Vikan


Vikan - 06.09.1962, Síða 41

Vikan - 06.09.1962, Síða 41
Sérstæð ryðvörn Zinkhúðaður undir lakk' Bíll ársins Consul 315 V CONSUL 315 er nýjasta FORD- gerðin í ár. Hafa FORD-verksmiðjurnar ennþá einu sinni verið fyrstar til þess að leysa hina tæknilegu þraut að smíða hagkvæmari, þægilegri og sterkari bíl í flokki hinna léttari bílategunda. 1 CONSUL 315 eru fleiri kostir stærri hílanna en í nokkrum öðrum bíl í léttari flokkinum. EINN EGILSSQN H.F að segja: — Danny, ég er ekki þann- ig klædd, að ég geti farið inn á svona fínt veitingahús, en ég veit um vist- lega litla krá, sem er hérna rétt hjá. En hún hafði ekki sagt það, heldur hlaupizt á brott, og gert Danny að athlægi. Hann myndi aldrei fyrirgefa henni þetta. Alice sá auglýsingu frá lionum í blöðunum: „Einkaritari óskast, þarf að hafa mikla málakunnáttu og vera vön við að umgangast fólk“. Henni fannst eins og þessari síðustu setn- ingu væri beint til hennar sjálfrar. Hann vildi ekki eiga það á hættu að fá einkaritara, sem hlypist á brott, aðeins vegna þess að einhver horfði á hana! Bros Alice var beizkjublandið. Hann gat verið al- veg áhyggjulaus. Hún ætlaði ekki að sækja um stöðuna. Hún myndi ekki voga sér að líta á hann framar. Sennilega hafði hann heldur enga löngun til þess að hitta hana aftur. Hún andvarpaði, og fór að vinna við þýðingarnar, sem voru mest að- kallandi. En vinnan gekk treglega. Henni varð litið út um gluggann, þar sem greinilega mátti sjá merki þess að sumarið væri i nánd. Nú sat hún þarna og práði að komast út. Hún ákvað að ferðast eitthvað í fríinu sínu um sumarið. Fara eitt- hvað og kynnast öðru fólki. Haga sér eins og annað ungt fólk. Hún hlaut að geta það. Með einhverjum liætti varð hún að losa sig við þenn- an ósýnilega vegg. Alice fór til Parísar. Þangað hafði hún aldrei komið áður, en Yvonne hafði sagt henni svo margt frá fæð- ingarbæ sínum, að henni fannst næstum því eins og hún hefði sjálf átt þar heima einhvern tíma. Hún reikaði alein um breiðgöt- urnar. Hún mataðist alein á gisti- húsinu. Hún vogaði ekki að setjast við eitt af litlu borðunum undir marglitu sóltjöldunum, en samt naut hún þess eins að vera komin hingað. Nú varð henni litið á auglýsinga- skiltið. Þar var smáauglýsing um að Daniel White, enski fjallagarpurinn, ætlaði að halda fyrirlestur um Matterhorn þetta kvöld. Hann var þá í Paris. Hún gæti fengið að sjá hann, setið án þess að nokkur veitti henni eftirtekt í hinum myrka sal, og hlustað á hann. Alice keypti að- göngumiða. Fyrirlestur með skugga- myndum. Salurinn var fullskipaður eftir- væntingarfullum áheyrendum, og nú kom hann og í fylgd með honum var ung dökkhærð stúlka með brún augu. Þetta var lagleg ung stúlka, og það var auðséð að hún naut þess að standa þarna í sviðsljósinu og brosa til fólksins niðri í salnum. Hún bauð þau velkomin, og það fór hrollur um Alice, þegar stúlkan fór að tala frönskuna. Áhorfendur sátu furðu lostnir. Stúlkan kynnti sig sem Lillian Whittaker, einkaritari hr. Whites. Hr. White gat því miður ekki talað frönsku, þess vegna ætlaði hún að þýða fyrirlesturinn smám saman um leið og myndirnar birt- ust á tjaldinu. — Reyna að þýða, hugsaði Alice með sér. Hún var svo taugaóstyrk, að hend- ur hennar voru rakar af svita. Bara að þessi stelpukjáni eyðileggði nú ekki allt saman fyrir Danny. Meira að segja Alice átti bágt með að verj- ast lilátri, enda þótt henni lægi við gráti. Það fór kliður um salinn af niðurbældrum hlátri áheyrendanna, eftir því sem ambögunum fjölgaði i þýðingu Lillian Whittaker. Danny var nú nóg boðið. Svo litið bar á, bað hann Lillian að hætta, og reyndi sjálfur að útskýra myndirnar á frönsku, en það varð honum ofraun, og fólkið í salnum var sýnilega far- ið að ókyrrast. Einhver kvað upp úr með það að fá peningana endurgreidda. Allt i einu varð Alice þess vör, að hún stóð á miðjum ræðupallinum. Með fáum vel völdum orðum skýrði hún fyrir áheyrendum, hve langt Danny væri kominn í fyrirlestrinum. Augnatillit Dannys bar vott um þakklæti og feginleik. Alice hélt hik- laust áfram með þýðinguna, án þess að skeyta um hið marghöfðaða skrimsli niðri í salnum. Hún hugs- aði aðeins um Danny. Loksins var þessu öllu lokið. Áheyrendurnir klöppuðu, og Danny tók um hönd Alice, og dró hana fram í sviðsljós- ið. Þegar lófaklappinu loksins linnti, bað hann hana að koma með sér að tjaldabaki, og þar voru þau ein. Þau horfðu hvort á annað. Allt í einu tók hann hana i faðm sér og kyssti hana, löngum heitum kossi, og þótt undarlegt kunni að virðast, flúði hún ekki i þetta skipti. ★ Bifreiðaprófun Framhald af bis. 3. og er stöðugur en vélin er tæp- lega nógu kraftmikil. Hemlabúnaður er þannig að á framhjólum eru vökvaþrýstir diska- hemlar, sem mikið eru að ryðja sér til rúms og venjulegar skálar að aftan og virka hemlar ágætlega. Gírkassi er fjórgíraður áfram allir syncromiseraðir nema fyrsti gír. Bíllinn er fáanlegur bæði með gír- skiptistöngina í gólfi og stýri. Vélin er fjögurra strokka fjór- gengis toppventlavél 56.5 hestöfl við 5000 sn/m., vatnskæld og stað- sett framan í bílnum. Rafkerfið er 12 volta. Lengd milli hjóla er 2.51 m Heildarlengd bifr.........4.34 — Breidd milli hjóla 1.26 — Heildarbreidd' 1.66 — Þyngd..................... 920 kg Hjólbarðastærð 590x13. Verðið er, með miðstöð, vatns- sprautu á framrúður, styrktum fjöðrum og hlífðarpönnu undir vél ca 161 þúsund krónur. Af þessari gerð er einnig hægt að fá fjögurra dyra bíl og kostar hann um 169 þúsund. Umboð: Kr. Kristjánsson h.f. og Sveinn Egilsson h.f. Blaðamaður Vikunnar, sem próf- aði bílinn segir: Ford Consul sameinar vel ýmsa kosti, sem bílar í hinum svonefnda milliflokki hafa. Útsýnið er fram- úrskarandi gott, ekki sízt út um afturrúðuna. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er bíllinn í fremstu röð: Hann er í senn traustlegur og mik- ill „hraði“ er í línum hans. Frágang- ur að innan er mjög smekklegur, mælaborðið nýtízkulegt, en ókostur virðist það, að hafa svisslykilinn vinstra megin við stýrið. Sætin eru framúrskarandi góð og koma vel að bakinu, en á tveggja dyra gerðinni er afleitt að komast í aftursætin. Vélin virðist vera helzt til lítil fyrir svo vandaðan og glæsilegan bíl, sem Consul 315 annars er. Það kemur einkum í ljós þegar hann er tekinn af stað og svo í brekk- VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.