Vikan


Vikan - 23.08.1962, Page 37

Vikan - 23.08.1962, Page 37
VERND Framhald af bls. 11. vega þeim atvinnu o.fl. Þeim f.iöl- skyldufefSrum, sem dveljast á Litla- Hrauni, reynum við að vera hjálp- leg með því að hlynna að fjölskyld- unum meðari fjölskyldufeðurnir af- pFna refsivist sína. Er það einkar vel þegið. þvi að þótt bærinn grciði fv, mrærslueyri fjölskyldnanna, ]>eg- rr svona stendur á, hrekkur sú að- stoð oft fremur skammt. Auk hessa rekum við margháttað starf í fang- elsunum, fy’gjumst með föngunum, reynum að ráða fram úr persónu- legum vandamálum þeirra, eflum þar tómstundaiðju o.fl. — Ilvað eT um starfsskilyrðin að segja? —- Um starfsskilyrðin mun mega segja, að þau eru alls kostar ófull- nægjandi. Eins og ég sagði áðan, er það fyrst og fremst hlutverk okkar í Vernd að veita aðstoð þeim mönn- um, sem biða dóms eða hafa nýlokið refsivist og eiga ekkert annað at- hvarf. Eins og sakir standa, ct langt frá því að við getum veitt öllum þeim mönnum viðtöku, sem svo er ástatt fyrir, þvi að hér geta aðeins verið 10—12 menn i einu. Auk þess leitar hingað fólk, sem raunverulega er ekki í okkar verkahring að hafa af- skipti af. Má þar nefna ofdrykkju- menn, fólk, sem hvergi á höfði sínu að halla o.s.frv. Við eigum fjarska bágt með að visa þessu fólki i burtu, freistumst til að skjóta yfir það skjólshúsi og veita því aðra aðhlynn- ingu. Veldur þetta okkur talsverðum vandræðum og sýnir bezt, hve mikil og brýn þörf er á því að komá upp viðeigandi hjálparstöðvum fyrir þetta vesalings fólk. Annað, sem veldur oklcur áhyggj- um og vandræðum er það, að hér verðum við að taka við öllum fyrr- verandi föngum, án tillits til aldurs, afbrota og annarra aðstæðna. Það er afar slæmt, lægar svo öliknm m'ánnum ægir saman og hefur það oft truflandi áhrif á starf okkar. Hér er raunar á ferð svipað vandamál og i fangelsinu á Litla-Hrauni, þar sem alls konar menn eru saman komnir. sem raunverulega eiga alls ekki að vera saman, —■ það er alveg nauð- synlegt að halda þessum mönnum aðskildum, og er það eitt brýnasta vandamálið i fangelsis- og fanga- hjálparmálum hér á landi cins og er. — Telur þú, að árangur hafi orð- ið af starfi Verndar? — Eg held, að það sé óhætt að fullyrða, að árangur hafi orðið tals- verður. Annars er árangurinn af starfi sem þessu lengi að koma 1 Ijós og engar tölur er hægt að nefna i þvi sambandi. Eitt er þó víst, að við höfum orðið vör við mikið þakk- læti og hlýhug fyrrverandi vist- manna i garð Verndar, og hafa þeir látið vel af dvöl sinni hér og talið að henni mikinn styrk. — Á hvern hátt hafa vistmenn einkum látið þakklæti sitt í ljós? — Ja, — þeir hafa til dæmis sent félaginu ýmsar smágjafir og einnig hafa ýmsir þeirra starfað á vegum félagsins og lagt þannig hönd á plóginn sjálfum sér og öðrum til heilla. — Setjið þið ekki vistmönnum einliverjar reglur á meðan á dvöl- inni hér stendur? — Jú, mikil ósköp. Heimilið hefur sett þeim allstrangar reglur, sem þeim er óleyfilegt að bregða út af.. Varðar það misjafnlega ströngum viðurlögum að virða þær að vettugi, — allt eftir þvi, hvers eðlis brotið er. Við reynum þó að vera sann- gjörn og gefa mönnum tækifæri til að sjá að sér. Á heimili sem þessu verður auðvitað að vera talsverður agi, en okkur er vel ljóst, að hér mó ekki vera fangelsisbragur á neinu. — Geturðu skýrt okkur i stuttu máli frá helztu reglunum? — Helztu húsreglur, sem vistmenn verða að virða, eru þær, að neyta hér hvorki áfengis né deyfilyfja og vera ekki undir áhrifum neinna slíkra nautnameðala, vera komnir inn fyrir klukkan 12 á hverju kvöldi , uema þeir hafi fengið sérstakt leyfi til annars, ganga vel og snyrtilega um húsið o.s.frv. — Gengur mönnum vel að hlíta þessum reglum? — Já, yfirleitt gengur það mjög vel. — Hvað hafa vistmennirnir fyrir stafni, þegar þeir dveljast innan heimilisins? — Hér verða allir að vinna og helzt engum upppi að liggja í leti og ómennsku. Þeir, sem ekki stunda vinnu úti í bæ, verða þvi að aðstoða við húshaldið eða hafast annað nýti- legt að. Er hér rckin öflug föndur- starfsemi fyrir ];ú, sem ekki hafa fasta atvinnu, og starfar hér fönd- urkennari allan veturinn til að kenna mönnum hin réttu vinnu- brögð. Um tómstundirnar er það að segja, að þá er setið og rabbað, lilustað á útvarp, lesin blöð og bækur, spilað teflt o.s.frv. Auk þess sýnum við fræðslukvikmyndir og efnurn til fundahalda. — Fylgizt þið eitthvað með vist- mönnum ykkar eftir að þeir eru farnir héðan? — Já, það gerum við eftir þvi sem við getum og það er áreiðanlega ó- hætt að segja, að okkur er það gleði- efni, þegar þeim gengur vel. Eins og ég sagði áðan, útvegum við þeim oft atvinnu og fylgjumst þá með því, hvernig þeir spjara sig. — Hvað ætli dvalargestir ykkar VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.