Vikan


Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 34
Annars gat hæglega farið svo, að einhver í hópnum, sem var honum sprettharðari en ekki eins þolinn, 42 km berfættur. Framhald af bls. 2. þolinu, en væri ekki nógu hratt farið, neyddist hann til að taka forystuna of snsmma í Þvi skyni að auka hrað- ann. Merkið er færi lítt þreyttur fram úr honum síð- asta spölinn. Til allrar heppni var hraðinn nóg- ur. Abebe var léttur í spori á sínum beru fótum. Hinir hlupu allir á skóm. Þeir voru því ívið þyngri á sér. Iljaskinn Abebe þoldi bæði stein- lagningu og malbik. Hann hljóp allt- af berfættur. Hann gætti Þess að láta hina um íorystuna og ráða hraðanum, sem var við hans hæfi. Hélt sig Þó með þeim fyrstu. Hann lagði aðaláherzluna á hlaupa- stíl sinn og andardráttinn. Beið sins ííma. Nú var rúmlega þrjátíu kílómetrum lokið Margir höfðu þegar gefizt upp, en Rhadi hljóp enn. Abebe herti hlaupin Tók forystuna og fór fram úr þeim hinum. Hann fann að honum var auðvelt að taka sprettinn. Var hlaupið þá ei;ki meiri þrekraun en þetta? En hvað máttu hinir sín? Og hve mikið mátti hann bjóða sjálfum sér. Hann vissi Það ekki. Tók -forystuna til vonar og vara. Þegar hann var kominn hundrað metra fram úr Rhadi, lét hann sér þr.ð nægja í bili. Það var sæmilegt íorskot. Hann gat þá aukið hraðann, ef Rhadi herti sig. En það gerði Rhadi ekki. Abebe var enn hundrað metrum á undan hon- um, Þegar hann kom í markið við sigurboga Konstantínusar mikla. Hann hefði getað hlaupið mun lengra. En þess gerðist ekki þörf. Eins-manns-herdeildin frá Abbesín- íu hafði sigrað Róm. Berfætt meira að segja. Og á styttri tíma en áður voru dæmi í sögu maraþonshlaupsins — 42 km á tveim klukkustundum og einum stundar- fjórðungi betur. Sigurhrós friðarins. Sigurhrós Abbesíníuþjóðarinnar á Via Appia. ★ YOGA. Framhald af bls. 18. skarpskyggni auk hjartahlýju og skapgerðarstyrks. í öðru lagi er þjónustan farveg- ur fyrir þá orku, sem myndast i sterkri hugleiðslu. Stöðug iðkun hugleiðslu getur reynzt liættuleg, ef lærisveinninn lætur sér nægja að safna kraftinum i sitt eigið forðabúr og miðlar ekki öðrum af þvi, sem lionum er veitt. Með þvi stöðvar liann liina eðlilegu hring- rás og getur átt á hættu að vinna sjálfum sér bæði andlegt og líkam- legt tjón. I þriðja lagi er þjónustan talin eitt af grundvailarlögmálum sálar- innar eða æðra sjálfsins. Ef læri- sveinninn reynir að kynna sér lög- mál æðri vitundarinnar og hlýða þeim eftir beztu getu, opnar hann farveg milli æðra og lægra sjálfsins, og því meira sem hann leggur sig fram við að hlita leiðsögn sálar- innar, „meistarans í hjartanu“, þeim mun auðveldara reynist hon- um að ná sambandi við þennan innri kjarna sinn. Því meira sem hann hugsar, hugleiðir og iærir, því sterkari verður löngun hans og geta til að hjálpa meðbræðrum sínum, og því meira sem hann þjónar og lætur gott af sér leiða, því meira eykst skilningur hans og þekking. Og hann fer að gruna, hvers vegna hugleiðsla og þjónusta eru sagðar vera tvær hliðar á sama peningi. Mikið öngþveiti ríkir hér á jörð Blóm á heimilinu: SólskÁlnr 09 eftir Paul V. Sólskálar eða vetrargarðar liafa verið byggðir á nokkrum stöðum hérlendis, á síðari árum, og þá auðvitað fyrst og fremst á jarðhitastöðum. Mér finnst að almenningur liafi ekki gefið þvi nægilega mikinn gaum, hve dá- samlegt ])að er, að hafa slíka sólskála. í þeim er hægt að sitja við kaffidrykkjuna og við handa- vinnu, yfirleitt liafa það „huggu- legt“ allan ársins hring, séu þeir upphitaðir. Víða hagar þannig til, að hægt er að koma þeim fyrir, t. d. ef rúmgóðar svalir eru á húsinu, eða á þaki bílskúrsins, sé hann - ................................... á okkar dögum. Allt er i upplausn og á ringulreið, og feiknalej; um- brot eiga sér stað á öllum sviðum mannlegs lífs. En jafnframt virð- ist margt nýtt að inyndast mitt i öllum glundroðanum. Það er eins og sjálf vitund mannkynsins sé að komast á hærra stig en hún hefur staðið á fram að þessu. Mennirnir eru að byrja að hugsa. Fleiri og fleiri komast að þeirri niðurstöðu, að lífið sé eilthvað, sem krefjist um- hugsunar, Fleiri og fleiri taka að kanna leyndardóma tilverunnar, Einingartilfinning er í örum vexti meðal mannkynsins; að visu frem- ur af illri nauðsyn en noklcru öðru — „annað hvort einn heimur eða enginn“ — en það skiptir kannske ekki öllu máli, hvers veqna við öðlumst aukinn þroska, ef við eign- umst hann á annað borð. Mannúð- arkenndin hefur aukizt að miklum mun og sömuleiðir ábyrgðartilfinn- ing. Mikið er talað um bræðralag og þjónustu. Og fyrsta skrefið er að hugsa og tala um hlutina, siðan er að sýna hugsunina í verki. And- leg vakning fer eins og alda yfir heiminn. Hvað táknar þetta? Getur ekki verið, að mannkynið sem heild sé að þvi komið að stiga fyrsta spor sitt inn á braut lærisveinsins? Er öll ringulreiðin, togstreitan og upplausnin annað en fæðingarhríð- ir nýrrar vitundar, nýs og betri vetrorgnrðar Michelsen. sambyggður húsinu. Er þá gler- veggjum komið fyrir á tvo eða þrjá vegu með þaki úr gleri eða plastþynnum. Stundum eru út- skot á húsum sem hægt væri að byrgja með glerveggjum og þaki, án verulegs kostnaðar. Þá er sá möguleiki að byggja sérstakan skála í garðinum, en mér finnst slkur skáli ekki koma að sömu notum og sá er tengdur væri liús- inu sjálfu, einkum ef hægt er að ganga í skálann úr stofu. Auð- vitað verður skálinn að vera það rúmgóður að hægt sé að koma þar fyrir borði og nokkrum stól- um, auk allra blómanna. Sjálf- sagt er að planta fallegum vafn- ingsjurtum með veggjum og binda þær upp með bambusstöngum, t. d. vínviðarteinunga eða grá- fikjuplöntur, er gefa ríkulega og góða ávexti. Grænum og blómstr- andi plöntum er bezt að koma fyrir í „grúppum“ eftir því sem rúmið le-yfir. Gólfið er eðlilega bezt flísalagt og húsgögnin úr tágum eða birkilurkum. Séu sval- ir eða bílskúrsþak notað undir skálann, er nauðsynlegt að nota blómaker eða sérstakar rennur fyrir blómin. Hafi einhverjir hug á að not- færa sér þessa hugmynd, er ég að sjálfsögðu reiðubúinn að veita allar þær upplýsingar er ég má, bæði um plöntuval og annað. Fer það þá eftir því, hve skálinn er vandaður, hvaða plöntutegundir verða notaðar með beztum ár- angri. heims, þar sem lögmál sálarinnar munu ríkja og bræðralag allra lif- andi vera i l'yrsta sinn verða að veruleika hér á jörð? Mannkynið stendur á örlagarik- um tímamótum. En við því blasir ný og lýsandi braut: YOGA NÝJA TÍMANS. Steinunn S. Briem. INNOXA snyriivörur INNOXA 34 YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.