Vikan


Vikan - 06.09.1962, Qupperneq 5

Vikan - 06.09.1962, Qupperneq 5
 Bannað börnum ... Kæri Póstur. Mig langar til að koma á fram- færi umkvörtun, og til þess að þetta komist fyrir almenningssjónir, hef ég ákveoið að skrifa þér, í þeirri von, að þú birtir bréf mitt. Ég er móðir fjögurra barna, 11, 9, 3 og 1/12 ára gamalla. Ég er ný- komin af Fæðingardeildinni, þar sem ég þurfti að liggja í tíu daga. En þarna á Fæðingardeildinni við- gengst undarleg venja, sem ég fæ hreint og beint ekki skilið: Börnum innan tólf ára er þar bannaður að- gangur. Ég skil ekki beinlínis lógíkk- ina bak við þetta — ef það er smit- hætta, sem um er að ræða, sé ég ekki, hvaða munur er á tólf eða eilefu ára börnum, hvað það snertir. Mér myndi finnast allt í lagi, er ald- urstakmarkið væri svo sem fimm ára, ef það er hávaði og ólæti, sem fólkið er hrætt við — en það er heldur gremjulegt að vita til þess, að ellefu ára gömul_ og prúð systkin nýfædda barnsins ’megi ekki sjá litlu systur eða litla bróður, fyrr en mamma kemur heim. Það er alls konar fólk búið að sjá litla barnið, áður en blessuð litlu systkinin fá að sjá það, — þau, sem eru tengdari litla barninu en nokkur annar — nema þá mamma og pabbi. Mér finnst, að Fæðingardeildin eigi að taka upp þann sið að hafa einhvern ákveðinn (og þá stuttan) heimsóknartíma fyrir lítil systkin, og vona ég, að þú birtir þetta, Póst- ur sæll, eða leggir út af þessu bréfi mínu á einhvern hátt. Með kærri fyrirframþökk, Mamma. Miklir karlar ... Kæri Póstur. Það er oft verið að kvarta undan hegðun gangandi fólks í umferðinni, og er það vissulega ekki að ástæðu- lausu. En afbrotamennirnir skiptast í tvo hópa — í fyrsta lagi þá, sem ekki vita, að þeir eru að brjóta af sér (og þeim er vorkunn vegna fá- vizku sinnar ) og í öðru lagi þá, sem brjóta af sér vísvitandi. Það er þessi síðari flokkur, sem gremur mig ósegjanlega. Ég er sjálfur bílstjóri, og oft hefur legið við borð að ég hreint og beint æki á þessa heimskingja og dræpi þá. Verstir eru gelgjustrákar, sem eru að sýnast miklir karlar til að ganga í augun á litlu skvísunum, aðdáend- um þeirra. Þeir gera sér leik að því að ganga fyrir bílana, í þeirri vissu, að bílstjóraxnir hemli og hleypi þeim framhjá. Síðast, þegar þetta kom fyrir, reiddist ég svo, að ég ók áfram og danglaði með frambrett- inu í litla „töfíann“. Þess vegna þori ég engu að spa um, hvað gerist, þegar þetta veröur gert við mig í næsta skipti. Lögreglan verður að hafa auga meö pessum föntum og refsa þeim svo um munar — ef þeir fá að kom- ast upp með þetta, færast þeir allir i aukana. Gerir annars lögreglan nokkuð af því aö sekta gangandi fólk? Þaö held ég ekki. Ég hef nú létt á samvizkunni og lýsi því hér með yfir, að næst, þeg- ar einhver „kaidur karl" gengur viljandi fyrir bilinn minn, ætla ég ekki að hægja ferðina, heldur keyra á hann, og hann má þakka fyrir, ef hann sleppur með lærbrot. Og úr því að ég er að minnast á umferðina, viltu þá ekki benda lög- reglunni á, að það verður að koma upp umferðarljosum á horni Póst- husstrætis og Tryggvagötu. Siðan Tryggvagatan fékk aðalbrautarrétt- indi fyrir Pósthússtræti, er næst- um ógerningur að komast út í Tryggvagötuna, nema með því að nota aðíerð „köidu karlaxma“, — keyra fyrir næsta bíl og treysta því, að hann nemi staðar. Svo þakka ég fyrir birtingima. Gylfi. Seint úti... Kæra Vika. Það er þetta með börnin min. Dóttir mín er elleíu ára og sonur minn niu. Ég hef alltaf bannað þeim að vera lengur úti en til klxikkan niu a kvöldin. En nú bregður svo við, að mörg börn i nágrenninu fá að vera úti til klukkan tiu eða jafnvel elleíu á kvölain. Þetta sjá svo krakk- arnir mínir og vilja auðvitað njóta þessara réttinda líka, eins og skilj- anlegt er. Finnst þér að ég ætti að hliðra til og leyfa þeim að vera leng- ur úti? Mér finnst það óréttlæti gagnvart börnunum að meina þeim að njóta sömu réttinda og hin börn- in í nágrenninu, en þó veigra ég mér við að láta þetta eftir þeim. Nú spyr ég þig, Vika mín, hvert er álit þitt á þessu máli? Með kærri kveðju, Hallí. -------Það er hreint engin for- senda fyrir því, að börnin þín fái að vera úti fram á nótt, þótt önn- ur börn í nágrenninu fái það. Segjum að nágrannabörnunum væri leyft að vera úti til klukkan þrjú um nótt — ættir þú þá að fara að spekúlera í, hvort ekki væri rétt að leyfa þínum krökk- um að vera úti a.m.k. til miðnætt- is? Nei, mér finnst, að þú eigir að halda fast við þína venju — hvað sem nágrannamömmurnar segja. Þær eru ekki annaö en illt for- dæmi. Börnin þín eru alltof ung til að vera ein úti eftir klukkan níu á kvöldin. Auk þess sem slíkt stríðir á móti Lögreglusamþykkt- inni. Það er hverri húsmóður í blóð borið að hafa gaman af bakstri og matreiðslu en að- stæður þeirra eru ótrúlega misjafnar. En hafi þær eignast Ken- wood-hrærivél, þá verður þetta leikur einn. Kenwood- hrærivélin vinnur fyrir þær öll erfiðustu verkin. Hún hrærir, hnoðar, pískar og hakkar og auk þess eru til ýmiss önnur hjálpartæki fyrir vélina. Sem sagt Kenwood léttir húsmóðirinni heimilis- störfin. Það er þess vegna, sem hver hagsýn húsmóðir velur Kenwood hrærivélina. Verð kr. 4.890,00. AFBORGUN ARSKILMÁL AR wood Cíiet Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.