Vikan


Vikan - 23.08.1962, Page 23

Vikan - 23.08.1962, Page 23
HUSQVARNA SAUMAVÉL Þriöju verðlaun getraunarinuar er vönduð Hus- gvarna saumavél, sein vafalaust verður aufúsugestur þeim, er hana hreppir. Husqvarna vélarnar eru löngu viSurkenndar meðal beztu saumavéla. sem völ er á, og er þeim furðu inargt til lista lagt. Mun engin hús- móðir í nauðum stödd, sem nýtur aðstoðar Husqarna saumavélarinnar, því að fá eða engin heimilistæki standast samjöfnuð við hana. Gæði, styrkleikur, ending og öryggi í notkun. Allt eru þetta kostir Husqvarna saumavélarinnar. Hún er sterk og endingargóð og mjög auðveld í notkun jafn- framt því, sem engin slysahætta stafar af lienni. Það eru hinar góðkunnu Husqvarna verksmiðjur í Svíþjóð, sem vélar þessar framleiða, og er óþarfi að taka það fram, að það eitt er örugg trygging fyrir góðri vöru. Husqvarna saumavélarnar njóta vinsælda um heim allan og ekki sízt hér á landi, þar sem sala þeirra hefur verið mjög mikil, Með sanni má segja, að sáumavélar séu einhver gagnlegustu heimilistæki, sem um getur og liafa þær áreiðanlega létt þungri byrði af fjölmörgum önnum köfnum húsmæðrum uin heim allan. Allt, sem við- kemur saumi er mikil vandvirknisvinna og krefst liæði þolinmæði og nákvæmni. Þess vegna er sér- hverri húsmóður brýn nauðsyn að eiga góða sauma- vél. Þetta hafa þær mörgu húsmæður, er eiga Husqvarna saumavélar, gert sér ljóst. Husqvarna saumavélin tryggir gæðin og eykur afköstin. Með Husqvarna vélinni fylgir taska með geymslu- hólfum fyrir framlengingarplötu, gangstilli og fylgi- hluti. Er það mjög mikið hagræði fyrir eigendur vél- anna og afar vinsælt fyrirkomulag. Sú húsmóðir, sem notar Husqvarna vél við sauma- skap sinn, þarf ekki að óttast árangurinn. Hann er ávallt mikill og góður, þegar Husqvarna saumavélin er annars vegar. SJÓNVARPSTÆKI Fyrsti vinningur getraunarinnar og jafnframt sá veglegasti er PHILCO-sjónvarpstæki frá O. Johnson & Kaaber. Tæki þetta kostar hvorki meira né minna en 18.000 kr. í útsölu. PIIILCO-sjónvarpstækin eru einhver þau beztu, sem völ er á og hin fullkomnustu í alla staði. Auk þess að vera tæknilega vel úr garði gerð, eru þau liin mesta híbýlaprýði og öllum til augnayndis. PHILCO-sjónvarpstækin mæla með sér sjálf, og mun sá, er þennan glæsilega vinning hlýtur, fljótlega sannfærast um það. Nokkur hundr- uð PIIILCO-tækja munu nú þegar í notkun í Reykjavík og nágrenni, á Akranesi og ef til vill víðar, og mun reynslan hvarvetna sýna, að PHILCO he-ntar mjög vel íslenzkum aðstæðum. Sá, sem PHILCO-tækið hreppir, hefur sanarlega himin höndum tekið, því að hér er um dýrmætan og vandaðan hlut að ræða, sem er ungum og öldnum til ánægju. PHILCO er trygging fyrir vandaðri framleiðslu. PHILCO svíkur engan. 22 VIKAN Önnur verðlaun í getrauninni er ferð um fjölmörg lönd, sem jafnan eru mjög eftirsótt af fei'ðamönnum. Lagt verður upp frá Reykjavík og siglt með einhverju skipi Eimskipafélags íslands, sem leið liggur til þeirrar ógleymanlegu borgar, Rotterdam í Hollandi. Þaðan fer vinningshafi svo með lúxus- skemmtiferðaskipinu Arkadiu, sem er eitt hið glæsilegasta í heimi, til London. Frá London verður ekið með nýtízku hópferðabifreiðum til Bdinborgar í Skotlandi, og tekur sú ferð tvo daga með viðkomu á ýmsum ógleymaniegum stöðum. I Edinborg er aftur stigið um borð í íslenzkt skip, að þessu sinni Gullfoss, og siglt á fyrsta farrými til Reykjavíkur. Er ekki að efa, að för þessi verður í alla staði hin ánægjulegasta og sá, sem verður svo heppinn að hljóta hana mun áreiðanlega ekki gleyma henni í bráð. Vikunni er fagnaðarefni að geta boðið fólki svo einstætt tækifæri til að „upplifa" ósvikið ævintýri. P&Ó kallast verzlunin, sem leggur til fjórðu verð- laun getraunarinnar, en P&Ó er ein þekktasta og bezta herrabúð borgarinnar. Eins og allir vita hefur herradeild P&Ó allt það á boðstóluni, sem eykur stolt karlmannsins og leður augu konunnar. P&Ó verzlar með hvers kyns karlmannafatnað og einungis með fyrsta flokks vörur. Fjórðu verðlaunin eru enskur hattur og hanzkar að ógleymdri ítalskri regnlilif, allt frá P&Ó i Austur- stræti 14. Vikan hefur fengið einn fremsta gullsmið landsins til að teikna og smíða þessa fallegu og vönduðu skart- gripi, og heitir þeim sem fimmtu verðlaunum getraun- arinnar. Valur Fannar heitir sá listfengi völundur, er gripina liefur smíðað, og það er sannarlega engin skömm að liandbragði hans. Sá maður eða sú kona, sem fimmtu verðlaunin hreppir mun vekja undrun og atliygli vegna þessara l'rábærlega fögru skartgripa. Baula — Hestfjail — Eiríksjökull — Drangajökull — Akrafjall. Einn er sá munaður, er marga dreymir um, en alltof fáir hafa efni á, og það er að bjóða eiginkonunni eða unnustunni i Klúbbinn eina kvöldstund. Vikan hefur nú ákveðið að hlaupa þar undir bagga og gefa mönnum þetta gull- væga tækifæri. Sjötti vinningurinn i verðlaunagetrauninni er kvöldverður fyrir tvo og ýmsar aðrar veitingar fram eftir öllu kvöldi svo sem lyst leyfir, og þá auðvitað í Klúbbnum að Lækjarteigi 2. GETRAUNIN: HVAÐ HEITIR FJALLIÐ? GETRAUNARSEÐILL NR. 5. FJALLIÐ HEITIR: . Þetta er reyndar meira en fjall, þvi það er jökull í þokkabót, og einn þekktasti jöluill íslands, þótt ekki ^ NAFN sé það sá stærsti né hæsti. Jökullinn er kenndur við íslenzkt karlmannsnafn, — fátæklegt að vísu, en ^ fallegt nafn. 10 HEIMILI Frá því er sagt í íslenzku leikriti, að útilegumaður nokkur hafi forðað sér undan yfirvöldunum með því ’g. að hlaupa á handahlaupum upp á jökulinn þegar hinn frábæri hestur hans gafst upp. gj SÍMI VIKÁN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.