút hársins svo lokkaflóðið hrundi um vanga hennar og axlir. — Þú ert fögur, Lilian, sagði Ein- ar. Yndisfögur. En samt sem áður var hann ósnortinn af henni, og hann furðaöi sig á þvL Henni var allt í elnu horfinn allur dapurleiki. Hún settist á rekkjustokk- inn við hlið honum, vafði hann örm- um og þrýsti honum að sér. Svo heit og mjúk hafði hún ekki lengi verið —• ekki við hann. Hann kyssti hana og strauk lokka hennar. En hann hafði ákaft samvizkubit •— fannst sem hann væri svo lágkúrulega falskur, þegar hann færði henni þessa dýru gjöf, bæði í því skyni að gleðja hana og fullvissa hana um að hann elskaði hana. En innst inni með sér fann hann, að hann hafði gert þetta ein- ungis til að draga úr samvizkubiti sínu. Og þegar hann vafði hana örmum, fylltist hann andúð og viðbjóði á sjálf- um sér. Hann fól andlitið í hári henn- ar svó hann þyrfti ekki að horfa í augu hennar, ljómandi af gleði og þakklæti. Hún þrýsti sér fast að honum og strauk hnakka hans. ■— Þá elskar þú mig enn, Einar .... Þú elskar mig þá enn, þrátt fyrir allt. Hann varð gagntekinn heitri sam- úðarkennd — og heitri meðaumkun. Hann skyldi aldrei yfirgefa hnna, aldrei vera henni ótrúr. Hún treysti honum og trúði. — Hefurðu nokkurn tíma efazt um það, spurði hann varfærnislega. — Á stundum, svaraði hún. Einar, veiztu það, að ég hata þetta starf þitt. Það tekur þig frá mér. Hann gat engu svarað. Hann hafði fyrir löngu gert sér það ljóst að læknisstarfið var honum eins mikils virði og hún var honum. Og hann hafði líka gert sér það Ijóst, að ó- gerlegt mundi að sameina þetta tvennt. Hún mundi aldrei geta skilið hann, Þótt hann reyndi að gera henni það Ijóst. Hún hirti ekkert um þó hann svar- aði henni ekki. Nú var hún viss um hann. Ef hún hafði einhvern tíma venð 1 vafa um það, eftir samtalið yið Gustav, hvort hún ætti að hverfa frá Einari og láta berast fyrir straumi ^lgandi ástríðu, sem brann 1 k'‘.hennar- bá var hún viss um Það nú, að það mundi hún aldrei gera. Enda mátti hún þá vera meiri kjáninn. Hún gat ekki verið án þess munaðar og skrauts, sem Einar gat veitt hemni, og þess öryggis, sem hjónaband þeirra veitti henni Ást Þeirra, hennar og Gustavs, mundi ekki endast þeim lengur en hin lítilfjör- legu liðsforingjalaun hans, og hvers- dagsleikinn skjótlega draga úr öllum Þeim ævintýratöfrum, sem nu var yfir ástum Þeirra. fynr því, að það var Einar, sem h við barm henni. Hann reis á f; og lagfærði hárið. — Við verðum að koma niður < hann. Gréta og Hans komu með 1 bílnum, og þau e'ru eflaust fari undrast um okkur. — Já, við erum ekki sérlega kui ivaraði hún. Henm létti óumræðilega við að þessu viðkvæmnisatriði sl lokið. - ~/a^U á Undan' Þarf að a mér hárið . . . TT h •* u n Út Úr her En brosið hvarf þegar hún k ur í stigann. 1 sömu svifum komu þau ir dyrið, Eva og Gustav Framhald I næsta 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.