Vikan


Vikan - 27.12.1962, Page 41

Vikan - 27.12.1962, Page 41
Iu'imskl slolpiilíll þar að auki. Karlmenn eru skeimur og til livers er maðiir að eyða tíma og pening- um í að ganga í augun á þeim? Hún ákvað með sjálfri sér að steinhætta að mála sig og fara ekki út á kvöld- in nema einu sinni í mánuði og það skyldi ekkert fá hana til að líta nokkurn ikarlmann augum. Hún hægði ferðina eftir nokkra stund og kastaði mæðinni og um leið og þreytan hvarf úr líkama liennar, hvarf henni óttinn og lienni flaug i hug livað mamma hennar segði, þegar hún kæmi svona seint heim og hvað hún segði þegar hún heyrði hvað fyrir hana hafði komið. Það var ljós í öllum gluggum þegar hún kom upp tröppurnar og liún minntist þess allt í einu að hún hafði ekki fengið neitt leyfi til að fara út og hún fann skyndilega að luin var dauðþreytt og hana lang- aði innilega til að komast í rúmið strax og án útskýringa á gerðum sínum. — Heiða! Hún heyrði einhvern kalla lágt á sig þar sem hún stóð á tröppunum og sneri sér við. Gunna kom og kíkti fyrir húshornið og benti henni að koma og tala við sig og andlitið á henni var úttúið af forvitni og æsingi. Hún þreif í hana eins og hún héldi að hún hlypi burtu. — Hvar í fjandanum hefurðu verið manneskja? Pabbi þinn er óður get ég sagt þér, hann liringdi til mín eftir bió til að spyrja eftir þér. Hún þagnaði aðeins til að draga andann. — Hvar varstu? Með hverjum, segðu mér það fljótt, ég er að deyja úr forvitni? Heiða lok- aði öðru auganu íbyggin. — Það segist nú ekki á stuttum tíma skal ég segja þér og ef þú heldur að þú hafir nokkurn tíma lent í öðru eins þá skjátlast þér. Hún sneri í átt að dyrunum. Það er víst bezt að fara og meðtaka dóminn, sé þig á morgun. Gunna horfði á eftir henni með virðingu og augnaráð hennar bar einnig vott um töluverða meinfýsi. — Þú mátt þakka fyrir ef pabbi þirin lemur þig ekki. Ég hef aldrei séð liann í öðrum eins ham. Heiða yppti öxlum tilgerðarlega. — Við föruin á bió annað kvöldt •k Skeggsjá Vikunnar Framhald af bls. 8. ur gæfu og gengis, — og kremjið ekki of mörg kvenhjörtu." Eins og framgengur af ofangengn- um leiðbeiningum, er SKEGGSJÁIN hið nauðsynlegasta plagg, og raun- ar ómissandi til planleggingar og snyrtingar gróðurhausa. Við sjáum á þessu kerfi aðeins tvo lítilfjörlega galla og er annar því miður okkur að kenna, en hann er sá að við getum ekki birt SKEGGSJÁNA í eðlilegri og réttri stærð, plássins vegna, né heldur á gegnsæjar plastplötur. Þess vegna er öllum skegglausum nauðsynlegt að hafa samband við Kújoð sjálfa til að næla sér í fyrir- myndirnar. Og svo náttúrlega hitt, að Kújoð gerir ekki nema hálft gagn, og tæp- lega það, því þar eru aðeins fyrir- myndir fyrir yfirvararskeggi. Það er langt frá því að vera nóg. Það er hreinasta hörmung að þurfa að horfa upp á menn með nakinn neðri helm- ing gróðursvæðisins. Það er tilsýnd- ar eins og buxnalaus broddgöltur —- hvernig svo sem hann lítur út. íslendingar verða að halda sinni fornu menningu í einu og öllu, og mega ekki láta erlenda siði eða ó- siði hafa áhrif á útlit sitt. Þess vegna þarf hið fyrsta að fá færan sérfræð- ing á þessu sviði, eins konar utan- hauss-arkitekt, til að gera tillögur í þessu máli, teikna upp helztu gerðir helztu skegggerðanna, yfirvarar- skegg (alíslenzkt), kjálkaskegg, hökutopp, barta, vangaskegg, al- skegg síðskegg og þakskegg. Síðan þarf að gefa út SKEGGSJÁ fyrir hverja skegggerð og flokka í flokka. Það yrði síðan að varast það vel að leyfa einkafyrirtækjum útgáfu og sölu þessara SKEGGSJÁA, því vel gæti farið svo að einhver hefði eitthvað upp ár því. Alþingi þyrfti þess vegna að samþykkja einkasölu- HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU? Númer á sniöunum 38 J/0 Jf2 JfJf Jf6 J/-8 50 Baklengd í cm Brjóstvídd ... . Mittisvídd .... Mjaðmavídd ... Sídd á pilsi .... . . 40 41 42 42 42 43 43 .. 86 88 92 98 104 110 116 . . 64 66 70 78 84 90 98 .. 92 96 100 108 114 120 126 70 í öllum stærðum -f- 5 cm í fald. „OONA“. Sendið mér í pósti hátíðakjól, samkvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg- ingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hér- með kr lOO.oo. E Stærð ...... Litur ........................... S Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá S .................... I Nafn ..................................... j Heimilisfang .................................. I Saumtillegg. Já □ Nei □ lög og stofría þyrfti SKEGGSJÁR- SÖI.U Ríkisins. Vegna áhuga míns á þessu menningarmáli, mundi ég e. t. v. vera tilleiðanlegur til að taka að mér forstöðu stofnunarinn- ar. Auk dreifingar á SKEGGSJÁ íslendinga, mundi stofnunin taka að sér innflutning og sölu á sérstökum matar og kaffistellum fyrir skeggja, tannburstum með rauðu ljósi í skaftinu, silkislaufum til skrauts, krókapörum og pelsbútum, — dauð- hreinsuðum spíra til utanhauss- snyrtingar. Það skal viðurkennt þegar í stað, að þegar ræktunarframkvæmdir hefjast fyrir alvöru á kjálkabörðum íslendinga, mun það vandamál enn einu sinni koma á daginn, hvernig listamenn og blaðamenn líta út. Þeir hafa hingað til haft forgöngu um þetta mikla menningarmál, og geng- ið framfyrir skjöldu til góðrar eftir- breytni í utanhaussræktun, og það svo rækilega, að pelsinn er í raun og veru orðinn þeirra vörumerki, enda hefur komið til mála hjá þeim að hafa einn eða fleiri merkjasöludaga á ári hverju og selja þá merki fé- lagsins, — þrjú hár í fallegum prjóni. Hvert hár merkir eina félags- deild: 1.) Ófélagsbundnir listamenn — 2.) Blaðamenn í sumarfríi, og 3.) Aðrir. Við umræður um þetta vandamál, hefur komið fram sú gagnmerka til- laga, að vegna þess að af því að og fyrir því að skegg eru orðin svona algeng, þá vendi félagsmenn sínu kvæði í kross, — og gangi berir að ofan. —0-— Til frekari skýringar á máli mínu og til leiðbeiningar eftirkomendum og áhugamönnum, birtast hér nokkr- ar leiðbeiningarmyndir af Merkum Samtíðarmönnum og Öðrum. Allir þessir menn eru þekktir að snyrti- mennsku og hjartagæðum, og Vik- an veit og vonast til, að þeir taki því létt, þótt þeirra virðulegi arki- tektúr sé notaður hér, öðrum til góðrar eftirbreytni. G. K. Dauðs manns spegill Framhald af bls. 9. mínútum fyrir átta, frú mín, og fór beint inn í skrifstofu sína.“ „Já, einmitt það . . .“ Munnur hennar var opinn og augun fjar- ræn. „Þér haldið ekki — ég á við — hann hefur heyrt í bjöllunni?“ „Ég held að hann hljóti að hafa heyrt það, frú mín, þar sem bjallan er rétt fyrir utan skrifstofudyrnar. Vitanlega vissi ég ekki, að hr. Gervase væri ennþá í skrifstofunni, annars hefði ég að sjálfsögðu til- kynnt honum, að miðdegisverður- inn væri tilbúinn. Á ég að gera það núna?“ Frú Chevenix-Gore greip þessa uppástungu með auðsæjum létti. „Ó, þakka yður fyrir, Snell. Já, viljið þér gera svo vel. Já, vissu- lega.“ Síðan mælti hún um leið og bryt- inn gekk út úr stofunni: „Snell er hreinasta gersemi. Ég treysti honum algerlega. Ég veit sannarlega ekki, hvernig ég ætti að komast af án hans.“ Einhver umlaði vinsamlega til samþykkis, en enginn sagði neitt. Hercule Poirot, sem horfði nú með skyndilega skreptri athygli yfir stof- FÆST I , APOTEKUM COIUH & CO VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.