Vikan


Vikan - 06.09.1962, Page 21

Vikan - 06.09.1962, Page 21
þagnaði, eins og hann væri að hlusta eftir vindáttinni, en nú var komið logn. „Hvernig var vindáttin, þegar við lentum, Sam? Vestanátt?" Burd lét sem hann heyrði ekki spurninguna. „Þú beittir vélinni stöð- ugt upp i vindinn til þess að halda stefnunni?“ „Já „Þegar við lentum, stóð stormur- inn á hina hliðina," varð Burd að orði og vonleysið í rödd hans leyndi sér ekki. Surrey stundi og lokaði augunum. „Hafðu ekki neinar áhyggjur af því,“ mælti Burd enn. „Við vitum að minnsta kosti að við erum fyrir vest- an flugstöðina í Knob, og það bætir úr skák .... Við göngum á eitthvert fjall hérna í nágrenninu á morgun og berum kennileitin saman við landabréfið. Þá getum við áttað okk- ur á hlutunum." Surrey bylti sér til í svefnpokan- um og sársaukakippir fóru um and- lit honum. Hann reyndi eftir mætti að leyna þjáningum sínum ,og þegar hann tók aftur til máls, var röddin hljómlaus og þróttvana. „Mér þykir fyrir Því, Sam, að þetta skuli hafa farið svona. Ég hef satt að segja ekki minnstu hugmynd um ....“ Hann lauk ekki setningunni og sárasaukakippir fóru enn um andlit- ið. „Fari það bölvað,“ stundi hann. „Okkur kann að hafa hrakið tuttugu mílur af leið .... eða hundrað og tuttugu ...." „Þetta verður allt í lagi,“ svaraði Burd, en það skorti alla sannfæringu i röddina. „Hafðu ekki neinar á- hyggjur af því, Des.“ Alison Dobie drap fingurgómunum á öxl Burd. „Við megum ekki þreyta hann,“ hvíslaði hún. Klukkan var ekki orðin nema um niu þegar þau settust aftur umhverf- is bálið. Greatorex skaraði í með grannri viðargrein, og logarnir tóku að sleikja lurkana með braki og brest- um. Höfuð Dahls seig að bringu, eins og hann skorti þrótt til að bera það á beinum hálsi. Sem snöggvast gleymdi hann stund og stað, en i næstu andrá fór um hann kuldahrollur, svo hann glaðvaknaði og sperrti upp augun og þóttist þá ekki kannast við hið ann- arlega umhverfi. „Það er orðið skrambi kalt, Lin- coln,“ mælti Greatorex gamli vin- gjarnlega. „Bálið yljar manni vel að framanverðu, en kuldinn ræðast aft- an að manni." Dahl játti því og mundi um leið hvar hann var og hvað gerzt hafði. Hann reis á fætur með nokkrum erfiðismunum, þvi að láus mölin rann undan fótum hans. Hann teygði úr sér og geispaði. Um leið mundi hann eftir áfenginu, sem hann átti geymt i flugvélinni. „Þú hlýtur að vera orðinn þreytt- ur," mælti stúlkan. Bjarminn frá bál- inu lék um andlit henni, breytti því í strekdregna mynd ljósglóðar og myrkra skugga, seiðdula, raunhæfa og óraunhæfa i senn, þar sem öll ákvörð- unarmerki aldurs og ára dró fram alla þá óskýranlegu töfra, sem gera konuna eilífa að eðli. „Dálitið," svaraði Dahl. „Ég er að hugsa um að sofa i flugvélarflakinu i nótt." „Þú verður þá að skorða Þig vel af,“ sagði Burd. „Þú veizt hvað flak- ið hallast .... “ „Ég hef einhver ráð með það. Góða nótt.“ Hann hélt þungum skrefum inn að landamærum myrkursins, sem reis eins og veggur framundan. „Dahl ...." Hann leit um öxl. Greindi óljóst skugga ,sem færðist nær honum úr bjarmaríki bálsins. „Já, ungfrú Dobie.“ Skugginn nam staðar við hlið hon- um. „Mig langaði bara til að þakka þér fyrir hjálpina .... þegar við vor- um að koma Surrey fyrir í tjaldinu, á ég við. Ég hefði aldrei getað það ein míns liðs .■...“ „Það var ekki neitt," svaraði hann vandræðalega. „Það voru átökin ein, sem komu í minn hlut. Þú sást um allt, sem máli skipti." Ösjálfrátt hvíldu augu hans á stúlkunni. Hann gat ekki greint það fyrir víst, en það var svo að sjá sem hún hefði öðlast mannlegan persónuleik að ein- hverju leyti, að minnsta kosti i bili. „Góða nótt,“ endurtók hann og hélt leiðar sinnar i áttina að flakinu, en fætur hans runnu og skrikuðu á lausri mölinni. Hann skreiddist inn í flakið, breiddi úr svefnpokanum út við hliðina, sem flugvélin hallaðist á, dró af sér stig- vélin og tróð sér ofan í pokann. Þetta hafði verið langur dagur og erfiður og hann varp þungt öndinni, hugsaði ekki um neitt sérstakt en fann til óvenjulegrar fullnægingar í því að vera örmagna af lúa. Hann féll i svefn án þess að muna eftir áfenginu; án þess skuggar hins liðna ásæktu hann. ÞRIÐJI KAFLI. Næsti dagur 11. september, mjak- aði sér upp yfir fjallaskörðin, grár og gjósturlegur. Hélan glitraði á mölinni og klöppunum og iskrapann rak utan af vatninu upp að eiðinu, þar sem hann myndaði samfrysta hrönn, sem Dahl varð að brjóta vök á, þegar hann þvoði sér. Iskalt vatnið var hressandi eftir þungan, draum- lausan nætursvefn. Þegar hann hafði þurrkað sér hressilega í framan, varð honum fyrst fyrir að gá til veðurs. Það var logn, en úlfgrá þoka yfir, frostþoka niður í miðjar hliðar, svo ekki þurfti að gera ráð fyrir að leitar- flugvélar færu yfir þennan daginn. Og þó var það eins vist, að bæði sjálfur hann og þau hin myndu oft líta til lofts í dag og svipast um, vonaraug- um. Ekki þurfti heldur að ráðgera neina fjallgöngu í dag í leit að kennileitum. Og enn stækkuðu þeir leitarsvæðið. Þetta vatn virtist hvergi að finna, eða umhverfi þess . . . . Og þýðingarlaust mundi verða að renna íæri, því að silungurinn mundi liggja í móki við botninn, vegna kuld- ans. Það yrði þvi varla um annað að gera en höggva brenni og sitja við bálið, og reyna að verjast vonleys- inu og örvæntingunni eftir föngum. Morguninn eftir var þó enn myrk- ara yfir; hrímþokan lá enn lægra, mátti heita að hún læddist rétt fyrir ofan mæni tjaldsins. „Fari það bölvað," tautaði Prowse, þegar hann tók að snæða skammtinn af neyðarnestinu. „Fari hún bölvuð, þessi helvízk ekkisen þoka," bætti hann við og glápti upp í loftið. „Þokunni léttir þegar þar að" kem- ur, Carl,“ sagði Greatorex gamli ljúf- mannlega. „Við hjörum þennan dag- inn. Við megum sannarlega hrósa happi, að við skyldum sleppa ósködd- uð úr flakinu." Hann leit þangað sem Norsemanflugvélin lá, að kalla á hlið- inni. „Við höfum í rauninni ekki neina ástæðu til að kvarta," bætti hann við. „Ekki við. Öðru máli gegnir með Surrey." Burd hvarflaði spyrjandi augum að tjaldinu. „Við verðum bara að bíða,“ varð Dahl að orði. „Fari það bölvað." Prowse kreppti hnefana. „Ungfrú Dobie ....“ mælti Burd stundarhátt og hafði ekki augun af tjaldinu. „Já ....“ Hún brosti eins og hún vildi auðvelda honum að halda áfram máli sínu. „Hvað heldurðu um Surrey? Held- urðu að hann komizt yfir þetta? Mér sýnist það líta illa út.“ Hann mælti þetta hvísllágt, en röddin titraði af innibirgðum ótta. Hann hallaði sér að henni, lét þunga bolsins hvila á öðrum armi og Það var ekki laust við að hann skylfi. „Beinbrot hefur sjaldnast beina lífshættu í för með sér. Það grær sjálfkrafa ...." Ósjálfrátt lagði hún lófann á handarbak hans, eins og hún vildi sefa ótta hans með snert- ingunni. „Ertu viss um Það .... alveg viss?“ spurði hann þrákelknislega, og virtist hafa gersamlega gleymt nálægð hinna. „Ertu viss um að hann verði friskur aftur?", „Ég trúi því statt og stöðugt," svar- aði hún, en bætti svo við af djúp- lægri sannleiksást sinni; „Nema . . .“ „Nerna?" Burd greip orðið á lofti. „Æ .... ég get vitanlega ekkert sagt um það.“ „Nema -— hvað, ungfrú Dobie?" Þá var eins og henni skildist það fyrst hve alvarlegum tökum kvíðinn hafði náð á honum. „Ég get vitanlega ekkert fullyrt," mælti hún gætilega, „en ég fæ ekki séð að meiðsli hans séu hættulegri en það, að þau batni ekki af sjálfu sér — nema ef eitt- hvert brotna rifið kynni að hafa sært lungun. E“n verði okkur bjargað bráð- lega .... “ Það mátti heyra það á röddinni, að þá yrði þeirri hættu forðað. Burd varp Þungt öndinni. „Ég skil .... “ mælti hann lágt. Hann reis á fætur svo hart að hann rótaði til mölinni, og þreif til axar- innar, þeirrar sem nær honum lá. „Ég geri ráð fyrir að við þurfum að fá meira brenni," varð honum að orði og gekk á brott með öxina um öxl sér. Stundarkorni síðar kváðu við þung og hröð axarhögg inni i furulundinum. Framhald á bls. 38. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.