Vikan - 23.07.1964, Blaðsíða 2
HEKLU merkið hefur frá upphafi
tryggt betra efni og betra snið. Amer-
isku Twill efnin hafa reynzt bezt og
eru því eingöngu notuð hjá HEKLU.
SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR
r
I fullri alvöru:
Til hvers er
kvikmynda-
eftirlit?
„Hvers vegna hætta þeir ekki
þessu nöldri?" spyr fólk og hrist-
ir hausinn með uppgjafarsvip.
„Er þeim ekki farið að skiljast
að þetta þýðir ekki neitt?“ -
Eitthvað á þessa leið hljóða nið-
urlagsorð þeirra, sem láta sér
fátt um finnast, og þar með er
stungið upp í nöldrunarseggina-
Eitt eftirlætisefni nöldurmanna
er hið svokallaði kvikmyndaeft-
irlit, sem starfrækt er á vegurri
hins opinbera hér í borg. — I
veikri von um, að nöldrið beri
ef til vill einstaka sinnum til-
ætlaðan árangur (því stundum á
það rétt á sér) leggur dálkurinn
nú nöldurmönnum lið.
Ekki alls fyrir löngu voru
sýndar hér tvær nokkuð góðar
myndir, önnur í Stjörnubíói hin
í Háskólabíói. Myndin í Stjörnu-
bíói, Hróp óttans, bar nafn með
rentu. Hún fjallaði um ýtarlegar
og hugvitsamlegar tilraunu'
tveggja illmenna til þess að gera
unga stúlku í hjólastól sturlaða.
Aðferðin, sem skötuhjúin beittu,
var fólgin í því að stilla líkinu af
föður stúlkunnar upp hér og þar
svo hún mætti það augum líta
og telja henni síðan trú um, að
um ofsjónir og skynvillu væri að
ræða, þar sem faðirinn væri alls
ekki látinn heldur á ferðalagi 1
viðskiptaerindum. Nú tókst ekki
að gera stúlkuna brjálaða af ótta
með þessu móti, þetta brá'ð-
smekklega kænskubragð fór út
um þúfur og varð því að grípa
til þess ráðs að skella líkinu og
stúlkunni inn í bíl, og stjaka
honum síðan fram af tvítugu
bjarginu. — Hrollvekja þessi var
svo haganlega gerð, að ekki mátti
á milli sjá hvor aðilinn æpti af
meiri skelfingu, lamaða stúlkan
á hvíta tjaldinu eða áhorfendur
í salnum.
Dómur kvikmyndaeftirlitsins:
Bönnuð börnum yngri en 12 ára.
Hin myndin var sýnd samtímis
í Háskólabíói og hét á ensku
Whistle down the Wind, en kvik-
myndahúsinu láðist að snara
Framliald á hls. 50.