Vikan - 06.09.1962, Page 20
ÚTDRATTUR:
Þrír yfirmenn við námuvinnslu
nyrzt í Kanada halda heimleiðis að
afloknu sumarstarfi með lítilli
Norseman-flugvél. Ung stú!ka, dótt-
ir trúboðahjóna, sem starfað hafa
meðal Eskimóanna norður þar í tvo
áratugi, fær far með þeim. Vélinni
hlekkist á í stormi og hríð á fyrsta
áfanganum; verður að nauðlenda
vegna hreyfiibilunar, enda er flug-
maðurinn þá villtur orðinn. Vélin
brotnar nokkuð í lendingunni, en
ekkert slys verður á mönnum, nema
hvað flugmaðurinn rifbeinsbrotnar
og er allþungt haldinn fyrst í stað.
Þarna búast þau fyrir unz leitar-
flugvél fari yfir, eða ... lengra þor-
ir ekkert þeirra að hugsa ...
„Kannski", svaraði Burd. „Meinið er
að flugvélin þarf að vera í talsverðri
hæð til þess að senditækið dragi nokk-
uð að ráði. Þar að auki er það á tak-
mörkunum að rafstraumurinn nægi
nema til fáeinna sendinga."
„Þvi meiri ástæða er til ....“
Greatorex varð þrákelknislegur i
röddinni.
„Það er einmitt engin ástæða til að
fara að sóa straumnum til einskis,"
svaraði Burd enn. „Það er hyggilegra
að geyma sér hann þangað til við
höfum orðið nokkurs vísari .... “
Hann lækkaði róminn og leit í átt-
ina að tjaldinu. „Ég tala við Des strax
þegar hann kemst til meðvitundar.
Hann hlýtur að hafa einhverja hug-
mynd um hvar við erum stödd.“
Þar með hafði Burd kveðið upp úr
með það, sem hin kviðu, þótt ekkert
þeirra hefði þorað að hreyfa því. E’n
orð hans tóku af allan vafa, og það
varð þögn við bálið um hríð. Dahl
þótti sem hann yrði að fá sér sopa,
tafarlaust. Hinar takmörkuðu áfeng-
isbirgðir hans voru í flaki flugvélar-
innar. Hann leítaði í huga sér eftir
einhverri sennilegri ástæðu til að yf-
irgefa þau við bálið. Hann beinlínis
varð að fá sér hressingu. En það var
greinilegt að Greatorex var ekki af
baki dottinn með það, sem hann ætlaði
sér, og Dahl sá áhyggjusvipinn færast
á andlit Alison Dobie. Um leið hvarf
honum öll áfengisilöngun.
„Sam Burd hefur lög að mæla,“
tók hann til máls. „Surrey hlýtur að
vita nokkurnveginn hvar við erum
stödd, en á meðan við vitum það
ekki, er vitaþýðingarlaust að reyna
að ná sambandi við umheiminn. Við
getum ekki sagt þeim annað en það,
sem þeir þegar vita — að vélin hafi
orðið að nauðlenda, einhvers staðar.”
Hann fann að þau, Burd og Dobie,
litu bæði á hann þakklátum augum.
Nóttin var að falla yfir, kuldinn
jókst og Dahl tók stóran viðarlurk
og varpaði honum á bálið. Þegar hann
sneri andlitinu frá bálinu, myndaðist
héluúði um vit honum.
„Og ef Surrey veit ekki hvar við
erum stödd, eða kemst ekki til með-
vitundar?" maldaði Greatorex enn í
móinn.
„Þá er ekki um annað að gera,“
mælti Dahl, „en að við Carl göngum
á eitthvert það fja.ll, sem hæst ber
hérna í nágrenninu, og höfum með
okkur áttavita og landabréf. Takist
okkur að finna tvö eða þrjú kenni-
leiti — nálæga fjallstinda eða vötn
— ætti það að duga.“ Hann skaut
máli sínu undir úrskurð Prowse. „Eða
er það ekki rétt hjá mér, að þrjú
kennileiti dugi til að fá nokkurnveg-
inn nákvæma staðsetningu með þrí-
hyringsmælingu, hafi maður áttavita
og landabréf?”
„Það mun sönnu nærri,” tautaði
Prowse, sem var enn í slæmu skapi.
Dahl þóttist hróðugur með sjálf-
um sér, þegar honum hafði tekizt að
setja þannig niður deilurnar með ljós-
um rökum, en það breyttist skjótt
þegar Burd hreyfði andmælum.
„En komi svo í ljós að hvorki fjöll-
in eða vötnin fyrirfinnist á landabréf-
inu?“ sagði hann hranalega. „Ef þetta
skyldi vera eitt af þeim svæðum, sem
þeir eiga eftir að mæla og gera upp-
drátt að?“
Prowse leit á hann og lyfti hend-
inni. „Hamingjan sanna,” hrópaði
hann. „Það er engu líkara en að þú
kærir þig ekkert um að okkur verði
bjargað. Því í fjandanum skyldi þetta
svæði ekki fyrirfinnast á landabréf-
inu?“
Burd yppti öxlum. Af svip hans
mátti helzt ráða, að hann ætti í ein-
hverjum átökum við samvizku sína.
Og þegar hann fann spyrjandi augna-
ráð Dahls hvíla á sér, ieit hann óðara
undan eins og hann fyriryrði sig.
Dahl vissi ósköp vel hvað olli þessu
annarlega viðbragði Prowse. Þau
vissu það öll. Burd hafði snert þar
nakta taug. Það var einungis lítill
hluti Ugava-öræfanna, sem athugað-
ur hafði verið úr iofti og uppdrættir
gerðir af. Og af sumum þessum svæð-
um var einungis um bráðabirgðaupp-
drætti að ræða, Þar sem ár, vötn og
önnur kennileiti voru merkt með
brotastrikum, að meira eða minna
leyti samkvæmt ágizkun einni. Það
gat því hæglega átt sér stað, að svæð-
ið, sem þau höfðu nauðlent á, fyrir-
fyndist ekki á neinu landabréfi, eins
og Burd hafði minnzt á.
Og Prowse, sem þóttist sjá að einn
af félögunum lægi þarna vel við höggi,
gat ekki stillt sig um að vega að
honum. „Þér ferst, ég segi ekki nema
það,“ mælti hann illgirnislega. „Ef
þú hefðir staðið í stöðu þinni ....
séð um að vélin væri í flugfæru ásig-
komulagi ....“ Hann hvessti augun
á vélstjórann. í sömu andrá bar
snarpan gust utan af vatninu og
bjarta loga lagði upp af bálinu.
Burd beit á jaxlinn og reyndi að
stilla sig, en svitadroparnir, sem
spruttu á enni hans, glitruðu í bjarm-
anum frá bálinu. Svo spratt hann á
fætur og mölin brakaði undir fótum
hans. „Hafið þið mig grunaðan um
.... “ Honum var um megn að ijúka
setningunni, svo sterk var geðshrær-
ingin, sem aðdróttun Prowse hafði
vakið með honum.
Greatorex brölti á fætur og stundi
við af áreynslunni. Svo rétti hann
úr sér og lagði arminn um herðar
Burd vélstjóra. Þeir voru af svip-
aðri stærð, báðir miklir vexti, en
það var þó áberandi hve höfuð Burds
virtist minna en öldungsins.
„Tilfinningar hans eru í uppnámi,”
mælti hann afsakandi. „Vitanlega
meinar hann ekki orð af því, sem
hann sagði. Við erum öll á sama bát,
og höfum engan um að saka .... get-
urðu ekki fallizt á það, Prowse?”
Prowse vildi ekki andmæla Grea-
torex, þótt honum væri það bersýni-
lega þvert um geð að taka orð sín
aftur. „Já, fjandinn hafi það,“ sagði
hann. „Ég missti sem snöggvast
stjórn á sjálfum mér, Sam. E'r það
kannski svo undarlegt, eftir allt Það,
sem við höfum orðið að þola í dag?“
„Allt í lagi,“ mælti Burd, lágt og
seinlega. Hann varp þungt öndinni.
„Allt í lagi,“ endurtók hann eins og
annars hugar, og tók sér sæti aftur
við bálið, ásamt Greatorex. En það
var eins og eitthvað hefði brostið;
þau voru ekki lengur einn samstilltur
og vongóður hópur ....
Stundarkorni síðar barst stuna inn-
an úr tjaldinu; því næst annað hljóð,
Hkast hryglukenndu andvarpi.
Alison Dobie stirðnaði upp af at-
hygli eitt andartak, en spratt síðan
á fætur, greip vasaljósið og hélt hröð-
um skrefum að tjaldinu.
Burd og Dahl fylgdu henni eftir. Þeir
Greatorex og Carl Prowse risu einnig
á fætur. Líðan Surreys lá þeim öllum
jafnt á hjarta. Og auk þess var það
hann einn, sem líkindi voru til að
gæti sagt þeim hvar þau væru niður
komin.
Það var kalt inni i tjaldinu, mun
kaldara en úti við báiið. Svefnpok-
inn, sem Surrey lá í, var reimaður
upp að höku svo ekki sá nema í
andlitið, sem virtist fölt og torkenni-
legt I daufum bjarmanum frá vasa-
ljósinu. Hann var kominn til með-
vitundar.
„Sam,“ hvíslaði hann og reyndi að
brosa.
Sam Burd laut ofan að honum,
ásamt þeim Dahl og ungfrú Dobie,
sem hélt á vasaljósinu. Þeir Gratorex
og Prowse stóðu úti fyrir, þar eð
tjaldið var of lítið til þess að þau
kæmust öll þar inn.
„Hvernig líður þér, Des?” spurði
Sam.
„Dálítið lerkaður. Ég verð búinn
að ná mér eftir einn—tvo daga.“
„Áreiðaniega,” varð Sam Burd að
orði. Síðan brá hann tungunni um
varir sér og leit á þau, stúlkuna og
Dahl. „Heyrðu mig, Des .... það er
dálítið mikilvægt. Hefurðu nokkra
hugmynd um hvar við munum vera
niðurkomin?"
Flugmaðurinn varp þungt öndinni.
Nokkur andartök lokaði hann aug-
unum, eins og honum hefði runnið
i brjóst. En svo leit hann á þau aftur
og andlitið virtist einkennilega líf-
vana.
„Við ættum að vera einhvers staðar
ekki langt frá Knob,“ hvíslaði hann
lágt og sleit sundur orðin, eins og
hann vildi leyna sársaukanum. „Það
er að segja, ef vindáttin hefur hald-
izt stöðug.”
„Kannski við séum þá einhvers
staðar ekki langt þaðan,“ varð Sam
að orði. „Hvernig voru upplýsingarn-
ar, sem þú fékkst hjá veðurfræðingn-
um í Chimo?”
„Já?“ Surrey leit á hann og reyndi
að rifja Það upp fyrir sér. „Tuttugu
og fimm mílur frá vestri . . ..“ Hann
FRAMHALDSSAGAN
3. HLUTI
EFTIR
LAWRENCE EARL
20 VIKAN