Vikan


Vikan - 23.08.1962, Side 40

Vikan - 23.08.1962, Side 40
KJÖRSTÓLLINN Kjörstóllinn er mjög þægilegur, hann er léttur og sterkur. Enginn getur verið án kjörstóls. Reynið kjörstólinn, kaupið kjörstólinn, hann kostar aðeins kr. 1.175,00 sendur gegn póstkröfu. Krístjdn fiprsson h.|. Laugavegi 13, sími 13879. ekki segja. Hafi þeir eitthvað við „Pétur“ að athuga, eiga þeir að segja álit sitt á honum og skýra það, hvers vegna þeim finnst félagsskap- ur við hann óæskilegur. Svo verður unglingurinn að gera það upp við sjáifan sig, hvort rök foreldranna seu svo þung á metunum, að ástæða sé til að siíta kunningsskapnum við „Pétur“. Það er í þessu tilfelii eins og svo oft, að bann-aðferðin gagnar ekki, samkomulags- og traustsað- ferðin er skynsamlegust og áhrifa- rikust. Foreidrarnir verða að treysta unglingnum til þess að vega og meta- ráðieggingar þeirra rétt. — Manstu eftir fleiri óþarfa bann- reglum? — Það eru til dæmis alls konar teprulegar vandræðareglur í sam- bandi við kynferðismál: Forðast skal að iáta kynferðismál bera á góma, þar sem unglingar eru, þvi að það gæti verið þeim stórhættu- iegt. bkyit þessu er reglan um það livaða kvikmyndir skuli vera bann- aóar iyrir börn og unglinga. Þar virðist skoðunin vera svipuð. Tök- um txl dæmis tvær myndir. Önnur fjailar um æpandi bófaskril í gull- æöxsþorpum Ameríku. Svakaleg siagsmái og skothríð inni á barnum, þar sem ijöldi fordrukkinna ævin- týramanna liggur i valnum, og skotnir hestar engjast sundur og saman á þorpsgötunuin. Niðurstað- an: Hæf til barnasýninga klukkan þrjú á sunnudögum. Krakkarnir skilja hvort eð er ekki útlenzku og hafa ekki vit á ruddaskapnum. Hin myndin fjailar um skuggahhðar stórborgariífsins. Ruddaskapurinn engu meiri en i fyrri myndinni, en svo óheppilega vill til, að nakið konubrjóst sést á tjaldinu í tvær sekúndur. Niðurstaðan: Þetta verð- ur að banna öllum að sjá, sem yngri eru en 1(5 vetra, þar sem enginn getur sagt fyrir hversu geigvænleg áhrif svona „djörf“ kvikmynd getur haft á sálir óþroskaðra unglinga. — Er nokkurt vit í þessu? Ég kalla þetta herfilegt vanmat á unglingi sem vitsmunaveru. Mikið skelfing hlytu margir að hneykslast, ef þeir vissu, að á veggjum i skólastofum unglingaskólanna og jafnvel barna- skólum hangir víða eftirprentun af ágætri, gullfallegri mynd Blöndals, „Kona greiðir hár sitt“. Hvílík ó- siðsemi blasir við unglingunum: Ber niður undir mitti!! — Meðal annarra orða, Jón. Það vill vist ekki svo til, að þú hafir séð kvikmyndina Mein Kampf, sem fjallaði um glæpaferil nazista og valdatima Hitlers og sýnd var vik- um saman í Kópavogsbíói fyrír skömmu? — Jú, reyndar. Hún var að visu bönnuð börnum yngri en 16 ára, en ég fór samt. Ég held, að hvorki ég né jafnaldrar minir hafi illt af að kynnast þessu hroðalega tímabili mannkynssögunnar. Mér fannst myndin svo lærdómsrík, að sjálf- sagt hefði verið að hafa sérstakar skólasýningar á henni fyrir nem- endur allra unglingaskólanna. — Segðu mér að lokum, Jón. Hvað þarf að breytast, til þess að ungl- ingarnir annars vegar og hinir eldri hins vegar líti hvora aðra réltu auga. — Báðir aðilar þurfa að brjóta odd af oflæti sínuogviðurkenna kosti hvor annars. Hinir eldri verða að skilja, að það er ekki aðeins í kosn- ingaræðum, sem æskan, „sem á aðu erfa landið“, „er tápmikil og glæsi- leg“. Sé þetta sagt af heilindum um kosningar, gildir það út allt kjör- timabilið. Hinir yngri þurfa að viðurkenna reynslu hinna eldri og meta vinsamlegar leiðbeiningar þeirra að verðleikum. Ofstækisfull ar nöldrunarraddir lifa því miður góðu lifi i skjóli tortryggni og mis- skilnings, sem uppræta verður með tillitssemi og lipurð beggja aðila. Við erum ekki tveir andstæðir þjóð- flokkar, heldur ein heild i einu góðu landi. JÞM Plötur og dansmúsik Framhald af bls. 24. The Highwaymen: I‘m on my way og Whiskey in the jar. Hér eru á férð félagarnir, sem gerðu lagið Micheal (Hallalujah) frægt á sínum tíma og nú syngja þeir annan sálm inn á plötu, þar sem I‘m on my way er. Þeir gera laginu góð skil hvað söng viðkemur, en bæði er lagið og textinn sáraeinfaldur og óliklegt að þetta lag eigi eftir að ná sömu vinsældum og Michael. Siðara lagið er gamalt skozkt þjóðlag, sem fært hefur verið í nútímabúning. Það er mjög vel sungið og skiptist skemmti- lega á einsöngur og raddaður söng- ur. Á síðustu árum hafa komið fram allmargir söngflokkar i Ameríku, sem eingöngu syngja gömul þjóðlög, svo sem The Kingston trio, The Brothers four, The Limelighters og The Highwaymen, svo nokkrir séu nefndir. Flokkar þessir hafa endur- vakið mörg skemmtileg þjóðlög og vísur og hlotið vinsældir fyrir. Hér á landi hefur meira að segja komið fram söngtrió, sem sungið hefur þjóðlög, aðallega erlend. Kalla þeir sig Savannah-trióið. Þegar þeir hafa tekið sér íslenzkt nafn, bætt við sig islenzkum lögum, því af nógu er að taka og æft vel og dyggilega, þá munu þeir áreiðanlega verða fljótir að syngja sig inn 1 hjörtu íslendinga. En svo aftur sé vikið að hljóm- plötunni, sem um var rætt, þá er þetta HMV-hljómplata, sem fæst i Fálkanum, Laugavegi 24. Tízkuskóli Andreu Framhald af bls. 18. þýfi — þar að auki með stífa hand- leggi og jafnvel i keng. Ekki hefur þó framkoman og viðmótið minnst að segja og það vitum við, að fjöldi islenzkra stúlkna þjáist af vanmeta- kennd, sem er utan við öll skynsam- leg takmörk. Allir þessir gallar eru líklega til komnir vegna þess, að það er stutt síðan við fluttum úr moldarkofunum, þar sem formæður islenzku kvenþjóðarinnar bjuggu við alveg ótrúlega frumstæð lifsskilyrði öld fram af öld. Svo erum við allt í einu komin með borgarmenningu á alþjóðlega vísu. Hvað er þá eðli- legra en dálitill heimaalningssvip- ur svona til að byrja með? Að visu er hann leiðinlegur og á að hverfa og til þess eru tizkuskólar. Þá er vel, að réttar fyrirmyndir séu fundn- ar. Margir eru þeirrar skoðunar, að frú Andrea hafi hitt naglann á höf- uðið með námi í Frakklandi og nú jcigum við eftir að sjá árangurínn. 40 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.