Vikan - 27.12.1962, Side 27
II
i
Stjörnuspáin gildir frá fiinmtudcgi til fimmtudags.
©Hrútsmerkiö (21. marz—21. apr.): Þú ferð held-
ur klaufalega af stað í þessari viku, en líklega
undir helgi fer allt að blása byrlega, og um helg-
ina virðist lánið beinlínis ætla að leika við þig.
Þú ert nokkuð svartsýnn ú þína eigin framtíð, en
til þess er vissulega engin ástæða. Heillatala 10. Heillalit-
ur gulleitt eða bleikt.
Nautsmerkiö (22. apr.—21. maí): Óþolinmæði
þín verður til þess —• þótt einkennilegt megi
virðast, og ekki sé slikt gott fordæmi — að þú
getur notað þér tækifæri, sem þér hefði aldrei
boðizt, ef þú hefðir ekki verið svona óþolinmóður.
Þriðjudagurinn er dálítið óvenjuiegur dagur hvað allt fé-
lagslíf snertir. Heillatala 7.
Tvíburamerkið (22. mai—21. júní): Þú færð verk-
efni upp i hendurnar, sem virðist heldur skemmti-
legt fyrst i stað, en líklega verður þetta heldur
leiðinlegt þegar fram i sækir, ef þú reynir ekki
að útvega þér mann til þess að vinna að þessu
með þér. Þú munt skemmta þér óvenjumikið í vikunni.
Laugardagurinn er varasamur hvað ástir snertir.
Krábbamerkið (22. júni—23. júlí): Þú hefur ver-
ið eitthvað lasinn undanfarið, en nú virðist vera
að rætast úr þessu. Það hvílir eitthvað á sam-
vizku þinni þessa dagana, en þig skortir bara
kjark til að ráðast í að Ijúka þessu af. Þú skalt
gera þetta fyrr en síðar. Sannleikurinn er sá, að þú ert
búinn að sverta þetta um of i huga þér.
Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Þér gefast marg-
ar góðar frístundir i vikunni. Yfirleitt verður vik-
an róieg og notaleg. Þú munt dveljast mikið
heima við, meira en undanfarnar vikur, og þar
muntu einnig njóta lifsins bezt. Þú færð skemmti-
legan gest í heimsókn eitt kvöldið, en trúðu ekki öllu, sem
hann segir þér. Heillatala 13.
Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú munt öðl-
ast ómetanlega lifsreynslu í þessari viku og verð-
ur það til þess að þú ferð að líta ákveðið mál allt
öðrum augum en til þessa, og er gott til þess að
vita. Þú munt verða fyrir einhverjum vonbrigðum
út af einhverju, sem þú færð aðsent, þótt ekki virðist nein
ástæða itl, enda verður þú ánægður að lokum.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.); Þú teflir á
tvær hættur í vikunni, og virðist allt benda til
þess að lánið verði með þér, en þetta skaltu samt
ekki leika oftar, því að aldrei er að vita, hvenær
illa fer. Þú hefur vanrækt nokkuð einn kunningja
þinn undanfarið, og skaltu bæta úr því hið snarasta. Helgin
verður dálítið nýstárleg.
Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Hætt er við
að þér sinnist eitthvað við einn félaga þinn, enda
virðist Þú einkennilega uppstökkur þessa dagana.
Sannleikurinn er sá, að í þetta sinn hefur þú al-
gjörlega rangt fyrir þér, og væri þér hollast að
viðurkenna það strax. Sunnudagurinn býður upp á afar
skemmtilegt ævintýri. Heillatala 2.
©Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þessi vika
veðrur fremur tíðindalítil, en þú munt lifa rólegu
lífi. Þó verður eitt kvöldið mjög ólíkt hinum
kvöldunum, og þá mun eitthvað gerast, sem kem-
ur þér í uppnám. Þú skuldar einhverjum bréf,
og skiptir það þig afar miklu að þú skrifir strax i vikunni.
Talan 4 er dáiitið varasöm.
—. GeitarmerkiÖ (24. des.—20. jan.): Það gerist
ifiPK margt skemmtilegt í vikunni og munt þú verða
til þess, að þið félagar þínir lendið í ýmsum
■^Bpr spaugilegum ævintýrum. Þú hefur ekki sinnt
einu hugðarefni þínu lengi, en nú verður eitthvað
til þess, að áhugi þinn á því vaknar á ný. Þú skalt vanda
allt, sem þú skrifar í vikunni.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Líklega
verður þessi vika afar frábrugðin öllum hinum
vikum ársins. Það hvílir einhver óvissa yfir þess-
ari viku og verður ekki fyllilega lesið úr stjörn-
unum hvað eiginlega er á seyði. Þú skalt sem
sagt vera við öllu búinn. Margt bendir samt til, að útkoman
verði í heild jákvæð.
FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz.): Þú hefur
beðið lengi eftir að eitthvað gerðist, en I þessari
viku gerist þetta loks, en þá veldur það þér ein-
hverjum vonbrigðum, sem er næsta furðulegt, þvi
að þetta er nákvæmlega eins og þú hafðir gert
ráð fyrir. Líklega ert þú orðinn of góðu vanur -—• dekur-
barn. Helgin verður viðburðarik með afbrigðum.
m
©
f
Ávallt
eitthvað
nýtt
frá
Kixníer’s
Brjóstahaldari tegund 8296 er með stoppuðum skálum,
sérstaklega gerður fyrir V-hálsmál.
Biðjið urn
og þér fáið það bezta.
VIKAN 27