Vikan


Vikan - 06.09.1962, Page 3

Vikan - 06.09.1962, Page 3
—■mm ERMARSUNDSGÖNGIN. Mííííl.c*.- Árið 1750 hét háskólinn í Amiens miklum verðlaunum fyrir beztu til- lögurnar og teikningarnar að bygg- ingu neðansjávarganga undir Ermar- sund. Árið 1802 hafði Napoleon keis-|(|| ari mikinn áhuga á byggingu sliks 1 mannvirkis — meðal annars í því skyni að koma frönskum hersveit- um yfir sundið til að leggja undir sig Bretland. 1857 lagði de Gamond fram teikningar að slíkum göngum og skozki verkfræðingurinn Lowe áratug síðar. Árið 1868 gerði franski verkfræðingurinn Boutet teikningar að mikilli brú yfir sundið, og árið 1872 var stofnað hrezkt-franskt hlutafélag, sem hugðist hrinda hug- myndinni um göngin i framkvæmd. Árið 1879 hófust svo reynslufram- kvæmdir, Frakkar gerðu 1500 m löng göng sín megin og Bretar 200 m löng sln meginn — og við það sat. 1882 samþykkti brezka parlamentið ályktun, þar sem segir, að Bretland skuli vera eyland um allan aldur, en þó voru umræður um göngin hafnar þar aftur 1929. Árið 1940 lagði franski verkfræðingurinn André Basdevant fram nýjar tillög- ur og teikningar að göngunum, sem vöktu mikla athygli báðum megin sundsins. Árið 1955 lýsti brezki sam- göngumálaráðherrann yfir því, að Bretar hefðu ekki neinar hernaðar- legar áhyggjur lengur í garð þessa mannvirkis. Skömmu seinna var stofnað mikið hlutafélag í New York til að gera hugmyndina að veruleika, og gengu gömlu félögin, það brezka og franska, í samsteypuna. Síðan hef- ur látlaust verið unnið að undirbún- Framhald á bls. 40. Megineinkenni á Cons il 315 er afturhallandi afturrrúða, fáir krómList- ar og „hraði“ í öllum línum. Þetta er í alla staði hentugur og fallegur fjölskyldubíll. Bílapróíun F í B og VIKUNNAR Skoðnina framkvæmdi Páll Friðriksson, bílaeftirlitsmaður. FORD CONSUL 315 Séreinkenni. Nýtízkulegur 2. eða 4. dyra, ensk- ur 5 manna fólksbíll, með hinni sérkennilegu og hentugu afturrúðu sem hallar inn að neðan og veitir með því aukið öryggi við akstur aftur á bak þar sem ökumaður sér niður á götuna fast við bílinn og snjór og bleyta setjast ekki á hana. Að innari er bíllinn bjartur og rúmgóður og útsýni gott. A hurðum eru armhvílipúðar og neðan í þeim eru hurðarhúnarnir þægilega stað- settir. Geymsluhiila fyrir smádót er neðan við mæiaborðið, og einnig er læst smáhólf farþegamegin í mælaborðinu. Tvö bólstruð sól- skyggni eru og þau ei'u færanleg til hliðar. Mælaborðið er látlaust með hita-, benzín- og hraðamæli, en aðvörunarljósum fyrir rafhieðslu og olíuþrýsting í vélinni. Hraða- mælisskífa mætti vera stærri og greinilegri. Framsætin eru tveir að- skildir stólar færanlegir fram og aftur. Mjög óþægilegt er að bak þeirra er ekki á hjörum, því að sætið allt verður að lyftast þeg- ar fólk fer i aftursæti þannig að ef setið er í framsætum og hleypa þarf fólki aftur í verður að fara ut úr bílnum til þess. Þetta gildir að sjálfsögðu einungis um bilinn tveggja dyra; annars kemur þetta ekki að sök, Sæta- og fótrými er gott í bæði aítur- og framsætum. Mið- stöð er góð og stillingar margar bæði á heitu og köldu lofti. Farangursrýmið er stórt og rúmgott og nægilegt fyrir far- angur 5 manna imdir venjulegum kringumstæðinn. Varahjólbarði er á góðum stað í vinstri hlið farangursgeymslunnar. Fjöðrunin er gormar að fram- an og fjaðrir að aftan. Demparar taka bæði slög. Aksturseiginleik- ar eru góðir, liggur vel á vegi Framhald á bls. 41. Mælaborðið er nýtízkulegt og stjórntækin þægileg. 'yrtiV WIKA'RI Útgefandi: Hílmir h.f. Bítstjúrn ug augiýsiiigur: Sldphott; 33. Siinar: 35320. 35321, 35322, 25323. Fósthólf 149. Áfgreiðsía ug dreifing: Kitstjórí: Gísli Sigurðsspn <ábm.) Blaðailreifing, l.augavegi 133, sírni 36720. Dreifingarstjóri Óskar KarJs- sun. Verð í lausasöhi kr. 15. Askrift- arverð er 200 kr. ársþriðjungslega, Framkvæmdastjóri: greiðist fyrirfram. Frentun: Hilmir ' Hilmar A. Kristjánsson. h.f. Myndainul: Bafgraf h.f. FORSIÐAN Pétur Kidson, sá ágæti Breti, sem nú er reyndar orð- inn Islendingur og talar tungu norrænna víkinga með ágætum, hefur tekið þessa mynd af einu þessara stórkostlegu og umdeildu atvinnutækja, sem liggja eina stundina bundin við bryggjur og ryðga í friði og spekt, en ausa hina stundina upp milljónum, þjóðarbúinu til blessunar. Þá stundina, sem Pétur tók myndina, hefur allt gengið að óskum; gulstakkaðir sjómenn moka þeim gula upp á haustvertíðinni. í næsta blaði verður m.a. 9 Mývatnssveit ég vænsta veit. Grein um Mývatnssveit, viðtöl við fólk í sveitinni og fjöldi mynda þaðan. Forsíðumynd: bræðurnir á Geiteyjarströnd við Mývatn. ® Bankahólfið. Smásaga eftir Gerald Kersh. • Englandsbréf frá Kristmanni Guðmundssyni: „Björninn dreymandi", kínverskur konungur í Evrópu. • Hljóð næturinnar. Smásaga eftir Irwin Shaw. • Fyrirmynd frá Stavanger. Þátturinn hús og húsbúnaður ræð- ir um einbýlishús með skjólgarði. • Allt fyrir unga fólkið. Nýr þáttur úr ýmsum áttum, sem eink- um er ætlaður ungu fólki frá fermingu til áttræðs. • Kynnt ný og glæsileg verðlaunagetraun. Verðlaun: Fimm manna bifreið af árgerð 1963: NSU Prinz 4. Verðmæti 117 þúsund krónur. • Fimm síður með uppskriftum fyrir mat og bakstur. Bryndís Steinþórsdóttir, húsmæðrakennari, tók saman. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.