Vikan - 05.07.1962, Blaðsíða 40
DIAL DIAL DIAL DIAL
HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA HANDSÁPA
VERIÐ VINSÆL VELJIÐ DIAL
brénna, þangað til þér drepisrt. Já,
vatnið tekur að stiga, áður en varir,
og mig langar ekkert til að heyra
yður betla og biðja. Ég fer aftur í
aðalhellinn. Síðan kem ég aftur og
geng úr skugga um, hvort þér eruð
ekki dauður og að þér hafið ekki
skilið eftir nein skilaboð.
— En Guð minn alrnáttugur, Reed,
öskraði Elder. Þér getið ekki myrt
fyrir smámuni sem þessa.
En Reed var farinn.
Nú var allt hljótt, nema hvað veikt
suð heyrðist frá lampanum og gutl-
aði ofan í pyttinum. Elder stökk að
lampanum og minnkaði logann. Ef
til vill var það rétt hjá Reed, að log-
inn myndi endast, en þetta var hvorki
staður né stund til Þess að tefla á
tvær hættur. Það var nógu slæmt
að deyja úti í sólskininu; hann vildi
ekki drukkna í myrkrinu.
Hann stóð þarna álútur og barðist
við næstum óbærilega löngun þess að
öskra. Hversu langt átti hann eftir
ólifað? Gat hann nokkuð gert? Hann
reyndi að fá sljóvgaðan heila sinn til
að hugsa skynsamlega á ný. Eg verð
að kynna mér staðinn, sagði hann
við sjálfan sig. Bezt ég setjist fyrst
og reyni að hugsa uni það hvað hægt
er að taka til bragðs, í stað þess áð
vagra um og eyða líkamsorku.
Hann leit á armbandsúr sitt. Tvær
mínútur í þrjú. Vatnið átti að byrja
að stíga í næstu andrá. Nálægt einn
metri á klukkustund, hafði Reed sagt.
Þá átti hann eftir tvær klukkustundir.
Þá yrði hann að reyna að synda.
Skyldi vatnið nokkuð geta hjálpað
honum? Líklega ekki. Holan varð
aldrei meira en hálffull; það yrði
ógerningur að klífa sjö metra háan
lóðréttan klettavegg, og það með
ekkert fast undir fótum.
Það heyrðist ólga niðri í pyttinum.
Vatnið tók að vella inn.
Elder ieitaði örvæntingafullur í
vösum sínum. Það var sorglega lítið
í tveim fyrstu. Penni, rissblokk, vasa-
hnífur — allt gagnslaust. Þá kom
hann að stóra bakvasanum. Vonar-
neisti kviknaði í brjósti hans. Klifur-
gaddarnir. Þeim háfði hann gleymt.
Þegar Reed hafði boðið honum í ferð-
ina, hafði Elder séð í huga sér gap-
andi gjár Og lóðrétta klettaveggi. Án
þess að minnast á þetta við Reed,
hafði hann stungið handfylli af þess-
urn - sterku, hvössu stálteinum, sem
fjailgöngumenn stinga í björg, sem
erfitt ér að klífa. Hann var búinn
að gleyma því, að hann var með tein-
aiiá á sér. Ef til vill átti hann sér
eina von. Með tuttugu teinum gat
hann klifið hvaða klettavegg sem var.
Það þurfti aðeins að reka teinana inn,
svo sem með fets millibili .... Hann
stundi hátt. Klettaöxin, sem hann
hafði tekið með sér einmitt í Þessum
tilgangi —• hana hafði Reed tekið af
honum og lagt hjá farangrinum fimm-
tán metra yfir höfði hans. Þessi djöf-
ull hætti ekki á neitt.
Elder drúpti höfði. Gat hann með
nokkru móti fest teinana. Með steini,
ef til vill? Nei. Hann þurfti ekki einu
sinni að leita. Mjúkur kalksteinn
hvarvetna. Hvergi var einu sinni smá-
stein að finna. En kalksteinninn var
ekki nægilega mjúkur til þess að reka
í hann teinana með berum höndum.
Kalt vatnið náði skyndilega tám
hans — brátt myndi það ná honum
upp á ristar. Hugmynd skaut upp í
kolli: hans. Skórnir. Þungir klossar
.... Asni, hugsaði hann. Þetta voru
engir klossar. Hann hafði farið að
ráðum Reeds og farið í íþróttaskó.
Skyndilega sá hann, að vatnið var
komið ískyggilega nálægt lampanum.
Hann tók hann upp og leit örvænt-
ingafullur í kringum sig. Ef ekki var
hægt að hafa hann hærra uppi, myndi
ljósið drukkna á undan honum. Og
það táknaði aðeins dauðann í myrkri.
En ekki ennþá. Hellisgólfið lá
hærra uppi við vegginn. Hann gekk
þangað og lagði frá sér lampann á
sieindröngul við vegginn.
Það lét nú mun hærra í pyttinum.
Vatnið heyrðist ólga og skvettast,
‘giaðlega, eins og fegið því að eignast
loks áheyranda eftir milljónir ára.
Plann leit á vatnið í sljórri örvænt-
ingu. Hvaðan kom vatnið — og hvert
fór það?
Eitthvað barst upp úr pyttinum og
glampaði i gulbleiku ljósinu. Flaska
með korktappa. Var eitthvað í henni?
Það var eins og pappírsmiði.
Honum tókst að ná flöskunni. Þetta
var venjuleg whiskyflaska með tappa
í. Hann opnaði hana og krækti í ljós-
gulan pappírsmiða. Pappírinn var
sterkur og ilmborinn. Þegar hann las
á miðann, rak hann upp móður-
sýkislegan hlátur. „E'f þú ert mynd-
arlegur maður milli tuttugu og tutt-
ugu og fimm ára, skaltu hringja í
Adele í númer LO 4-5677, Morgan
City. Lítii, fjörug og dökkhærð dama.“
— Þú átt gott, Adele, sagði Elder
upphátt. Njóttu lífsins, meðan kost-
ur er.
Hann gekk silalega með flöskuna i
hendinni að eina blettinum, sem enn
var að nokkru þurr. Hann settist með
bakið að veggnum, án þess að hirða
urn það, þótt buxur hans vöknuðu.
Hann gat allt eins setið þarna og
beðið dauðans. Hann gat ekki annað
gert. I-Iann hugsaði um rottugildrurn-
ar, . sem hann hafði séð á búgarði
föðurbróður síns fyrir mörgum árum.
Langur planki lá yfir tunnu, hálffulla
af vatni. Plankinn vó hálfvegis salt,
svo að þegar rottan steig út á hann,
til að krækja sér í fleskbita, datt hún
skyndilega niður í vatnið og beið
ömurlegan dapða. Plankinn skelltist
um leið til baka og beið næsta fórnar-
dýrs. — Já, hugsaði E’lder, svo að þetta
verða min örlög — mannleg rotta í
steintunnu, sem hálffyllist brátt af
vatni.
Hann fann, að hann hélt enn á
flöskunni. Hann ætlaði að slöngva
henni vonzkulega í vegginn, en hik-
aði skyndilega við. Hann gat að
minnsta kosti lagt einhver skilaboð
í flöskuna. Það myndi ekki bjarga
lífi hans, en það gæti forðað því, að
Reed dræpi fleiri.
Þegar vatnið sígur niður, hugsaði
hann, fer ef til vill flaskan með. Það
sakaði samt ekki að reyna. Hann tók
fram pennann og blað úr rissblokk-
inni, en hikaði enn. Hann sá sér fyrir
hugskotssjónum aðra flösku; hann var
staddur í kennslustofu og var að hlýða
Kaelin yfir eðiisfræðina, en Kaelin
var hugfanginn af óvenjulegum og
dramatískum tilraunum, og einkum
minntist Elder eftirlætistilraunar
hans: vatnsflöskugaldursins. Tekin
var ósköp venjuleg vatnsflaska, brot-
hætt og viðkvæm. En þegar slik flaska
er fyllt með vatni, verður hún þétt
og sterk, svo að slá má nagla með
henni. Það voru ekki margir eðlis-
fræðikennarar, sem þorðu að hætta
sér út í þessa tilraun. Hin minnsta
sprunga í glerinu hefði getað orðið
til þess að flaskan spryngi og skadd-
aði kannski höndina illilega. En flask-
40 VIKAN