Vikan


Vikan - 06.09.1962, Page 7

Vikan - 06.09.1962, Page 7
Fjölskyldan við heimkomuna til Reykjavíkur. Talið frá vinstri Logi, Nanna Halldórsdóttir, kona Runólfs, Þá Runólfur og við hlið hans Sæmundur Daði. Þriðji sonurinn og sá yngsti stendur fyrir framan hann. Hann heitir Halldór Björn. Runólfur Sæmundsson fluttist búferlum til Ar- gentínu og starfaði hjá fyrirtæki í Buenos Aires. Nú er hann kominn heim með fjölskyld- una og segir hér frá ýmsu, sem á dagana dreif þar syðra. Það hefur jafnan þótt ævintýri líkast að taka sig upp með börn og bú og setj- ast að í framandi heimshluta, jafnvel þótt ekki væri það fyrir aldur og ævi. All- margir hafa orðið þeirri reynslu ríkari og árangurinn af þessum ferðum viðlíka sundurleitur og einstaklingarnir, sem fóru. Sumir fóru af einskærri ævintýraþrá eða fróðleiksþorsta, vegna þess að oln- bogarýmið var of þröngt á Fróni eða hversdagsleikinn þjarmaði um of að þeim. Aðrir fóru til þess að heimta sína Paradís þar sem smjörið draup af hverju strái og menn slógu allmarga hestburði af rúsín- um á dag. Slíkir voru landkostir taldir vestra, þá er agentar fóru um ísland og töldu menn á vesturferðir og létu margir ginnast. Nú er það algengast að verkfræð- ingar og læknar ljúki námi sínu erlendis, og kemur heim á ári hverju allstór hópur íslenzks fólks, sem hefur reynslu af bú- setu erlendis. Oftast nær er sú búseta þó í nágrannalöndunum eða í Bandaríkj- unum. Vikan hefur hitt mann að máli, sem nýkominn er heim úr 13 mánaðar vist í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Hann • • YIEAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.